Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Evran verður gjaldmiðill Letta þrátt fyrir beina andstöðu þjóðarinnar - Fréttaflutningur Rúv ámælisverður

Fréttamaður Rúv leyndi þjóðina því nú í hádeginu, að 60% Letta eru beinlínis andvíg upptöku evrunnar í nýrri skoðanakönnun skv. frétt AFP, en hafa engin völd til að koma í veg fyrir, að í dag verður evran formlega gjaldmiðill Lettlands. Fréttamaðurinn, Kristján Róbert Kristjánsson, sagði frá því, að Lettar hefðu nú tekið upp evruna, en steinþagði um andstöðu lettnesku þjóðarinnar! Er þetta eitt margra dæma um ESB-auðsveipni Fréttastofu Ríkisútvarpsins, og er mál að linni.

Með inngöngu í Evrópusambandið fyrir tæpum áratug urðu Lettar skuldbundnir til að taka upp evru þegar efnahagsleg skilyrði þess hefðu verið uppfyllt.

  • Stjórnvöld í Lettlandi hafa lagt mikla áherslu á að uppfylla skilyrðin sem meðal annars hafa falið í sér að tryggja að gengi latsins, gjaldmiðli landsins, væri haldið innan ákveðinna vikmarka frá gengi evrunnar. Það hefur meðal annars haft í för með sér miklar launalækkanir, þar sem ekki hefur verið hægt að fella gengi gjaldmiðilsins. (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Og nú fá Lettar að þola áframhaldandi tilraunastarfsemi með þennan nýja, varhugaverða gjaldmiðil sem er rétt kominn á fermingaraldur, en hefur þegar haft stórskaðleg áhrif á fjárhag ýmissa ESB-þjóða.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti Letta vill ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband