Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnús­sonar, ESB-innlimunarsinna; og af samherjum hans

Meðan blaðið var að hálfu eign eigin­konu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar (ESB-sinna), en annarra að auki, var ástandið annað, en breytt­ist með kaupum Helga Magn­ús­sonar á hálfu hluta­fénu. Nú hefur hann keypt það allt!

Baráttumaður er Helgi fyrir inn­göngu Ís­lands í Evrópu­sambandið. Hann var m.a. kosinn í framkvæmdaráð samtakanna "Já Ísland" sem valið var á aðal­fundi 30. september 2015. Þau samtök hafa barizt fyrir inngöngu Íslands í ESB. 

Það er einkar fróðlegt að sjá listann um framkvæmdaráð "Já Ísland" og hverjir eru eða voru félagar Helga þar.* 

 

* Meðal fulltrúa í framkvæmdaráði "Já Ísland" má nefna eftirfarandi áberandi aðila í stjórnmálum, viðskiptum og á fleiri sviðum þjóðlífsins:

Andrés Pétursson, verkefnastjóri hjá Rannís, hefur oft talað fyrir ESB.
Albertína Elíasdóttir, þá verkefnastjóri atvinnumála Akureyri, nú þingkona Samfylkingar og var ákafur talsmaður þriðja orkupakkans.
Árni Björn Guðjónsson, húsgagnasmíðameistari
Árni Zophoniasson, eigandi Miðlunar ehf.
Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur, bróðursonur Jóns Baldvins; fyrrv. blm. Fréttablaðsins.
Baldur Dýrfjörð, forstöðumaður (fv.starfsm.Samfylk.?)
Baldur Þórhallsson, prófessor, styrkþegi Evrópusambandsins.
Baldvin Jónsson, viðskiptafræðingur
Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur
Bjarni Þór Sigurðsson, verkefnastjóri og varaformaður VR
Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður
Bolli Héðinsson, hagfræðingur
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur, samfylkingarkona.
Brynhildur Pétursdóttir, þáv. alþm., nú frkvstj. Neytendasamtakanna.
Davíð Stefánsson, þá ráðgjafi, síðar ritstjóri Fréttablaðsins, er það enn.
Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur, fv. forstj. Varnarmálastofnunar og frkvstj. Kirkjuþings, form. utanríkismálanefndar Viðreisnar 2016.
Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, fv. fréttam., bróðir Þórólfs prófessors.
G. Valdimar Valdemarsson, kerfisfræðingur.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri, maður Helgu Völu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður, vinsæll söngvari
Guðjón Sigurbjartsson, frkvstj., hefur skrifað margar áróðursgreinar fyrir ESB í Morgunblaðið og Fréttablaðið og beitt sér innan Sjálfstæðisflokksins.
Guðmundur Gunnarsson, fv. formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Guðmundur Steingrímsson, fyrrv. alþingismaður Framnsóknarflokks og síðan Samfylkingar, nú Fréttablaðspenni.
Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, fv. forsetaframbjóðandi, ekkja Ólafs Hannibalssonar.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor.
Hanna Katrín Friðriksson, fv. blm. Mbl., nú alþm. "Viðreisnar".
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur, nú þingkona Samfylkingar.
Helgi Jóhann Hauksson, stjórnmálafræðingur.
Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri, nú 100% eigandi Fréttablaðsins
Helgi Pétursson, tónlistarmaður.
Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP
Hörður Unnsteinsson, stjórnmálafræðingur
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, fv. skólastjóri.
Katrín Júlíusdóttir, fv. alþingism. og fv. varaform. Samfylkingar
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, form. SVÞ
Oddný G. Harðardóttir, alþingism., fv. ráðherra og form. Samfylkingarinnar
Óttarr Ólafur Proppé, fv. alþingismaður.
Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur
Pawel Bartoszek, stærðfræðingur, nú borgarfulltrúi Viðreisnar.
Pétur J. Eiríksson, hagfræðingur.
Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, aðgerðakona mikil, var í framboði til Alþingis fyrir Samfylkinguna 2016.
Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur, stjórnarformaður Stika.
Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur, fv. blm. á Fréttablaðinu 
Sveinn Hannesson, frkvstj. Gámaþjónustunnar, framarlega í röðum atvinnurekenda.
Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur, reit blaðagreinar með ESB-inngöngu.
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrv. alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fjárfestir.
Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull, forstj. CCP, sat í "stjórnlagaráði".
Vilmundur Jósefsson, fv. formaður Samtaka atvinnulífsins.
Þorkell Helgason, fv. orkumálastjóri, sat í "stjórnlagaráði"
Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra.

Ýmsir í þessum hópi voru beintengdir við Áfram-hópinn svokallaða, sem barðist af hörku fyrir því, að Íslendingar skyldu borga kröfur Breta og Hollendinga til ríkissjóðs okkar vegna Icesave-málsins!

Meðal formanna "Já Ísland" hafa verið Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi alþm. og ráðherra, sömuleiðis fyrrv. formaður "Viðreisnar" og mikill stuðnings­maður Icesave-svika­samn­inganna, og Jón Steindór Valdimars­son (kosinn form. í sept. 2014), var í framboði til Stjórnlagaþings 2010, en náði ekki kjöri, nú alþingismaður Viðreisnar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Helgi eignast Fréttablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Þakka þér fyrir þessa upptalningu Jón Valur, þarna er framfara sinnað og vel gefið fólk á listanum. Maður hefur ekki áhyggjur af framtíð Íslands ef þetta fólk fær sínu framgengt.

Helgi Rúnar Jónsson, 18.10.2019 kl. 23:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er þeim mun fremur alvörumál og ástæða fyrir þjóðfrelsisvini til að vera varir um sig, þegar vel gefnir menn láta tælast í samtök innlimunarsinna eins og þessi öfugmælasamtök "Já Ísland". 

Hér var ekki verið að gera lítið úr því fólki vitsmunalega séð, sem tilheyrt hefur þeim samtökum. En áhyggjur hef ég af því fólki að gera sig berskjaldað fyrir fegrandi ESB-áróðri innan þess félags, gylliboðum og öðru sem fylgt getur í kjölfarið. Áróðurinn lýtur kannski einkum að þrennu:

    • Að dregin sé upp lokkandi mynd af "ESB-aðild", hún á allan hátt fegruð og látið sem hún horfi til mestu framfara og víðsýnis og blessunar og myndi gefa mikið af sér fyrir þjóðina!

    • Að þagað sé um fjölmarga vankanta á "ESB-aðild" eða gert lítið úr þeim. "Aðildarsinnar" nefna t.d. nánast aldrei þá staðreynd, að skv. sjálfum inntökusáttmálum (accession treaties) allra nýrra ESB-ríkja eru þau þar með að afsala sér öllu æðsta og ráðandi löggjafarvaldi til löggjafarstofnana ESB og úrskurðarvaldinu um ágreiningsmál og túlkun ESB-tilskipana til ESB-dómstólsins í Lúxemborg. Hvenær sem landslög eða regional law ríkjanna rekst á ESB-löggjöf eða reglugerðir, þá skulu ESB-reglurnar öllu ráða, það er einfaldlega princípið sem tekið er fram strax í byrjun í hverjum inntökusáttmála.  Og í 2. lagi er það líka meginmál, sem ESB-sinnar þegja helzt um, að fiskveiðilögsaga Íslands yrði ekki lengur okkar, heldur að mjög verulegu leyti Evrópusambandsins! -- sem og laga- og reglugerðastýring veiðiréttinda og veiðihátta, allt niður í möskvastærð neta og tímabundnar lokanir veiðisvæða!

    • En hitt er, í samanburði, undarlega gildur þáttur í áróðursstarfi ESB-innlimunarsinna, að gera sem minnst úr málflutningi fullveldissina og þjóðfrelsisvina, þ.e.a.s. að varnir þeirra og þjóðerniskennd er afbökuð og reynt að gera hana ýmist hlægilega, þröngsýna og heimskulga (jafnvel með billegum torfkofa- og sauðskinnsskóla-athugasemdum sem margoft hefur verið fleygt fram í ESB-Fréttablaðinu, ekki sízt í daglega smáskæruþættinum Frá degi til dags) eða með því að gera afstöðu þjóðelskandi fullveldisvina beinlínis að öfgaþjóðernisstefnu í ætt við nazisma! Og þetta er ekki aðeins hugmynda-skæruhernaður, heldur hefur það einnig tekið á sig mynd persónulegrar rætni og að leggja suma þekkta menn beinlínis í einelti mánuðum og árum saman. Það hefur t.d. verið gert í Fréttablaðinu gagnvart mönnum eins og Jóni Bjarnasyni, fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Vigdísi Hauksdóttur, fv. alþm. (nú borgarfulltrúa), Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrv. utanríkisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, meðan hann var óbreyttur þingmaður, Höskuldi Þórhallssyni og jafnvel Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, -- allt þar til sumir þessara einstaklinga (eins og sérstaklega Gunnar Bragi eftir Úkraínuferð hans og meðvirkni hans með viðskiptabanni við Rússland) urðu ESB-sinnum þókknanlegri, þá var allt í einu hætt að áreita þá!

    Jón Valur Jensson, 19.10.2019 kl. 00:19

    3 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Hér átti vitaskuld að standa (um 3. liðinn):

    ... ýmist hlægilega, þröngsýna og heimskulega (jafnvel með billegum torfkofa- og sauðskinnsskóa-athugasemdum ...

    Jón Valur Jensson, 19.10.2019 kl. 00:25

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband