Færsluflokkur: Dægurmál
Nýlega fengu utanríkisráðherrarnir Erato Kozakou-Marcoullis og Össur Skarphéðinsson að vera saman á mynd fyrir fjölmiðla á Íslandi og ef til vill á Kýpur, sem nú fer með formennsku í ráðherraráði ESB.
Það drýpur gleðin af ráðamönnum Kýpur yfir að fara fyrir ráðherraráði ESB. Þetta er sú staða, sem Össur og margan íslenskan kratann dreymir um komist í. Þá er hægt að halda alls konar fundi og segja alls konar hluti á launum, sem fær sjálfan Má Seðlabankastjóra að líta út sem lágtekjumann til samanburðar.
Erato Kozakou-Marcoullis, hefur alla ástæðu til að vera glöð. Kýpverjar leita nefnilega eftir neyðaraðstoð frá björgunarsjóði evrunnar og seðlabankastjóri Kýpur telur að fjármálakerfi landsins fari á hausinn ef neyðaraðstoðin berist ekki fljótlega.
Ekki tók það mörg ár hjá Kýpur í ESB-dýrðinni að ná þessu markmiði.
Þetta er tízkan hjá ESB að betla peninga hjá neyðarsjóði evrunnar eða fara á hausinn.
Núna vill Kýpurráðherrann, að litlu löndin myndi bandalagið á kúpunni.
Íslenskir kratar geta ekki vatni haldið af hrifningu og flýtir það för þeirra að gráttunnunum í Brussel.
Eins og nýja slagorð ESB-sinna segir:
"Betra að betla í Brussel en gera handtak sjálfur."
gs
Utanríkisráðherra Kýpur í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2012 | 08:22
Makalausar upplýsingar, um ESB-viðræðustrand og upplýsingaleysi!
Hér er stórmerk grein Björns Bjarnasonar. Hans skarpa auga greinir orð Þorsteins Pálssonar í Frbl. í gær svo, að ESB-viðræðurnar virðist "strandaðar vegna ágreinings innan ríkisstjórnar," einnig að Össur feli upplýsingar um stöðu mála, haldi þeim jafnvel frá þeim sem sitja í samninganefnd Íslands. Og hann stillir Þorsteini, formanni einnar ESB-viðræðunefndarinnar, upp við vegg:
- "Ætlar hann að sitja þar áfram ef viðræðurnar eru strandaðar vegna ágreinings innan ríkisstjórnar? spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á vefsíðunni Evrópuvaktin.is. Þessu hljóti Þorsteinn að þurfa að svara og helst opinberlega.
Fulltrúar í nefndinni ekki nógu upplýstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2012 | 11:44
Nú hriktir í VG og stjórnarmeirihluti um ESB-umsókn fallinn. ÞÖGGUN ríkir hjá ritstjórn Fréttablaðsins!
Þessa menn er verið að setja í einangrun í VG: Steingrím J., Árna Þór, Björn Val og Þráin. Gegn þeim fjórum eru hinir átta þingmenn flokksins sem vilja endurskoða í grunninn ESB-umsóknina eða kasta henni fyrir róða. Allar þingkonur flokksins eru komnar í andófssveitina: Álfheiður Ingadóttir, Þuríður Backman, Lilja Rafney og Guðfríður Lilja, auk Katrínar og Svandísar, sem komust í fyrirsagnir á sannleiksleitandi fréttastofum um helgina.
Þetta eru mikil tíðindi, og um þessi mál skrifaði undirritaður rétt í þessu í ýtarlegri grein, sem hér skal vísað til: "Endurskoðunarstefnan" gagnvart Esb-umsókn styrktist mjög um helgina. Sannleiksfælið Esb-Fréttablaðið virðist ekki hafa frétt af því! -- Þetta síðastnefnda kemur til af ALGERRI ÞÖGGUN Fréttablaðsins í dag um þetta mál.
Vonandi verður þetta til þess, að við losnum við ESB-innlimunarumsóknar-óværuna af íslenzkum þjóðarlíkama og það sem allra fyrst.
Jón Valur Jensson.
Meirihluti snýst gegn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2012 | 01:11
Danir leggja á hilluna að nálgast ESB meira, fjarlægjast það frekar!
Danska ríkisstjórnin, ársgömul, er nú hætt að spá í að falla frá fyrirvörum sem Danir settu vegna aðildar sinnar að stefnumörkun ESB í mynt- og varnarmálum, lögreglu- og dómsmálum. "Þessi áform hafa nú verið lögð til hliðar vegna óróans innan ESB og vanda ríkisstjórnarinnar" (Mbl.is).
- Um er að ræða undanþágu frá þátttöku í myndbandalagi Evrópusambandsins og þar með evrunni, sameiginlegum ríkisborgararétti sambandsins, sameiginlegri varnarstefnu og samstarfi í dómsmálum.
Þetta snýst um þessar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum, sem evrókratar í Danmörku vilja losna við, þ.e. undanþágur sem veittar voru, eftir að Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum hráum í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992, en samþykktu hann síðan með fyrirvörunum 1993.
Málið er, að fari þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eins og heitið hafði verið, þegar ríkisstjórnin tók við völdum vorið 2011, þá er talið líklegast, að stjórnin muni tapa þeirri atkvæðagreiðslu, þ.e.a.s.: tillaga um að fella niður undanþágu-fyrirvarana yrði trúlega felld.
Helle, sláandi lík frúnni í Höllinni (Borgen).
"Ég held að Danir vilji helzt að meiri ró ríki í Evrópumálum áður en þeir ganga til atkvæða um þau," segir danski forsætisráðherrann Helle Thorning-Schmidt á dr.dk, vefsíðu danska ríkisútvarpsins, í viðleitni til að réttlæta sína nýju ákvörðun. Ekki minnir þetta tal hennar á gerólíkar hugmyndir Jóhönnu Sigurðardóttur um hina rósömu friðarhöfn Evrópusambandsins. En eitt með öðru er raunsæi Helle vitaskuld til marks um, hve ótryggt allt er talið þar ytra um framtíð Evrópusambands-"samstarfsins" margrómaða nú um stundir.
Um þetta er nánar fjallað í grein á hinum einkar góða vef Evropuvaktin.is: Danmörk: Áform um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-fyrirvara lögð til hliðar - spáð að Danir fjarlægist ESB enn frekar.
"Allt í eilífum vandræðum!" gætu þau verið að hugsa hér, Helle með langa nafnið og Martin með stutta nafnið Schulz, forseti ESB-þingsins í Strassborg og Brussel.
Jón Valur Jensson.
Ekki kosið í Danmörku næstu árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 23:21
Staðfestingin komin!
- Með því að fella tillögu Vigdísar Hauksdóttur um að spyrja þjóðina hvort halda ætti ferlinu áfram staðfesta þingmennirnir að ESB-umsóknin er ekki í umboði íslensku þjóðarinnar.
Frábærlega vel athugað. Margir afburðagóðir pistlar hafa birzt á Vinstrivaktinni gegn ESB, þar sem Ragnar Arnalds hefur einkum verið ötull við sín málefnalegu skrif. Lítið á þennan pistil: Haldreipi ESB-umsóknarinnar farið.
JVJ.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2012 | 16:44
Guðni Ágústsson um furðuleiki Samfylkingar
"... Hvar fiskurinn liggur undir steini vita allir landsmenn. Samfylkingin ætlar inn í Evrópusambandið og leikur marga furðuleiki til þess að ná því fram. Nú er framundan nýtt inngrip, sérstök gleðivika ESB á Íslandi (auðvitað óháð allri aðildarumsókn) svona hátíð eins og ungmennafélögin stóðu fyrir hér áður fyrr. Öðruvísi mér áður brá þegar við vinstrimenn girtum Kanana af í Miðnesheiðinni og lokuðum Kanaútvarpinu. En í þá daga vildu menn ekki inngrip í sjálfsákvörðunarrétt Íslands. Nú er öldin önnur og Össur "glaði" spyr Steingrím J. Sigfússon okkar gamla landvörslumann ekki leyfis í einu eða neinu þótt það sé nú blessaður Steingrímur einn sem ber ríkisstjórnina áfram."
Þannig ritar Guðni Ágústsson, fyrrv. alþm. og ráðherra, í grein sinni í miðopnu Morgunblaðsins í gær, miðvikudag 9. maí: Útsmoginn er Össur Skarphéðinsson. Þið takið eftir sneiðinni í lok textans: þar er bent á, að Steingrímur ber í raun ábyrgð á, að þessi ríkisstjórn haldi áfram sinni ótæpilegu meðvirkni með Evrópusambandinu, jafnvel milljóna-áróðurspakka þess; Steingrímur virðist ekki hafa meiri sjálfsaga og stolt en svo, að hann leyfir utanríkisráðherranum komast upp með hvað sem er.
Guðni segir þarna meðal annars: "Nú er aðeins ein fyrirstaða í ríkisstjórninni eftir í ESB-ferlinu það er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra." -- Hvetja má menn til að lesa skrif Guðna um Evrópusambandsmál í Morgunblaðinu (sbr. yfirlit hér). Ofangreindar tilvitnanir eru birtar hér með góðfúslegu leyfi höfundar. JVJ.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)