Endapunktur við atlögur Jóhönnu­stjórnar að stjórn­ar­skránni og full­veldi landsins

Gleðilegt má kalla, að síðasta atlaga Samfylk­ingar og leiði­tamra VG-manna að stjór­nar­skránni fór út um þúfur. Nú á miðnætti rann út bráða­birgða­heim­ild sem að vilja þeirra var skeytt við stjórnar­skrána um að hægt verði að breyta henni auðveldlega og á af­ger­andi hátt í krafti einnar snöggrar þjóðar­atkvæða­greiðslu. Allt átti þetta vita­skuld að þjóna endan­legu mark­miði hinna óþjóð­legu afla á Alþingi sem vildu koma Íslandi undir forræði Evrópu­sam­bands­ins, í krafti hinnar billegu heimildar í 111. grein tillagna hins ólög­mæta "stjórn­lagaráðs" fyrir inntöku í Evrópu­sambandið, um leið og svo var um hnútana bundið í 67. grein, að ekki væri unnt að snúa til baka frá þeirri ákvörðun með kröfu um þjóðar­atkvæða­greiðslu eins og þá, sem Bretar fengu heimild til með sínu Brexit.

En Samfylkingin hefur fengið sína refsingu í þeirri þjóðar­atkvæða­greiðslu síð­asta haust, sem þaggaði niður í þessum óþjóðlegu öflum Össurar­manna, Sig­ríðar Ingibjargar Ingadóttur, Helga Seljan og annarra sem vildu þá Babýlon­ar­herleið­ingu þjóðarinnar sem til stóð hjá þeim: að koma landinu inn í Evrópu­sambandið. Og vantrú þeirra á gamla Íslandi er öllum augljós að vera bábilja og hégilja og engan veginn í takt við marg­reyndar staðreyndir um gildi fullveldis okkar og sjálfstæðs gjaldmiðils!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband