Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði virt -- RÚV ekki með á nótunum?

Í skoðana­könn­un­ 6.-8. sept­. kom fram að 54% eru hlynnt því að Brexit-niðurstaða þjóðar­at­kvæðis­ins sum­arið 2016 sé virt, 25% voru því ósam­mála, en 21% tóku ekki af­stöðu. Hér sést (í könnun fyr­ir­tæk­isins Com­Res fyr­ir breska dag­blaðið Daily Tel­egraph) að drjúgur helm­ing­ur Breta tel­ur með Boris Johnson, "að virða eigi niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar sem fram fór í Bretlandi, þar sem meiri­hluti kjós­enda samþykkti að landið skyldi ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu" (Mbl.is).

Þegar aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, voru 68,3% sammála því að virða Brexit-niðurstöðuna, en 31,7% ósammála.

Af þeim sem kusu með áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu 2016 vilja 35% nú að Bret­land gangi úr sam­band­inu. Tæp­ur helm­ing­ur, eða 49%, er and­víg­ur því að út­göng­unni verði frestað frek­ar en 29% eru hlynnt því. Þá vilja 43% að Bret­ar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings ef sam­bandið gefi ekki eft­ir en 32% eru því and­víg.

Hátt í helm­ing­ur Breta, eða 44%, vill frek­ar yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið án samn­ings en að Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, verði næsti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, en þriðjung­ur er á önd­verðum meiði. Helm­ing­ur aðspurðra sagðist telja það ólýðræðis­legt af hálfu þeirra þing­manna sem væru að reyna að koma í veg fyr­ir að Bret­land gengi úr sam­band­inu í ljósi lof­orðs þings­ins um að fram­kvæma niður­stöðu þjóðar­at­kvæðis­ins. Rúm­ur fjórðung­ur, eða 26%, sagðist því ósam­mála. (Mbl.is)

Þessi býsna eindregnu viðhorf brezks almennings virðast lítt fá að njóta sín í almennum frétta­burði Ríkisútvarps­ins af Brexitmál­um. Ítrekað er því einnig slegið upp ­að varpað sé skugga á Johnson og vaktar efasemdir um heilindi hans. Iðulega er nei­kvæður tónninn í fréttaritara Rúv í Lundúnum, Sigrúnu Davíðs­dóttur, sem virðist hallari undir álit Brussel-manna en brezkra stjórn­valda. Væri fróðlegt að fá upplýst, hve margar boðsferðir hún hefur þegið til Brussel.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja að þjóðaratkvæðið verði virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já það er spurning, hvað hefur fréttaritari RÚV í Lundúnum þegið frá ESB ? Fé og sporslur er þar alltaf í boði fyrir þá sem eru auðsveipir og til í að breiða út fagnaðarboðskapinn ?

Gunnlaugur I., 13.9.2019 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband