Ekki er björgulegt fram undan í Evrópusambandinu, djúp evrukreppa jafnvel yfirvofandi á komandi tíð

Hag­kerfi evru­ríkj­a eru ber­skjölduð vegna skuldasöfnunar, sem og einka­fyr­ir­tæki.

"Hugs­an­legt er að næsta niður­sveifla á evru­svæðinu verði verri en sú síðasta þar sem rík­is­stjórn­ir og seðlabank­ar inn­an svæðis­ins hafa ekki leng­ur nauðsyn­leg tæki til þess að tak­ast á við nýja efna­hagskrísu að mati alþjóðlega mats­fyr­ir­tæk­is­ins Moo­dy´s.

Fyr­ir vikið verði lítið svig­rúm til þess að grípa inn í með fjár­hags­leg­um stuðningi komi til nýrr­ar niður­sveiflu. Enn frem­ur seg­ir Moo­dy's að evru­ríki með veik­b­urða hag­kerfi og mikið at­vinnu­leysi hafi gert of lítið til þess að koma á nauðsyn­leg­um um­bót­um,"

eins og hermt er á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph og frá er sagt á Mbl.is í dag. Og ekki er útlitið gott:

Á sama tíma og Evr­ópski seðlabank­inn er enn að prenta pen­inga vegna síðustu krísu hefur rík­is­stjórnum Ítal­íu, Spán­ar og Frakk­lands ekki tek­izt að lækka skuld­ir sín­ar sem neinu nemi. Ennfremur hafa mörg fyr­ir­tæki safnað skuld­um þrátt fyr­ir minnk­andi láns­traust. Það hafi verið hægt vegna mik­ils fram­boðs á ódýru láns­fé. Þau stæðu því illa að vígi.

Margrómaðir yfirburðir ESB-ríkja í vaxta- og lánamálum, sem og vegna "öflugs" Evrópsks seðlabanka, virðast þarna hæpnari en á var litið og jafnvel orðnir að snöru fyrir þessi lönd sjálf, því að endalaust varir þetta ástand ekki, og skell­ur­inn getur orðið mikill. Vill einhver kasta efnahag Íslands inn í slíkan rúllettu?

Svig­rúmið til þess að grípa til aðgerða heldur jafnvel áfram að minnka,

Meðal ann­ars vegna þess að áhrifaþætt­ir til lengri tíma gera stöðuna sí­fellt verri. Þar á meðal sí­fellt eldri íbúa­fjöldi evru­ríkj­anna.

Ekki er staðan mikið betri hjá heim­il­um á evru­svæðinu að mati Moody´s. Þau

hefðu átt erfitt með að draga úr skuld­setn­ingu sinni á sama tíma og sparnaður væri af skorn­um skammti. Fyr­ir vikið gætu þau átt erfitt með að greiða skuld­ir til baka ef vext­ir færu hækk­andi.

Ennfremur: flest bendi til "lít­ils hag­vaxt­ar á evru­svæðinu næstu árin, jafn­vel þó ekki kæmi til niður­sveiflu vegna lít­ill­ar fram­leiðniaukn­ing­ar og hækk­andi meðal­ald­urs."

Þetta bendir sízt til glæsilegs ástands fram undan. Náttúrleg fólksfjölgun á evrusvæðinu hefur stöðvazt og fer nú niður á við, enda fæðast þar víða einungis 1,3 til 1,5 börn á hverja fjölskyldu og því einboðið, að miklu minna framboð verði á nýjum vinnuafls-kynslóðum þar á næstu tveimur áratugum en fyrir aldarfjórðungi. "Lausn" að hluta til gæti fólgizt í síauknum innflutningi fólks frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Indlandi, en því fylgir bæði mikill upphafs­kostn­aður, aukið álag á menntunar­kerfi til að efla starfs- og raunar grunn­menntun fyrir allt það fólk, fyrir utan aðlögunar­vanda á báða bóga, innfæddra og aðfluttra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Næsta evrukrísa hugsanlega verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband