Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurstöðuna. Sérfræð­ingar hlynntir Breta­stjórn í þessu verða skipaðir í lávarðadeildina

 

Bretland hverfur úr ESB fyrir næstu janúarlok, af öllum innri markaði bandalagsins, og samn­ingurinn sem Boris Johnson náði við ESB gengur í gildi. Við­ræð­ur um önnur samnings­atriði breyta þessu ekki.

Til að tryggja framgang málsins líka í lávarðadeildinni sýna íhaldsmenn ennfremur hug sinn með þessu:

Tories to appoint Brexit supporting experts as peers in a bid to balance the ´remainiac´ House of Lords  (hugtakið "Remainiacs" -- sem hefur kómískan hljóm -- eru þeir, sem enn vilja vera í ESB). En meðal þeirra, sem fá munu sæti í lávarðadeildinni, til að rétta af hlutfallið í samræmi við niðurstöðu þingkosninganna, eru lögfræðingar og sérfræðingar um alþjóðaviðskipti og umhverfismál, sem ríkisstjórnin þarf á að halda til að styðja við lagasetningu hennar til að tryggja endanlega Brexit-útkomu. Meðal tilnefndra eru Zac Goldsmith, áður þingmaður íhaldsmanna í Richmond í Surrey, en Frjálslyndir demókratar náðu af honum sætinu í kosningunum nýafstöðnu; hinn sérfróði Shanker Singham, Brexit-lögfræðingurinn Martin Howe QC og Johnny Leavesley, "a businessman who chairs the Conservatives´ Midlands Industrial Council donor group," eru og nefndir til sögunnar. Og það verður ekkert hikað við að innmúra hinn mikla sigur Brexit-manna og Íhaldsflokksins.

  Premium-grein þar.
 

 

Hér er Boris Johnson í hópi glaðbeittra helztu stuðningsmanna sinna.

 

Eftirfarandi í The Telegraph er áhugavert fyrir Íslendinga sem lentu í því að kljást við ákveðinn fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga brezkan:

Jón Valur Jensson.


FÁKEPPNI í fjölmiðlun: ESB-maðurinn Helgi Magnússon, sem á Fréttablaðið, vill bæta á sig DV og dv.is!!

Samkeppniseftirlitið á ekki að láta hann komast upp með þetta!

Hann á nú þegar Frétta­blaðið, ræður þar ríkjum, með ESB-trú­boði, gegn full­veldi Íslands, og með annarri augljósri hlut­drægni "frétta­manna" (m.a. gegn Mið­flokknum og Vigdísi Hauks­dóttur).

Helgi á ekki að fá opinbert leyfi til þess sem hann ætlar sér nú: að kaupa bæði DV og vefmiðil þess, dv.is (sem miðlað er til af Eyjunni)!

Samkeppniseftirlitið afsannar gildi sitt, ef það lætur undan þessari freklegu fákeppnis-tilraun Helga Magnússonar!

Sjá nánar hér:

Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnús­sonar, ESB-innlimunarsinna; og af samherjum hans

   

Jón Valur Jensson.


mbl.is Torg kaupir eignir Frjálsrar fjölmiðlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum; Skozki þjóðarflokkurinn stendur sig afar vel, en HRUN í fylgi Verkamannaflokksins

UMSKIPTI eru orðin í brezkum stjórnmálum. Brexit-stefnan er rækilega staðfest sem megin-áhrifa­valdur, en Jeremy Corbyn hefur í því efni sem öðru gert afger­andi glappa­skot; það sýður á flokks­mönnum hans, talað um "borg­ara­styrjöld" í flokkn­um, fari hann ekki frá! Sú stefna hans að taka ekki mark á þjóð­ar­atkvæða­greiðsl­unni um Brexit 2016 féll í grýttan jarðveg, jafnvel hans eigin menn tala um að virða hafi átt þá lýðræðis­legu afstöðu í stað þess að hringla með málið og ætlast til nýrrar þjóð­ar­atkvæða­greiðsl­u um það sem brezka þjóðin hafði þegar ákveðið.

Hvert eftir annað, af langtíma- öruggum kjör­dæmum Verka­manna­flokksins (sum jafnvel nánast svo lengi sem elztu menn muna), hafa nú þegar fallið, kl. hálfþrjú að nóttu, yfir­leitt komin á vald Íhalds­flokksins, en í Skotlandi til Skozka þjóðar­flokksins (SNP). Ein­ungis á einu áberandi svæði í Bretlandi, Putney, hefur fram­bjóð­andi Verka­manna­flokksins, Flair ..., aukið forskot hans verulega.

Í Wales, eins og í Englandi, var sigur Íhaldsflokkurinn mikill í ýmsum kjördæmum, en dæmi voru þess þar, að Verka­manna­flokkurinn missti þingsæti án þess að Íhaldsflokkurinn bætti við sig að heitið gat, en Brexit-flokkurinn átti þar heiðurinn af því að ná umtals­verðum fjölda atkvæða frá Verka­manna­flokknum.

Margir viðmælendur BBC (sem sjást á skjá Sjónvarpsins í nótt, þökk fyrir það) bera því vitni, að Gyðinga­andúð Jeremys Corbyn var meðal þeirra viðburða í kosninga­barátt­unni, sem fældu kjósendur frá flokki hans, en nánast marxískur sósíalismi hans hafði einnig sín áhrif, jafnvel á einstaklinga og fjöl­skyldur sem höfðu áratugum saman komið Labour. Kona ein sagðist alltaf hafa kosið þann flokk, eins og faðir hennar, en í þetta sinn gat hún ekki kosið flokkinn vegna Corbyns, kaus m.a.s. Íhaldsflokkinn sem betri kost, en getur hins vegar hugsað sér að snúa aftur til Verka­manna­flokksins, ef Corbyn lætur af forystunni.

Fyrirsögn The Times (of London) segir sína miklu sögu hér: 

Exit poll points to Johnson landslide

Worst result for the Labour Party in more than 80 years

Kl. 3.00 eiga úrslit enn eftir að birtast í um 200 kjör­dæmum, en úrslitin komin í 227. Það er SPÁ BBC, þegar þar er komið sögu, að Íhalds­flokkurinn endi með 357 þingsæti, en Verka­manna­flokkurinn með 201. 

Í Richmond Park (Surrey), einu ríkasta kjördæmi Bretlands, var kjörsókn 79%, langt yfir meðaltali landsins, og þar vann fram­bjóðandi Frjáslyndra demókrata yfirburða­sigur á frambjóð­anda Íhalds­flokksins, með yfir 34.000 atkvæðum.

Jeremy Corbin var rétt í þessu (um kl.3.15) að vinna glæsilegan sigur, með ámóta atkvæðafjölda, í kjördæmi sínu North Islington, og flutti mjög vel fram setta ræðu eftir talninguna, afar vel máli farinn, en viðurkennir engin mistök (kennir frekar fjölmiðum um útkomuna!), þótt hann sjái fram á, að stefna flokksins þarfnast yfirlegu, en hann hyggst sjálfur leiða flokkinn í þeirri endurskoðun, en ætlar ekki að leiða hann í næstu kosningum.

Kl. 3.40 var tilkynnt um úrslit í kjördæmi Boris Johnson, þar sem afar margir buðu sig fram (margir með hlálega fá atkvæði, fáeina tugi), en hann vann þar með yfirburðum með 25.351 atkvæði og heldur nú ræðu sína í kjölfarið, um að hann ætli sér að "get Brexit done", og hafizt verður handa við það fyrir jól. Ennfremur vill hann bæta heilbrigðisþjónustuna, NHS.

Fleiri Skotlandsfréttir: Yfirburðasigur SNP, með líklega 53 þingsæti, en mest áður 56. Verkamanna­flokkur­inn missti jafnvel Glasgow til SNP. Óvæntasta kjördæmið var Eastern Dun­bar­ton­shire; þar missti leiðtogi Frjálslynda demókrata­flokksins í öllu Bretlandi, Jo Swinson, þingsæti sitt með sáralitlum mun, fekk 19.523 atkvæði, en frambjóðandi Skozka þjóðar­flokksins, Amy Callaghan, hirti það, fekk 19.672.

Ein fréttakona BBC takar réttilega um, að hin miklu umskipti í þessum kosningum birtist kannski umfram allt í aukinni þjóðern­is­stefnu bæði í Englandi og Skotlandi. Umskipta mun einnig sjá merki í Neðri málstofu brezka þingsins, m.a. hafa ýmsir misst þingsæti, eins og leiðtogi LibDem, áberandi norður-írskur leiðtogi líka (og sá ESB-sinnaði flokkur missti þar tvö þingsæti), og Corbyn mun ekki verða leiðtogi stjórnar­andstöðunnar!

Nú kl. 4.10 er verið að tala við Theresu May og hún m.a. spurð hvers vegna hún hafi misst þingmeirihlutann, en Boris Johnson hins vegar unnið mikinn þingmeirihluta! -- Hún hvetur SNP til að leita ekki eftir sjálfstæði Skotlands, heldur að vanda sig betur í innanlandsmálum þar, en í því efni hafi flokkurinn staðið sig illa á ýmsum sviðum, m.a. heilsugæzlu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Corbyn ekki sætt ef útgönguspár rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband