13.8.2019 | 16:54
Bretar með Brexit og Boris Johnson fram yfir þingið
Brezka þingið nýtur nú mun minna trausts almennings en forsætisráðherrann Boris Johnson.
Meirihluti Breta er hlynntur því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu (Brexit) 31. október sama hvað það þýðir. Jafnvel þó það fæli í sér að breska þingið verði leyst upp til þess að koma í veg fyrir að það geti komið í veg fyrir útgöngu án samnings.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ComRes gerði fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að til greina gæti komið að senda þingið heim til þess að greiða fyrir útgöngunni. (Mbl.is)
Og hér sjáið þið að stuðningurinn við Brexit hefur aukizt, ekki minnkað:
Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort Johnson þyrfti að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu sama hvað það kostaði, þar á meðal ef það þýddi að leysa upp þingið ef þess gerðist þörf, til þess að hindra þingmenn í að stöðva útgönguna. Drjúgur helmingur, eða 54%, sögðust sammála þessu en 46% lýstu sig hins vegar ósammála. (Mbl.is)
Og ekki er traustið á þinginu beysið hjá brezkum almenningi, eftir allar tilraunir Theresu May og fimbulfambið og hringlandaháttinn með úrsagnarmálið undir hennar leiðsögn:
Einnig var spurt um afstöðu fólks til þess hvort þingið væri í meiri takti við breskan almenning en Johnson og sögðust 62% vera því ósammála en 38% sammála. Þá sögðust 88% telja þingið vera úr takti við almenning og 89% sögðust telja flesta þingmenn hunsa vilja almennings varðandi útgönguna til þess að ganga eigin erinda. (Sama heimild.)
Jón Valur Jensson.
Vilja Brexit sama hvað það kostar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bretland (UK) | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Athugasemdir
Það er orðið nauðsynlegt, vegna sjálfstæðis þjóðarinnar að segja EES samningnum upp, ekki seinna en í gær. Þetta NASISTABANDALAG, sem gengur undir dulnefninu ESB, til að blekkja almenning svo ekki vitnist hverjir standi raunverulega á bak við sambandið, er við það að ná "tangarhaldi" á okkur með lygum og undirferli eins og með allt annað sem ESB læsir klónum í.........
Jóhann Elíasson, 13.8.2019 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.