Færsluflokkur: Menning og listir
9.11.2013 | 13:32
Fréttarbóla frá Brussel
Evrópusambandið reynir nú að slá því upp, að mikil aukning verði á framlagi þar til menningarmála, 1,46 milljörðum evra verði varið til þeirra 20142020, en í raun er þetta ekki nema 9% aukning og 34 milljarðar kr. árlega, samanlagt, til allra Evrópusambandslandanna 28 og EES-landanna þriggja. Sá litli hlutur Íslands, sem þarna yrði um að ræða, yrði líka fyrst og fremst fjármagnaður af okkur sjálfum.
Vissulega munar um 9% aukningu slíkra framlaga, og yfir því gleðjast eflaust margir listamenn og rithöfundar, á sama tíma og samdráttur er hjá ESB í flestum öðrum fjárveitingum. Þetta er samt alls ekki mál, sem vegið getur þungt í áróðrinum hjá fylgjendum innlimunar Íslands í evrópska stórveldið, það veldi sem nú stefnir hraðbyri í enn meiri valdsöfnun og miðstýringu, ef vilji ráðamanna bæði þar og í Þýzkalandi (nú síðast Gerhards Schröder, fyrrv. kanzlara) nær fram að ganga, eins og miklar líkur eru til.
Jón Valur Jensson.
Auknu fé varið til menningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 10.11.2013 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2012 | 18:29
Grænir eru vesalingar, sem gera aðlögunarferli Íslands að ESB mögulegt
Ég vona, að morgunbænin hjálpi.
LEIKUR TVEIMUR SKJÖLDUM
því lengi má manninn reyna.
Gústaf Adolf Skúlason.
ESB-viðræðurnar á fulla ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 27.5.2012 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)