Færsluflokkur: Bretland (UK)
17.12.2019 | 03:31
Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurstöðuna. Sérfræðingar hlynntir Breta­stjórn í þessu verða skipaðir í lávarðadeildina
Bretland hverfur úr ESB fyrir næstu janúarlok, af öllum innri markaði bandalagsins, og samningurinn sem Boris Johnson náði við ESB gengur í gildi. Viðræður um önnur samningsatriði breyta þessu ekki.
Til að tryggja framgang málsins líka í lávarðadeildinni sýna íhaldsmenn ennfremur hug sinn með þessu:
Tories to appoint Brexit supporting experts as peers in a bid to balance the ´remainiac´ House of Lords (hugtakið "Remainiacs" -- sem hefur kómískan hljóm -- eru þeir, sem enn vilja vera í ESB). En meðal þeirra, sem fá munu sæti í lávarðadeildinni, til að rétta af hlutfallið í samræmi við niðurstöðu þingkosninganna, eru lögfræðingar og sérfræðingar um alþjóðaviðskipti og umhverfismál, sem ríkisstjórnin þarf á að halda til að styðja við lagasetningu hennar til að tryggja endanlega Brexit-útkomu. Meðal tilnefndra eru Zac Goldsmith, áður þingmaður íhaldsmanna í Richmond í Surrey, en Frjálslyndir demókratar náðu af honum sætinu í kosningunum nýafstöðnu; hinn sérfróði Shanker Singham, Brexit-lögfræðingurinn Martin Howe QC og Johnny Leavesley, "a businessman who chairs the Conservatives´ Midlands Industrial Council donor group," eru og nefndir til sögunnar. Og það verður ekkert hikað við að innmúra hinn mikla sigur Brexit-manna og Íhaldsflokksins.
Hér er Boris Johnson í hópi glaðbeittra helztu stuðningsmanna sinna.
Eftirfarandi í The Telegraph er áhugavert fyrir Íslendinga sem lentu í því að kljást við ákveðinn fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga brezkan:
Jón Valur Jensson.
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2019 | 02:29
Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum; Skozki þjóðarflokkurinn stendur sig afar vel, en HRUN í fylgi Verkamannaflokksins
UMSKIPTI eru orðin í brezkum stjórnmálum. Brexit-stefnan er rækilega staðfest sem megin-áhrifavaldur, en Jeremy Corbyn hefur í því efni sem öðru gert afgerandi glappaskot; það sýður á flokksmönnum hans, talað um "borgarastyrjöld" í flokknum, fari hann ekki frá! Sú stefna hans að taka ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit 2016 féll í grýttan jarðveg, jafnvel hans eigin menn tala um að virða hafi átt þá lýðræðislegu afstöðu í stað þess að hringla með málið og ætlast til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem brezka þjóðin hafði þegar ákveðið.
Hvert eftir annað, af langtíma- öruggum kjördæmum Verkamannaflokksins (sum jafnvel nánast svo lengi sem elztu menn muna), hafa nú þegar fallið, kl. hálfþrjú að nóttu, yfirleitt komin á vald Íhaldsflokksins, en í Skotlandi til Skozka þjóðarflokksins (SNP). Einungis á einu áberandi svæði í Bretlandi, Putney, hefur frambjóðandi Verkamannaflokksins, Flair ..., aukið forskot hans verulega.
Í Wales, eins og í Englandi, var sigur Íhaldsflokkurinn mikill í ýmsum kjördæmum, en dæmi voru þess þar, að Verkamannaflokkurinn missti þingsæti án þess að Íhaldsflokkurinn bætti við sig að heitið gat, en Brexit-flokkurinn átti þar heiðurinn af því að ná umtalsverðum fjölda atkvæða frá Verkamannaflokknum.
Margir viðmælendur BBC (sem sjást á skjá Sjónvarpsins í nótt, þökk fyrir það) bera því vitni, að Gyðingaandúð Jeremys Corbyn var meðal þeirra viðburða í kosningabaráttunni, sem fældu kjósendur frá flokki hans, en nánast marxískur sósíalismi hans hafði einnig sín áhrif, jafnvel á einstaklinga og fjölskyldur sem höfðu áratugum saman komið Labour. Kona ein sagðist alltaf hafa kosið þann flokk, eins og faðir hennar, en í þetta sinn gat hún ekki kosið flokkinn vegna Corbyns, kaus m.a.s. Íhaldsflokkinn sem betri kost, en getur hins vegar hugsað sér að snúa aftur til Verkamannaflokksins, ef Corbyn lætur af forystunni.
Fyrirsögn The Times (of London) segir sína miklu sögu hér:
Exit poll points to Johnson landslide
Worst result for the Labour Party in more than 80 years
Kl. 3.00 eiga úrslit enn eftir að birtast í um 200 kjördæmum, en úrslitin komin í 227. Það er SPÁ BBC, þegar þar er komið sögu, að Íhaldsflokkurinn endi með 357 þingsæti, en Verkamannaflokkurinn með 201.
Í Richmond Park (Surrey), einu ríkasta kjördæmi Bretlands, var kjörsókn 79%, langt yfir meðaltali landsins, og þar vann frambjóðandi Frjáslyndra demókrata yfirburðasigur á frambjóðanda Íhaldsflokksins, með yfir 34.000 atkvæðum.
Jeremy Corbin var rétt í þessu (um kl.3.15) að vinna glæsilegan sigur, með ámóta atkvæðafjölda, í kjördæmi sínu North Islington, og flutti mjög vel fram setta ræðu eftir talninguna, afar vel máli farinn, en viðurkennir engin mistök (kennir frekar fjölmiðum um útkomuna!), þótt hann sjái fram á, að stefna flokksins þarfnast yfirlegu, en hann hyggst sjálfur leiða flokkinn í þeirri endurskoðun, en ætlar ekki að leiða hann í næstu kosningum.
Kl. 3.40 var tilkynnt um úrslit í kjördæmi Boris Johnson, þar sem afar margir buðu sig fram (margir með hlálega fá atkvæði, fáeina tugi), en hann vann þar með yfirburðum með 25.351 atkvæði og heldur nú ræðu sína í kjölfarið, um að hann ætli sér að "get Brexit done", og hafizt verður handa við það fyrir jól. Ennfremur vill hann bæta heilbrigðisþjónustuna, NHS.
Fleiri Skotlandsfréttir: Yfirburðasigur SNP, með líklega 53 þingsæti, en mest áður 56. Verkamannaflokkurinn missti jafnvel Glasgow til SNP. Óvæntasta kjördæmið var Eastern Dunbartonshire; þar missti leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins í öllu Bretlandi, Jo Swinson, þingsæti sitt með sáralitlum mun, fekk 19.523 atkvæði, en frambjóðandi Skozka þjóðarflokksins, Amy Callaghan, hirti það, fekk 19.672.
Ein fréttakona BBC takar réttilega um, að hin miklu umskipti í þessum kosningum birtist kannski umfram allt í aukinni þjóðernisstefnu bæði í Englandi og Skotlandi. Umskipta mun einnig sjá merki í Neðri málstofu brezka þingsins, m.a. hafa ýmsir misst þingsæti, eins og leiðtogi LibDem, áberandi norður-írskur leiðtogi líka (og sá ESB-sinnaði flokkur missti þar tvö þingsæti), og Corbyn mun ekki verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar!
Nú kl. 4.10 er verið að tala við Theresu May og hún m.a. spurð hvers vegna hún hafi misst þingmeirihlutann, en Boris Johnson hins vegar unnið mikinn þingmeirihluta! -- Hún hvetur SNP til að leita ekki eftir sjálfstæði Skotlands, heldur að vanda sig betur í innanlandsmálum þar, en í því efni hafi flokkurinn staðið sig illa á ýmsum sviðum, m.a. heilsugæzlu.
Jón Valur Jensson.
Corbyn ekki sætt ef útgönguspár rætast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2019 | 16:24
Kolbrún Bergþórsdóttir þæfist við í sínum ESB-predikunum sem ESB-sinnaður eigandi Fréttablaðsins lætur útbýta fyrir hvers manns dyr!
Makalaust er að horfa upp á einhliða leiðaraskrif hins króníska ESB-málsvara Kolbrúnar í ESB-Fréttablaðinu. Ekki minnsta viðleitni til að skilja, hvað þá virða andstöðu meiri hluta Breta við ESB-"aðildina" sem svo erfitt er að losna við í reynd (hvernig væri það þá fyrir Ísland, ef við létum narrast inn í stórveldið?!).
Ekki kemur heldur fram hjá henni í þessum nýjasta leiðara ESB-blaðsins, að brezka þingið hefur samþykkt útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, þannig að Boris Johnson hefur nú þegar unnið þann sigur í reynd, eins og Björn Bjarnason, fyrrv. mennta- og dómsmálaráðherra, rekur hér í grein sinni í gær : https://www.bjorn.is/dagbok/thingbrellur-gegn-boris-og-brexit
Björn tekur þar á þeim óvandaða fréttaflutningi ýmissa fjölmiðla (þ.á m. Rúv og "Fréttablaðsins") sem hefur tekizt að leyna því, að Johnson hefur nú þegar borið sigurorð af ESB-aðildarsinnunum í brezka þinginu í sínu Brexit-máli, og Björn vekur athygli á því, að áframhaldandi deilur og tafir þar snúast aðeins um tæknileg mál, ekki um sjálfa ákvörðunina sem nú hefur verið tekin, bókmenntafræðingnum Kolbrúnu til ómældrar gremju!
Jón Valur Jensson.
Bretar fái aðeins tveggja vikna frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt 25.10.2019 kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2019 | 11:13
Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu 31. okt. væntanlega samþykktur næstkomandi laugardag!
Boris Johnson og Juncker voru að tilkynna að tekizt hafi samningur milli ríkisstjórnar Bretlands og ESB um úrsögn Breta úr ESB 31. þ.m. Hann verður borinn undir brezka þingið nk. laugardag, til lukku vonandi, auk þess sem Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir samninginn endanlega verða borinn undir leiðtogaráð Evrópusambandsins.
Þótt ákvæði samningsins séu ekki að fullu kunn, þegar þetta er ritað, fer Juncker jákvæðum orðum um samninginn, að vilji beggja aðila til að semja hafa skilað sér, samningurinn sé sanngjarn og að tekið hafi verið tillit til óska Bretlands jafnt sem ESB. Mun Juncker hvetja leiðtogaráðið til að taka vel í samninginn. (mbl.is)
Við Íslendingar munum margir fagna því, að Bretland hverfi úr Evrópusambandinu. Það gerum við í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland.
Jón Valur Jensson.
Nýr samningur um Brexit í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2019 | 01:48
Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði virt -- RÚV ekki með á nótunum?
Í skoðanakönnun 6.-8. sept. kom fram að 54% eru hlynnt því að Brexit-niðurstaða þjóðaratkvæðisins sumarið 2016 sé virt, 25% voru því ósammála, en 21% tóku ekki afstöðu. Hér sést (í könnun fyrirtækisins ComRes fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph) að drjúgur helmingur Breta telur með Boris Johnson, "að virða eigi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í Bretlandi, þar sem meirihluti kjósenda samþykkti að landið skyldi ganga úr Evrópusambandinu" (Mbl.is).
Þegar aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, voru 68,3% sammála því að virða Brexit-niðurstöðuna, en 31,7% ósammála.
Af þeim sem kusu með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu 2016 vilja 35% nú að Bretland gangi úr sambandinu. Tæpur helmingur, eða 49%, er andvígur því að útgöngunni verði frestað frekar en 29% eru hlynnt því. Þá vilja 43% að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings ef sambandið gefi ekki eftir en 32% eru því andvíg.
Hátt í helmingur Breta, eða 44%, vill frekar yfirgefa Evrópusambandið án samnings en að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra Bretlands, en þriðjungur er á öndverðum meiði. Helmingur aðspurðra sagðist telja það ólýðræðislegt af hálfu þeirra þingmanna sem væru að reyna að koma í veg fyrir að Bretland gengi úr sambandinu í ljósi loforðs þingsins um að framkvæma niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. Rúmur fjórðungur, eða 26%, sagðist því ósammála. (Mbl.is)
Þessi býsna eindregnu viðhorf brezks almennings virðast lítt fá að njóta sín í almennum fréttaburði Ríkisútvarpsins af Brexitmálum. Ítrekað er því einnig slegið upp að varpað sé skugga á Johnson og vaktar efasemdir um heilindi hans. Iðulega er neikvæður tónninn í fréttaritara Rúv í Lundúnum, Sigrúnu Davíðsdóttur, sem virðist hallari undir álit Brussel-manna en brezkra stjórnvalda. Væri fróðlegt að fá upplýst, hve margar boðsferðir hún hefur þegið til Brussel.
Jón Valur Jensson.
Vilja að þjóðaratkvæðið verði virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2019 | 16:54
Bretar með Brexit og Boris Johnson fram yfir þingið
Brezka þingið nýtur nú mun minna trausts almennings en forsætisráðherrann Boris Johnson.
Meirihluti Breta er hlynntur því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu (Brexit) 31. október sama hvað það þýðir. Jafnvel þó það fæli í sér að breska þingið verði leyst upp til þess að koma í veg fyrir að það geti komið í veg fyrir útgöngu án samnings.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ComRes gerði fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að til greina gæti komið að senda þingið heim til þess að greiða fyrir útgöngunni. (Mbl.is)
Og hér sjáið þið að stuðningurinn við Brexit hefur aukizt, ekki minnkað:
Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort Johnson þyrfti að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu sama hvað það kostaði, þar á meðal ef það þýddi að leysa upp þingið ef þess gerðist þörf, til þess að hindra þingmenn í að stöðva útgönguna. Drjúgur helmingur, eða 54%, sögðust sammála þessu en 46% lýstu sig hins vegar ósammála. (Mbl.is)
Og ekki er traustið á þinginu beysið hjá brezkum almenningi, eftir allar tilraunir Theresu May og fimbulfambið og hringlandaháttinn með úrsagnarmálið undir hennar leiðsögn:
Einnig var spurt um afstöðu fólks til þess hvort þingið væri í meiri takti við breskan almenning en Johnson og sögðust 62% vera því ósammála en 38% sammála. Þá sögðust 88% telja þingið vera úr takti við almenning og 89% sögðust telja flesta þingmenn hunsa vilja almennings varðandi útgönguna til þess að ganga eigin erinda. (Sama heimild.)
Jón Valur Jensson.
Vilja Brexit sama hvað það kostar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2019 | 19:05
Boris Johnson sýnir skýr dæmi um að "taking back control" nýtist þjóðinni ekki sízt utan höfuðborgarinnar, með stefnu nýrrar ríkisstjórnar hans
Í ræðu hans í Manchester í dag hét hann því að auka fjárfestingar á svæðum sem kusu með Brexit og lofaði að setja fullan kraft í viðræður um fríverslunarsamninga við ríki heimsins sem myndu nýtast við útgöngu úr Evrópusambandinu. (Mbl.is)
Ennfremur:
Að taka aftur völdin [taking back control] nær ekki bara til þess að þingið endurheimti fullveldi sitt frá Evrópusambandinu, sagði forsætisráðherrann og lofaði því að auka sjálfsákvörðunarrétt á lægra stjórnsýslustigi. Þá hét hann því einnig að auka fjárfestingu í innviði. (Mbl.is)
Ennfremur kom fram í ræðunni þung áherzla á það sem við gætum kallað "jafnvægi í byggð landsins", með auknu sjálfræði byggða utan Lundúna-svæðisins og fullri virðingu fyrir arfleifð þeirra og réttindum og tækifærum til framfara og aukinnar atvinnu, en Manchester er gott dæmi um að þetta getur gerzt.
Hér er þessi skýra og snarpa ræða hans.
Álitsgjafar hafa velt því fyrir sér hvort Johnson muni kalla til kosninga í þeim tilgangi að endurheimta meirihluta Íhaldsflokksins á breska þinginu. Forsætisráðherrann sagðist algjörlega útiloka kosningar áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið. (mbl.is)
Hlustið á hinn mælska mann og áform hans um tækniframfarir á svæðum sem of lengi voru vanrækt af ráðandi stjórnmálastétt.
Jón Valur Jensson.
Gríðarleg tækifæri felast í Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt 28.7.2019 kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2019 | 01:10
Nigel Farage brosir gleitt yfir stórsigri síns nýja flokks, The Brexit Party, í ESB-kosningum (og Marine Le Pen lagði ESB-sinnaða forsetann Macron!)
Íhaldsflokkurinn fekk aðeins þrjú þingsæti (tapaði 15), með 9,2% atkvæða, og Verkamannaflokkurinn 10 (tapaði 8), er með 13,7% atkvæða, en Frjálslyndir demókratar (styðja ESB) fá 15 sæti, vinna 14, með 20,4% atkvæða.
Eins og The Times sagði um kosningaúrslitin:
Britains two main parties suffered a collapse in support last night as Nigel Farages Brexit Party headed towards a sweeping victory in the European parliament elections.
Þetta sýnir hug Breta, svo að ekki verður um villzt.
- Green 5 sæti, vinnur 3, með 12,1%
- SNP 2 sæti, áður 0, með 1,4%
- Aðrir fá 2 þingsæti, áður ekkert, með 2,8% atkvæða
- Sinn Féin 1 sæti, bætir á sig einu, með 0,6%
- Change UK fær ekkert sæti, áður ekkert, með 3,5%
- UKIP fær ekkert þingsæti, var áður með 16, fær 3,3% atkvæða
- (Heimild: Telegraph.co.uk.)
Þetta eru skilaboð brezku þjóðarinnar til húsfreyjunnar í Downing-stræti 10 og, að því er virðist, til Brussel.
Mr Farage said: There is a huge message here. The Labour and Conservative parties could learn a big lesson tonight but I dont suppose they actually will. We in the Brexit Party want to be part of the Brexit negotiation team. If we dont leave the EU on October 31, tonights results will be repeated in a general election.
The collapse of the Tory vote was matched by a dramatic slump in Labour support. (The Times)
Svona er að upplifa tortímingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2019 | 00:14
Brexit-flokkur Nigels Farage skorar hæst í skoðanakönnun um kosningar til þings Evrópusambandsins
Flokk sinn, The Brexit Party, stofnaði hann sl. föstudag, yfirgaf þar með UKIP (Brezka sjálfstæðisflokkinn) sem hann áður veitti forystu.
Flokkurinn mælist með 27% fylgi í skoðanakönnun fyrirtækisins YouGov, næst kemur Verkamannaflokkurinn með 22%, þá Íhaldsflokkurinn með 15%, Græningjar með 10%, Frjálslyndir demókratar með 9% og Breski sjálfstæðisflokkurinn með 7%.
Brexit-flokkurinn mældist með 15% fyrir helgi og Breski sjálfstæðisflokkurinn með 14%.
Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá þessu. (Mbl.is)
Þetta er hratt vaxandi gengi hjá Brexit-flokknum, úr 15 í 27% á nokkrum dögum. Á sama tíma hefur fylgi UKIP helmingazt, sem samsvarar því, að þeir hafi tapað 7% af atkvæðum kosningabærra manna. Farage segir, að öfgamenn hafi svert það vörumerki, sem UKIP hafði, og sá hann sér því þann kost væntan að stofna nýjan flokk.
Áður hafði staðið til, að Bretar tækju ekki þátt í ESB-kosningunum þar sem þeir yrðu formlega gengnir úr Evrópusambandinu áður til þeirra kæmi, en víst má telja, að af þessum ESB-kosningum verði, eftir að Theresa May samþykkti með ESB-mönnum að fresta útgöngu landsins þar til á komandi hausti.
Ekki ber þessi skoðanakönnun því vitni, að Brexit-stefnan sé óvinsæl meðal Breta, flokkur Farage er með 5% undir sameinuðu fylgi "stóru flokkanna" tveggja! Og lítt dulbúin eru þessi skilaboð til Brussel!
Jón Valur Jensson.
Brexit-flokkurinn með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2018 | 06:39
Stefna Merkel: Óþjóðlegt stórríki ESB afnemi fullveldi meðlimaríkjanna og opni á innflæði úr Afríku og Mið-Austurlöndum!
1. Ofríkisfull Merkel opinberar með ræðu sinni í Berlín* stefnuna á evrópskt stórríki á kostnað fullveldisréttinda þjóðanna. Klárlega höfðu Bretar rétt fyrir sér með Brexit!
2. "Sjálfsmorðssamningurinn" er framhald samnings EBE við arabaríki í olíukreppunni um 1972 þar sem viðskipti með olíu voru tryggð gegn leyfi fólks þaðan til að starfa í Evrópu. Nú vilja ágangssamir aðilar (m.a. múslimaríkin) í skrifstofum SÞ útvíkka þetta til slíks allsherjarleyfis sem og að viðkomandi innflytjendur gangi beint inn í full borgararéttindi í gistilöndunum!** Það væru greypileg svik við íslenzka þjóð ef stjórnvöld hér undirrita svo óbærilega afdrifaríka og gígantískt kostnaðarsama yfirlýsingu.
* Ræðuna flutti Angela Merkel ríkiskanzlari við athöfn í Adenauer-stofnuninni í Berlín í vikunni, sagði þar m.a., að þjóðþing aðildarríkja ESB ættu formlega að veita ESB yfirráð yfir ríkjum Evrópusambandsins (skv. frétt þýzka stórblaðsins Die Welt).
** Samninginn um innflæðið ("regular migration") í Evrópu stendur til að "samþykkja í Marókkó 10. des. n.k. Fjöldamörg ríki neita að skrifa undir "sjálfsmorðssamninginn", t.d. Sviss, Bandaríkin, Ísrael, Pólland, Austurríki, Eistland, Ungverjaland, Búlgaría, Tékkland og Króatía. Svíþjóð og mögulega Noregur og Ísland ætla að skrifa undir samninginn", segir Gústaf Skúlason í grein um málið, en það væri hrapalleg gjörð, sem stjórnvöld hér hafa ekkert umboð til að samþykkja.
Jón Valur Jensson.
Merkel tekur Brexit-samningnum fagnandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)