Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna sem formann, hallan fyrr og síðar undir evrópska stórveldið

Fylgishrun flokksins hefur blasað við og nokkuð ljóst að það tengist formanninum, sem tvívegis gekk þvert gegn stefnu landsfunda, fyrst í Icesave-máli, svo orkupakkans. Skoði menn áhuga BB á ESB-aðild 2008, rennur kannski upp ljós fyrir mörgum, að í raun slái hjarta hans með Brussel-elítunni og útópíum hennar fremur en kappsamri þjóð þessa harðbýla lands.

Í Vísisgreininni Bjarni og Illugi vilja aðildarviðræður við ESB kemur þessi mikli áhugi hans og samherjans Illuga Gunnarssonar næsta skýrt í ljós. 13. desember 2008 lýstu þeir í Fréttablaðinu yfir þeim vilja sínum "að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið [!!!] og að innganga í sambandið [!!!] verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Þetta er alls ekki stefna Sjálfstæðisflokksins og hefur aldrei verið! En Bjarna hefur tekizt að koma sér þar svo þægilega fyrir, að hann hefur þar greinilega öll tögl og hagldir og getur brotið niður mótstöðu með því augljóslega að kúga samflokksmenn sína á þingi til að beygja sig jafnan fyrir stefnu hans, hver sem hún er.

Sem betur fer tókst, með miklu grasrótarstarfi meðal almennings og með órofa samstöðu þáverandi forseta Íslands, að hrinda Icesave-atlögu vinstri stjórnar Jóhönnu og bandamanna hennar í leiðitömum fylgishópi Bjarna Ben. í Sjálfstæðisflokknum 2009-2011. En þegar komið var fram á árið 2019 var fylgispektin við Bjarna í þingflokknum orðin nær alger í orkupakkamálinu, og hafa margir flokksmenn greinlega kosið fremur að styðja Miðflokkinn.

En undir kraumar bullandi óánægja. Það eru aðeins örfáir dagar síðan Jón Gunnarsson alþm. undirstrikaði óánægju sína svo skýrt, að hann kvaðst jafnvel reiðubúinn að hætta að verja ríkisstjórnina vegna einhliða ofverndunar hins umboðslausa umhverfisráðherra á stórum hlutum landsins. En vitað er einnig, að Jón hefur verið meðal fleiri óánægðra þingmanna með áberandi forræðishyggju Bjarna Ben. í málefnum flokks og ríkisstjórnar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón nei! Hann hefur alltaf fylgt Bjarna Ben á þeim fundum sem ég hef sótt í Kópavogi og annarsstaðar

 hefði viljað sjá hann gera alvöru í því að styðja ekki stjòrnina vegna stjòrnvaldsaðgerða umhverfisràðherra; nei það get ég hengt mig upp á að gerist aldrei,þeir mala endalaust Ómark.

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2019 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband