Bloggfćrslur mánađarins, desember 2014
28.12.2014 | 03:08
Mađur ársins í Bretlandi er Nigel Farage, segir virtasta blađ landsins
Hann er leiđtogi Brezka sjálfstćđisflokksins (UKIP) sem hefur stóraukiđ fylgi sitt á ţessu ári og á nú fulltrúa í House of Commons.
- Helsta stefnumál flokksins er ađ Bretar yfirgefi Evrópusambandiđ en flokkurinn hefur einnig kallađ eftir strangari innflytjendalöggjöf. (Mbl.is)
Ađ The Times hefur útnefnt Farage sem mann ársins, er mikil tíđindi og góđ fyrir ţá, sem vilja stefna frá Evrópusambandinu fremur en inn í ţađ.
Farage er einn skemmtilegasti og litríkasti frambjóđandinn í Bretandi:
Kostulega góđar eru rćđur hans á ESB-ţinginu í Strassborg og Brussel. Og ţađ er alltaf stutt í léttleikann og gamansemina, rétt eins og snilldar-skarpleikann. "I must be big I now need bodyguards!" voru orđ hans eftir góđan árangur í kosningum voriđ 2013 > http://www.thesundaytimes.co.uk/sto/news/Politics/article1265163.ece
Hér komast menn í ýmis myndbönd međ honum:
https://www.youtube.com/results?search_query=Nigel+Farage
Jón Valur Jensson.
Nigel Farage mađur ársins | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2014 | 01:27
Enn hafnar yfirgnćfandi meirihluti Norđmanna inngöngu í Evrópusambandiđ
Tvćr nýjar kannanir stađfesta ţetta. Í könnun Verdens Gang eru 72% ţeirra, sem afstöđu tóku, andvíg, en 28% hlynnt inngöngu. Í annarri fyrir dagblađiđ Nationen eru 74% á móti inngöngu í ESB, en 16,8% henni hlynnt.
- "Fram kemur í fréttinni [frá Verdens Gang] ađ meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokkanna sem sćti eiga á norska ţinginu hafni inngöngu í sambandiđ."
Gleđilegt ađ Norđmenn eru glađvakandi í ţessum efnum og láta ekki seiđa sig inn í Brussel-björgin, ţótt margir svikulir í stjórnmálastéttinni megi naumast vatni halda af hrifningu yfir öllu stórveldisapparatinu og háu laununum hjá starfsmönnum ţess í Brussel. jvj.
Norđmenn andvígir inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2014 | 01:34
Góđ samkoma Heimssýnarfólks
Góđur var fundurinn í Heimssýn, samtökum sjálfstćđissinna í Evrópumálum, ađ kveldi 1. desember, og er full ástćđa til ađ hvetja sem flesta til ađ sćkja ţćr öflugu samkomur. Dr. Atli Harđarson flutti ađalerindi kvöldsins, einnig töluđu Jón Bjarnason og Halldóra Hjaltadóttir, auk ţriggja söngsveita sem héldu uppi afar góđri stemmingu sem endađi loks međ fjöldasöng. Fríar veitingar voru á stađnum ađ vanda. Ţollý Rósmundsdóttir var fundarstjóri og ađalskipuleggjandi ţessarar samkomu sem tókst međ ţvílíkum ágćtum. jvj.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2014 | 01:06
Hylling 1. desember, í ljóđi eftir Jón frá Ljárskógum
F U L L V E L D I Đ T V Í T U G T
Hann gnćfir úr daganna fábreyttu fylking
fullur af gleđi, bjartur af sól
1. desember fagnađardagur
fátćkrar ţjóđar viđ norđurpól.
Í dag er bjart yfir byggđum Íslands.
Hver barmur svellur af djarfri ţrá,
og vonanna glćstu svanir svífa
á sólgeislavćngjum um loftin blá.
Hann er heiđur á svip, ţessi hátíđisdagur,
svo ađ hugirnir fyllast af sumaryl,
hann ljómar sem viti í skammdegisskugga,
hann skín eins og leiftur í vetrarins byl,
hann er ráđning á fólksins fegursta draumi
um framtíđargiftu ţjóđar og lands,
hann er langţreyđ fullnćging frelsisţránni,
sem felst í brjósti hvers íslenzks manns.
Í dag er horft yfir sögunnar síđur:
ţar sviptast um völdin húm og skin
og ýmist leikur ţar ćđandi stórhríđ
eđa angandi vorblćr um frónskan hlyn.
Ţar skiptast á glađir og tregandi töfrar
hins talađa orđs og hins slungna ljóđs
og ţar eru líka letrađir kaflar
logandi feiknstöfum elds og blóđs.
Ţar lítum vér baráttu lítillar ţjóđar
viđ lífskjör, sem oft voru döpur og ströng
í styrjöld viđ eldgos, hafís og hríđar,
hungur og klćđleysi, nauđir og ţröng,
fólk, sem í barnslegri fávizku seldi
frelsis síns dýrgrip erlendri hönd,
fólk, sem örmagna í fjötrum stundi,
en fékk ekki slitiđ harđstjórans bönd.
Í dag er hún hyllt, hin frćkna fylking,
svo framgjörn, svo djörf, svo íturglćst,
sem undir frelsisins merkjum mćttist,
og menningu Íslands lyfti hćst.
Ţessi heiđríki dagur geislandi gleđi,
sem gaf oss hin liđna tíđ í arf,
er helgađur ţessum hetjum Íslands
í hljóđri ţökk fyrir unniđ starf.
Hann gnćfir úr daganna fábreyttu fylking
fullur af gleđi, bjartur af sól
1. desember fagnađardagur
fátćkrar ţjóđar viđ norđurpól.
Ţá sameinast reynslunnar alda-arfur
viđ ćskunnar stoltu fyrirheit
og kynslóđir mćtast í handtaki hlýju
frá hafi til hafs í borg og sveit.
Jón Jónsson frá Ljárskógum var fćddur 28. marz 1914 og lézt ađeins 31 árs ađ aldri á Vífilsstöđum 7. október 1945. Ljóđ ţetta er úr bók hans Gamlar syndir og nýjar, Reykjavík: Helgafell, 1947, en fyrri bók hans var Syngiđ strengir, Rvík 1941. Ţjóđkunnur var hann ekki ađeins af ljóđum sínum, heldur og af söng sínum í MA-kvartettinum ástsćla, en stúdent var hann frá Menntaskólanum á Akureyri (1934), var um tíma viđ nám í guđfrćđideild Háskóla Íslands og kennari viđ gagnfrćđaskólann á Ísafirđi einn vetur, en varđ ađ lúta í lćgra haldi fyrir berklaveikinni. Aldarafmćlis hans var minnzt í Búđardal í marz síđastliđnum. Kona hans var Jónína Kristín Kristjánsdóttir frá Ísafirđi og sonur ţeirra Hilmar Bragi meistarakokkur. Ţetta ljóđ er birt hér međ góđfúslegu leyfi hans, og er okkur á Fullveldisvaktinni mikill heiđur ađ ţví. JVJ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)