Færsluflokkur: Spaugilegt

Frétt af "Viðreisn" : komið í ljós hver stofnandinn var!

Þetta sést í pistli dagsins í Morg­un­blaði þessa þriðju­dags til þraut­ar: Undir hann ritar nákvæm­lega þessi: "Höfundur er stærð­fræð­ingur og stofn­andi Við­reisn­ar." Já, sá er maður­inn og heitir Bene­dikt Jóhannes­son. Þá er alveg á hreinu, að "Viðreisn" með sínu stolna nafni var ekki stofnuð til að stuðla hér að gegnsæi og umbótum, heldur til að drösla Íslend­ingum inn í erlent stórríki aflóga ný­lendu­velda, Evrópu­sambandið, því að það var áhugamál Bene­dikts þessa, hans ær og kýr alveg frá því að hann mundi eftir sér. En nú er hann orðinn stór og er þá ekki aðeins samur við sig, heldur svolítið móðgaður yfir því að hafa verið sviptur formennsku í flokki þessum, raunar mest með eigin verkum, en sleppum því, nú var þó að minnsta kosti komið að því, að hann skyldi opinbera það, hver stofnandinn var, og það var vitaskuld enginn annar en ESB-Benedikt sjálfur, vesgú og verði ykkur að góðu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Jón Ingi leiðir Viðreisn í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband