Logi Már Einarsson kvartar yfir heimsókn Pence, varaforseta Bandaríkjanna, en unir vel við heimsókn Angelu Merkel

Ekki leyfir "Kjarninn" fólki að komast betur að kjarna máls með því að opna á umræður um "frétt" sína af við­horfum Loga. Hann mun áfram stefna í fár­án­legum til­raunum að mæla með innlimum lands okkar í Evrópu­sambandið og að leggja áþján allra orku­pakk­anna á þjóð­ina, þrátt fyrir aug­ljósa stöðn­un sem ríkir í ESB, með 0,2% hagvöxt (10,5 sinnum minni en í Banda­ríkjunum, en við með 6,9% hagvöxt á hverju einasta ári að meðaltali 2009-2017) og mikið atvinnuleysi í ESB-ríkjum (ungmenna allt upp í 40%).

 

Myndaniðurstaða fyrir Merkel Pence
Mike Pence hitti Angelu Merkel að máli. Mynd: The Times of Israel
 

Logi ætti að huga að því, eins og Angela Merkel, að víkja úr sessi í stað þess að þenja sig í utanríkis­málum. En miðað við fordóma hans er ekki undarlegt að hann átti sig engan veginn á mikilvægi heimsóknar Pence varaforseta (þeirri sem undirritaður færði hér í tal; en þar tala ég í eigin nafni, ekki þeirra samtaka sem reka þessa vefsíðu, Fullveldisvaktina).

JVJ.


mbl.is Pence til Íslands 3. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband