Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

ESB-menn fá sérmeðferð hjá Fréttastofu Rúv

Athygli vakti undirritaðs, að í há­degis­fréttum Rúv var Vil­hjálmi Þor­steins­syni, gjald­kera Sam­fylk­ing­ar, gef­ið sér­stakt færi á að tala gegn krón­unni og með Evr­ópu­sam­band­inu. Ólíkt harðri at­sókn Frétta­stofu Rúv gegn for­sætis­ráð­herra o.fl. ráð­herr­um fekk Vilhjálmur (sem er frændi undir­ritaðs og aðal­eigandi CCP) algera sérmeðferð hjá Rúv: hann þurfti ekki að sitja undir hvössum spurn­ingum frétta­manns, þurfti ekki að mæta í viðtal og heldur ekki að sitja undir algengum ummælum Rúv-manna um ýmsan annan þessar vikurnar: "hann/hún gaf ekki færi á viðtali við frétta­stofuna." –Já, vitaskuld fá meiri háttar tals­menn Evrópu­sambandsins sérmeðferð hjá þessari hlut­drægu Fréttastofu Rúv.

Ólíkt þessari aðferð meintra fréttamanna sagði þó sjálfur Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vegna þessa máls við mbl.is í gær, að það sam­rýmd­ist ekki því að gegna trúnaðar­störf­um fyr­ir Sam­fylk­ing­una að tengj­ast fé­lög­um í skatta­skjól­um, flokk­ur­inn hefði tekið af­ger­andi af­stöðu gegn slíku. 

Vilhjálmur gerir lítið úr muninum á tekjuskattinum, sem hann greiðir í Lúx­emborg miðað við Ísland (það muni 1,84%), en Páll Vilhjálmsson blm. hefur annað og ekki síður athyglisvert sjónarhorn á málið:

Græðir á Íslandi, greiðir lága skatta í Lúx

Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylk­ingar stundar at­vinnu­starfsemi á Íslandi en sækir í skattaskjólið í Lúxembúrg, sem Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri ESB bjó til handa auðmönnum.

Ólíkt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stundar Vilhjálmur atvinnustarfsemi hér á landi. Arðurinn er skattlagður í Lúx og kemur ekki til samneyslunnar hér á landi.

Skattaskjólið í Lúxembúrg er skálkaskjól, enda lágskattastefnan, sem Juncker bjó til, handa auðmönnum í ESB-ríkjum sem öðrum.

Fróðlegt – en ekki tíundað í "Ríkisútvarpinu"!

Jón Valur Jensson.

mbl.is Aflandsfélagið ekkert leyndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meintir fréttamenn misnota Rúv til hatramms áróðurs sem er til skammar fyrir lýðveldið gagnvart bandalagsríkjum

Fréttastofa Rúv (FRúv) kallar rík­is­stjórn þessa manns og þriggja ann­arra banda­lagsríkja okk­ar í NATO "öfga­full­ar fas­ista­stjórn­ir"! Skyldi FRúv leið­ast að heyra hann segja sann­leik­ann um ESB-stefn­una í mál­efnum Evr­ópu? Samkv. hvaða mæli­kvarða ríkis­starfs­manna Rúv eru ríkis­stjórnir Ung­verja­lands, Pól­lands, Tékk­lands og Slóvakíu "öfgafullar fasistastjórnir"? Og er það þá satt, að alls engir íslenzkir öfga­menn á launum hjá þjóðinni misnoti Rúv til pólitísks áróðurs?

 

Hér er að finna ræðu Viktors Orban og neðar útdrátt úr henni á myndbandi með neðanmálstextum á ensku. Meðal þess, sem hann talar um þarna, er þetta:

02:15 It is forbidden to say that in Brussels they are concocting schemes
02:19 to transport foreigners here as quickly as possible and to settle them here among us.
02:26 It is forbidden to point out that the purpose of settling people here
02:30 is to reshape the religious and cultural landscape of Europe, and to reengineer its ethnic foundations.
02:39 — thereby eliminating the last barrier to internationalism: the nation-states.
02:46 It is forbidden to say that Brussels is now stealthily devouring more
02:51 and more slices of our national sovereignty,
02:55 and that in Brussels many are now making a plan for a United States of Europe —
03:01 for which no one has ever given authorisation.

Það ætti ekki að vera nein goðgá að ræða þessi mál, hvað sem mönnum kann að finnast um þau, og Orban, forsætisráðherra Ungverja, verður ekki ákærður fyrir fasisma að tala með þeim hætti, sem hann gerði hér, sbr. myndbandið hér neðst með útdrætti úr ræðu hans (enskir textar fylgja).

Jón Magnússon hrl., fyrrv. alþm., hefur á Moggabloggsíðu sinni skrifað harða, en sanngjarna gagnrýni á Fréttastofu Rúv fyrir það tiltæki að ráðast með óbótaskömmum á ríkisstjórnir fjögurra bandalags­ríkja okkar. Hann ritar m.a.:

Móðgun við bandalagsríki

Eftir að hafa hlustað á kvöldfréttir RÚV í gær þá var mér meira en nóg boðið. Ríkisfréttastofan á Íslandi kallar ríkisstjórnir fjögurra banda­lags­ríkja okkar í EES og NATO öfga- og fasista­stjórnir. Við skulum vona að fólk erlendis sé eins og hér almennt hætt að taka mark á frétta­flutningi RÚV.

Stjórnmálaflokkurinn AfD (Alternativ für Deutschland) sem vann afgerandi kosningasigur í Þýskalandi í gær er kallaður öfgaflokkur af fréttastofu RÚV.

Ég kynnti mér hvernig fréttamiðlar í okkar heimshluta skýra frá þessum hlutum. Af virtum dagblöðum og fréttamiðlum á Norður­lönd­unum, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum er hvergi að finna að AfD sé kallaður öfga­flokkur. Þá er hvergi að finna að þessir frétta­miðlar leyfi sér að kalla ríkis­stjórnir Póllands, Slóvakíu, Tékk­lands og Ungverja­lands öfga­fullar fasista­stjórnir eins og RÚV gerir. [...]

Stjórnendur RÚV verða að átta sig á að þeir bera ábyrgð á frétta­flutningi stofnunarinnar. Fréttir eiga að vera hlutlægar og sannar. Fréttamaðurinn sem ber ábyrgð á fréttinni um fasísku öfga­stjórnirnar í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Ungverja­landi er ekki starfi sínu vaxinn og það er stjórnandi frétta­útsend­ingarinnar ekki heldur.

Hvað svo með að móðga fjórar lýðræðisþjóðir, bandalags­þjóðir Íslands? Er það bara allt í lagi að bullukollast með stjórnarfar í þeim löndum eins og fréttamenn RÚV og sterti­mennið Eiríkur Bergmann gerðu í gærkvöldi? Varðar það engum viður­lögum innan RÚV eða eiganda þess að standa sig ekki í starfi og segja hlust­endum ósatt eða hagræða sannleik­anum í fréttatímum?"

Við orð J.M. má bæta: 

Þetta ótrúlega tilfelli, að fjögur bandalagsríki okkar í NATO eru á Rúv að ósekju sögð vera undir "öfgafullum fasistastjórnum", er fullt tilefni fyrir útvarps­stjóra og útvarps­ráð (og jafnvel, ef annað þrýtur, fyrir mennta­mála­ráðherrann og Alþingi) til að kalla eftir rannsókn á vinnu­brögðum frétta­stofunnar og einstakra frétta­manna og hreinsa þar síðan til, ef niður­staða rannsókn­arinnar mælir ótvírætt með slíkri lausn mála.

Fréttastofu Rúv ber undanbragðalaust að standa undir lagaskyldu sinni til hlut­lægs frétta­flutnings, sannsögli og óhlutdrægni.

Ríkisstjórnin eða utanríkisráðherra ætti ennfremur að biðja ríkisstjórnir eða sendi­fulltrúa ríkjanna fjögurra, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands, opinberlega afsökunar á þessari fullkomnu móðgun og grófu misnotkun ríkisfjölmiðilsins.

 
Hér á eftir fer svo útdráttur úr helztu áherzlum í ræðu Viktors Orban. Við í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland tökum sem slík enga afstöðu til hinna einstöku áherzlu­atriða þessa ráð­herra, gefum aðeins landsmönnum tækifæri til að dæma um þau fyrir sjálfa sig, en sem fyrr segir virðist óhlýðni þessa ráð­herra við boðaða stefnu ESB-manna í Brussel, sem og gagnrýni hans á þá, meðal líklegra ástæðna þess, að á hann og reyndar fleiri lýðkjörna ríkja­leiðtoga innan Evrópu­sambands­ins skuli vera ráðizt með svo óbil­gjörnum hætti í ríkis­fjölmiðli Lýðveldisins Íslands. En fjarri fer því, að Frétta­stofu Rúv hafi verið falið eitthvert úrskurðar-dómsáfellis­vald um stjórnmál og samband lands okkar við önnur lýðræðisríki.

Jón Valur Jensson.


Jón Baldvin Hannibalsson afhuga Evrópu­samband­inu: "Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brenn­andi hús!"

"Þegar ég horfi á Evrópu núna sé ég Evrópu­samband sem er nánast í sjálfs­morðs­leið­angri ... og allt þar í rugli. Frammistaða ESB núna sýnir algert póli­tískt forystu­leysi, alltaf viðbrögð eftir á og skammar­lega lítil­mennsku. Við göngum ekki inn í brenn­andi hús núna. Slökkvið fyrst eldana,“ sagði Jón Baldvin Hanni­bals­son, fyrr­verandi utan­ríkis­ráðherra, í viðtali á Morgunvaktinni á Rúv í morgun, en hann hefur endur­skoðað afstöðu sína til aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu. Þar sé allt í rugli.

Rúv segir frá þessu á vef sínum og birtir þar viðtal Óðins Jónssonar við hann. Gefum Jóni Baldvin sjálfum orðið:

„Hér talar maður sem var harðvítugasti talsmaður þess að við eftir hrun gengjum í samfélag lýðræðis­ríkja, Evrópusambandið. Ég hef endurskoðað þá afstöðu. Einfald­lega vegna þess að þegar ég horfi á Evrópu, þá sé ég Evrópusamband sem er nánast í sjálfsmorðsleiðangri vegna þess að pólitíska forystan hefur algjörlega brugðist - og það er kreppa eftir kreppu eftir kreppu. Peninga­samstarfið er byggt á röngum grunni og stenst ekki. Það mun ekki standast nýtt áhlaup", sagði Jón Baldvin.

Já, hann skefur ekki af því, eftir að hafa fylgzt með þessu stórvelda­banda­lagi sem hann áður dáði!

„Sú stefna sem Evrópu­sambandið hefur rekið undir forystu Merkel gagnvart þeim þjóðum sem fóru verst út úr hruninu (þá er ég að tala um Grikkland, Kýpur, Íberíu­skagann, Írland) er rugl! Tómt efna­hags­legt rugl! Og ekki boðleg. Og síðan, frammistaða Evrópu­sambandsins gagnvart þeirri áraun sem fylgja flótta­manna­hrær­ingum um allan heim sýnir algjört pólitískt forystuleysi, alltaf viðbrögð við atburðum eftir á og í þessum málum skammarlega lítil­mennsku“. – Er Jón Baldvin Hannibalsson með öðrum orðum ekki lengur fylgjandi því að Ísland gerist aðili að Evrópu­samband­inu? – „Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brennandi hús“.

Í staðinn eigum við að "koma okkar eigin húsi í lag og búa okkur undir það síðar meir að geta verið þjóð meðal þjóða."

Hér mega ESB-innlimunar­sinnar strjúka svitann af enninu, reyna að jafna sig og hlusta á yfirveguð orð þessa fyrrv. formanns Alþýðu­flokksins, eins harðasta tals­manns þess að Ísland sækti um aðild að Evrópu­sambandinu, því að ...

Jón Baldvin tekur þó fram að fram­tíðar­sýnin sé óbreytt, að vera í nánu sam­bandi við aðrar lýðræðisþjóðir, sérstak­lega á Norður­löndum og við Eystrasalt, en hann sé pólitískur raunsæis­maður. „Við göngum ekki inn í brennandi hús núna. Slökkvið fyrst eldana.“ 

Fátt um jafnaðarmenn nú orðið, en "vofa fasismans gengur ljósum logum um Evrópu"

Hann sagðist sjá núna tvo jafnaðarmenn í heim­inum: Annar væri "hans heilag­leiki páfinn" Franz, en hinn Bernie Sanders, fram­bjóðandi í Demókrata­flokknum til embættis forseta Bandaríkjanna.

Hann segist hræddur við margt í samtímanum, að þetta geti farið til verri vegar: "Ég er skíthræddur, alltsvo: vofa fasismans gengur ljósum logum um Evrópu." Hann hafi ekki búizt við, að þetta gæti átt sér stað árið 2016, hann sé ekki alvitur! Og síðan fylgdu orð hans um Evrópusambandið, þau sem tilfærð hafa verið hér ofar!

Jón Valur Jensson tíndi saman.


mbl.is Svíþjóðardemókratar styðja Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviss verður ekki lengur umsóknarland að Evrópusambandinu

Á sama tíma og aðeins 5% Svisslendinga vilja ganga í ESB, samþykkir þingið þar með 126 at­kvæðum gegn 46 þings­álykt­un­ar­til­lögu um að um­sókn Sviss um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði dreg­in til baka. Þessi formlega afgreiðsla neðri deildar þingsins er fagnaðarefni og ætti að vera okkur Íslendingum til fyrirmyndar um það, sem gjöra ber, enda er nú líka lag til þess, með gömlu Icesave-flokkana tvo að nálgast það að vera í útrýmingarhættu!

Áður höfðu sviss­nesk­ir kjós­end­ur hafnað aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 1992.

Og takið eftir þessu:

Haft er eft­ir Didier Burk­halter, ut­an­rík­is­ráðherra Sviss, á frétta­vef sviss­nesku sjón­varps­stöðvar­inn­ar SRF, að um­sókn­in hefði raun þegar glatað gildi sínu og Sviss væri ekki á lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir um­sókn­ar­ríki. Þings­álykt­un­in væri fyr­ir vikið óþörf. [Svissneski þingmaðurinn Lukas] Reimann [flutningsmaður tillögunnar] seg­ir hins veg­ar í frétt­inni nauðsyn­legt að hafa skýr­ar lín­ur í þess­um efn­um. Vegna um­sókn­ar­inn­ar hafi Evr­ópu­sam­bandið ekki litið á Sviss sem sjálf­stætt og full­valda ríki. Á vefsíðu Rei­manns seg­ir að um­sókn­in hafi staðið Sviss fyr­ir þrif­um í sam­skipt­um og samn­ingaviðræðum við sam­bandið. (Mbl.is)

Þetta var þó ekki endanleg afgreiðsla málsins, því að þings­álykt­un­ar­til­lag­an fer næst til efri deild­ar sviss­neska þings­ins, verður tek­in fyr­ir þar í júní.

Þingmaðurinn Reimann var í viðtali við Morgunblaðið vegna málsins og taldi þar

... nær eng­ar lík­ur á öðru en að til­lag­an verði samþykkt þar líka. Verði sú raun­in fell­ur í hlut rík­is­stjórn­ar Sviss að fram­kvæma vilja þings­ins og draga um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið form­lega til baka. Fram kem­ur á vefsíðu Rei­manns að sam­kvæmt skoðana­könn­un­um vilji aðeins 5% Sviss­lend­inga ganga í sam­bandið.

Eins og segir á vef Heimssýnar í dag: Það ætti að vera hægðarleikur fyrir íslenska þingið að koma í kjölfarið. Það er ekki nokkur minnsta ástæða til að hafa þetta hvimleiða mál hangandi yfir okkur áratugum saman.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB-umsókn Sviss verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband