Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017

Hvimleitt er að sjá fullveldissölu-málflutning ESB-manna

Vesalings Ole Anton ESB-maður í Frétta­blaðinu ef hann trúir sjálfur sínu ein­hliða og ein­hæfa sefj­un­ar­hjali sem hefur það fyrir mark­mið að koma Íslandi undir klafa Evr­ópu­sam­bandsins. Þetta verður ekki síðasta grein hans, en hvergi víkur hann að þeirri staðreynd, að öll æðstu og ráðandi löggjaf­armál yfir landi okkar yrðu þá í höndum valdstofnana ESB: framkvæmdastjórnarinnar í Brussel og ESB-þingsins í Strassborg og Brussel, en allt vald í úrskurðarmálum um löggjöf, ef miklíð kemur upp milli aðildarlands og ESB, yrði í höndum ESB-dómstólsins í Lúxemborg –– þess hins sama sem haustið 2008 átti fulltrúa í þeim ESB-gerð­a­rdómi sem úrskurðaði, að íslenzka ríkið skyldi borga Icesave-skuldir einka­bank­ans Landsbankans! Í þeim gerðardómi sátu einnig fulltrúar framkvæmda­stjórnar ESB (the European Commission) og Seðlabanka Evrópu –– allt stofnanir sem Ole Anton, Þorvaldur Gylfason, Benedikt Jóhannesson, Þorgerður Katrín og Samfylkingin vilja að Ísland lúti sem einn af fylgihnöttum ESB!

Jón Valur Jensson.


Juncker karlinn lentur í vand­ræðum vegna síma­hlerana, efsta frétt The Times

The Times (of London) segir frá þessu í morgun: 

Jean-Claude Juncker, the president of the European Commission, faces allegations his officials while under oath presented inaccurate information during an illegal wiretap case. A criminal inquiry was launched last week as Mr Juncker met Theresa May for Brexit talks in Brussels.
Judge drags Juncker into scandal over wiretapping [símahlerun]
The president of the European Commission is embroiled in [flæktur í] a new criminal investigation into claims that "tampered" evidence [gögn sem átt hefur verið við] misled an inquiry into phone-tapping
Read the full story >

jvj skráði


Fráleit uppgjöf stjórnar­flokk­anna fyrir fullveld­is­andstæðum flokkum birtist í eftir­gjöf á formennsku í stjórnsýslu- og eftir­litsnefnd

Formennskuna fær Sam­fylk­ing­in í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fyrstu tvö árin og Pírat­ar næstu tvö ár (þeir ætla að skipt­ast á nefnd­ar­for­mennsku á miðju kjör­tíma­bil­inu, þar og í velferðar­nefnd). Stjórnarskráin er eitt helzta málefni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar. 

Samfylkingin hefur margítrekað vegið að fullveldis­ákvæðum stjórn­ar­skrárinnar, bæði með ESB-umsókninni ógildu og með moldvörpu­starfsemi sinni með ólög­mætum tilbúningi "stjórnlagaráðs" og meðferð tillagna þess á Alþingi. Þar gegndi Samfylkingarkonan Valgerður Bjarna­dóttir einu lykilhlutverkinu sem formaður þessarar stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefndar, ekki hvað sízt með því að leggjast gegn því, að kjósendur yrðu spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, hvort þeir væru samþykkir ákvæðum 111. og 67. greina tillagnanna um full­veldisréttindi landsins og rétt landsmanna til að kalla eftir þjóðar­atkvæða­greiðslu um uppsögn ESB-aðildar­samnings.

Allur er ferill þessara mála með eindæmum og var m.a. ástæða þess, að ein­ungis 48,4% kjósenda tóku þátt í nefndri þjóðaratkvæða­greiðslu 20. okt. 2012.

Aðkoma núverandi stjórnarflokka að þessu máli í dag, með því að gefa fullveld­is­andstæðum flokkum eftir for­mennskuna í stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefnd, verður að teljast í ljótasta lagi á Alþingi, og er þá allmikið sagt. Aðild að ríkisstjórninni eiga tveir flokkar, sem báðir segjast andstæðir aðild að Evrópu­sambandinu, auk Vinstri grænna, sem hafa svikið landsmenn herfilega í því máli og tala með tillögum "stjórnlagaráðs"[1] -- en með þessari linkind gagnvart Samfylk­ingunni og hinum engu skárri Pírötum birtist það ljóslega, að meirihluta­vilji í flokkunum þremur fær ekki að ráða í þessu máli, heldur hafa foringjar flokk­anna talið eft­ir­gjöfina í lagi, og beinir það einkum sjónum að áður svikulum Bjarna forsæt­is­ráðherra í þessu ESB-máli. Hann skrifaði fyrir þónokkrum árum Morgun­blaðs­grein með félaga sínum Illuga Gunnarssyni, þar sem næsta ljóslega var verið að mæla með inntöku landsins í Evrópu­sambandið. Ennfremur hefur Bjarni alls ekki staðið sig við það verkefni, sem fyrir liggur, að Alþingi þarf að gera ský­lausa samþykkt þar sem Össurarumsóknin ólögmæta um inngöngu í þetta trölla­bandalag er formlega dregin til baka. Umsóknina þá er ekki lengur að finna í sumum skúffum í gljáhöllunum í Brussel, en hins vegar í öðrum skúffum þar, og vitað er af þeim landráðahug Samfylkingar að ætla sér að ítreka formlegt gildi þeirrar umsóknar.

Og nú stendur Bjarni ekki á verðinum fyrir fullveldið -- enn einu sinni!

[1] Það var einmitt klaufinn Valgerður Bjarna­dóttir, sem viðurkenndi það í útvarps­viðtali, að "stjórn­lagaráð" var ekki með umboð frá þjóðinni -- gerði það ekki með svo berum orðum, heldur með því að nefna ráðið "nefnd Alþingis", eins og það raunar er; og hefði mátt fylgja sú athugasemd, að nefndarskipanin sú var ólögleg: gekk þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlaga­þing (sem hafa skyldi þjóðarumboð, ekki alþingis­umboð!) og það hlutverk þess fyrir­hugaða þings að endurskoða stjórnarskrána.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Taka að sér nefndaformennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband