17.12.2019 | 03:31
Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurstöðuna. Sérfræðingar hlynntir Breta­stjórn í þessu verða skipaðir í lávarðadeildina
Bretland hverfur úr ESB fyrir næstu janúarlok, af öllum innri markaði bandalagsins, og samningurinn sem Boris Johnson náði við ESB gengur í gildi. Viðræður um önnur samningsatriði breyta þessu ekki.
Til að tryggja framgang málsins líka í lávarðadeildinni sýna íhaldsmenn ennfremur hug sinn með þessu:
Tories to appoint Brexit supporting experts as peers in a bid to balance the ´remainiac´ House of Lords (hugtakið "Remainiacs" -- sem hefur kómískan hljóm -- eru þeir, sem enn vilja vera í ESB). En meðal þeirra, sem fá munu sæti í lávarðadeildinni, til að rétta af hlutfallið í samræmi við niðurstöðu þingkosninganna, eru lögfræðingar og sérfræðingar um alþjóðaviðskipti og umhverfismál, sem ríkisstjórnin þarf á að halda til að styðja við lagasetningu hennar til að tryggja endanlega Brexit-útkomu. Meðal tilnefndra eru Zac Goldsmith, áður þingmaður íhaldsmanna í Richmond í Surrey, en Frjálslyndir demókratar náðu af honum sætinu í kosningunum nýafstöðnu; hinn sérfróði Shanker Singham, Brexit-lögfræðingurinn Martin Howe QC og Johnny Leavesley, "a businessman who chairs the Conservatives´ Midlands Industrial Council donor group," eru og nefndir til sögunnar. Og það verður ekkert hikað við að innmúra hinn mikla sigur Brexit-manna og Íhaldsflokksins.
Hér er Boris Johnson í hópi glaðbeittra helztu stuðningsmanna sinna.
Eftirfarandi í The Telegraph er áhugavert fyrir Íslendinga sem lentu í því að kljást við ákveðinn fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga brezkan:
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Bretland (UK) | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.