Það sem eitt sinn virtist óheppni virðist nú happ í hendi

Það eru tíðindi að sjálfur forsætis­ráðherra Íslands segist hafa tekið ranga afstöðu til tillögu um það 2009 að halda þjóðar­atkvæða­greiðslu um, hvort sækja ætti um inngöngu í Evrópusambandið.

Á því ári var í raun spilað fjárhættuspil um framtíð Íslands og fullveldi.

Hlutirnir geta litið út allt öðruvísi eftir á. Nú hefur Katrín Jak­obs­dóttir endurskoðað hug sinn og telur að Ísland ætti aldrei -- og hefði aldrei átt -- að sækja um inngöngu í Evrópu­sambandið án þess að þjóðin fengi fyrst að tjá sig um það mál. Samt greiddi hún atkvæði gegn þingsályktunartillögu um það árið 2009.

Augljós var yfirgangur Jóhönnu- og Steingríms­liðsins árið 2009 að hafna því að vísa málinu fyrst til dóms þjóðarinnar. Það var bara keyrt á það, að Íslandi ætti að troða í þetta stórríkja­samband í Evrópu og spyrja almenning helzt einskis. Katrín tók þátt í því á fullu, strengjabrúða Steingríms Joð eins og fleiri í flokki VG.

En eftir á að hyggja hefur þetta í raun snúizt okkur til góðs, þrátt fyrir illan tilgang. Hefði þings­ályktunar­tillagan um að halda fyrst þjóðaratkvæða­greiðslu um umsóknarmálið verið samþykkt, þá hefði tímans vegna og illra aðstæðna (við hámark bankakrepp­unnar) verið hætt við við, að innlimunarsinnar hefðu getað náð meirihluta atkvæða við þá tillögu, jafnvel þótt nokkrum mánuðum síðar hafi verið komin meirihluta-andstaða gegn ESB-aðild, afstaða sem styrktist og hefur allar götur síðan verið meirihluta­afstaða aðspurðra kjósenda. En hefði þessi meirihluti náðst í þjóðaratkvæðagreiðslu 2009, væri aðstaða Alþingis nú erfiðari til að samþykkja þá tillögu Sigmundar Davíðs að þingið lýsi formlega yfir endalokum umsóknar að ESB.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband