Frétt af "Viðreisn" : komið í ljós hver stofnandinn var!

Þetta sést í pistli dagsins í Morg­un­blaði þessa þriðju­dags til þraut­ar: Undir hann ritar nákvæm­lega þessi: "Höfundur er stærð­fræð­ingur og stofn­andi Við­reisn­ar." Já, sá er maður­inn og heitir Bene­dikt Jóhannes­son. Þá er alveg á hreinu, að "Viðreisn" með sínu stolna nafni var ekki stofnuð til að stuðla hér að gegnsæi og umbótum, heldur til að drösla Íslend­ingum inn í erlent stórríki aflóga ný­lendu­velda, Evrópu­sambandið, því að það var áhugamál Bene­dikts þessa, hans ær og kýr alveg frá því að hann mundi eftir sér. En nú er hann orðinn stór og er þá ekki aðeins samur við sig, heldur svolítið móðgaður yfir því að hafa verið sviptur formennsku í flokki þessum, raunar mest með eigin verkum, en sleppum því, nú var þó að minnsta kosti komið að því, að hann skyldi opinbera það, hver stofnandinn var, og það var vitaskuld enginn annar en ESB-Benedikt sjálfur, vesgú og verði ykkur að góðu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Jón Ingi leiðir Viðreisn í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Valur þetta er líklega alveg á hreinu enda ESB með klærnar hér ennþá og meira að segja las ég ensk grein um að Soros er líka með klærnar hér og eigi töluvert af fasteignum. Hún er reyndar skrifuð á léttúðlegan hátt en það er svo margt eins og t.d að Íslendingar eru að segja sig úr Kirkjunni.

Valdimar Samúelsson, 18.4.2018 kl. 19:11

2 Smámynd: Valur Arnarson

Þetta Viðreisnar lið er náttúrulega kexruglað. Nú ætla þau að reyna að stuðla að því með klækjum að afsala fullveldi okkar yfir orkuauðlindum landsins til ESB (takið eftir minnisblaðinu sem Steini Briem vísar á í fyrstu athugasemd við færslunni - og ótrúlegri túlkun lögfræðings þar á tilskipuninni):

Þorgerður Katrín og orkustefna ESB

Valur Arnarson, 18.4.2018 kl. 21:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Man ekki til að það hafi verið nokkur leynd yfir því.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2018 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband