Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Verður tyrknesk ESB-aðild leið margra til að breiða út hryðjuverk í Evrópu?

Illt er í efni í Evrópusambandinu, ef Tyrkjastjórn tekst að fá þar "aðild". Nýjasta frétt af Erdogan er sú, að hann segir flóttamenn kunna að fá þar ríkis­borg­ara­rétt, 2,7 milljónir sýrlenzkra! Þeir yrðu því ásamt tæp­lega 80 milljónum Tyrkja full­gildir ESB-borg­arar með ferða-, dvalar- og atvinnu­frelsi um stóran hluta Evrópu, ef Erdogan verður að ósk sinni um aðild að Evrópu­sambandinu, en honum var einmitt gefinn ádráttur um það þegar samningarnir dýrkeyptu og fáránlegu voru gerðir milli Brusselvaldsins og Tyrklands um flótta­manna­vandann.

Án efa hafa margir fylgismenn hryðjuverka­samtaka laumazt með flótta­mönnum til Tyrklands eða eiga eftir að gera það. Ráðamenn í Berlín og Brussel hafa samt flotið sofandi að feigðarósi í þessum málum öllum.

Óvíst er enn um framgang þessarar hugmyndar Erdogans, sjá um það frétt Rúv, en óneitanlega gæti hún reynzt hættuleg öryggi Evrópubúa, þ.m.t. Íslendinga.

Jón Valur Jensson.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband