Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Gamall DV-ritstjóri sigar ungu fólki út á vonlítinn vinnumarkað ESB

Jónas Kristjánsson lét mikinn yfir því á vef sínum (og ESB-Fréttablaðið endurbirti) að ungt fólk á Íslandi ætti að fara til ESB að fá sér vinnu. Veit hann ekki af 26 millj. manna atvinnuleysi þar? Meðal ungs fólks er það 24,4% á evrusvæðinu, en 23,7% í ESB öllu hjá þeim ungu. Glæsilegt að fara þangað í atvinnuleit eða hitt þó heldur!

En til Noregs, sem er hvorki á evrusvæðinu né í Evrópusambandinu, hafa menn héðan getað sótt í mikla vinnu, og nú fær Jónas Kristjánsson að klóra sér rækilega í kollinum.

JVJ.


mbl.is Aldrei fleiri án vinnu á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband