"Erum að taka rosalega áhættu" með innflutningi kjöts

„Frysting takmarkar smit meðan kjötið er frosið en bakt­er­íurnar lifna við þegar kjötið þiðnar í kjöt­borð­inu eða á heim­ilum lands­manna," segir Vilhjálmur Ari Arason, sérfr. í sýklalyfja­notkun barna og útbreiðslu sýkla­ónæmra baktería. Hann segir frystingu kjöts litlu breyta um raun­verulega smithættu á sýkla­lyfja­ónæmum bakteríum til landsins, í viðtals­greininni „Erum að taka rosalega áhættu“, í Bændablaðinu.

Þar fjallar hann m.a. um hræsni í rökum talsmanna óhefts innflutnings kjöts.

Vilhjálmur á sæti í sóttvarnarráði sem hefur áður sent frá sér ályktun þess efnis að það eigi að fara varlega í innflutning á hráum matvörum. Sérstaklega eggjum og kjöti vegna hugsan­legra matar­eitrunar­baktería og dýrasjúkdóma, en einnig algengrar náttúru­legrar flóru baktería sem erfitt er að forðast og meðhöndla sýkingar sem þær geta valdið og þegar þær eru orðnar sýklalyfja­ónæmar. (Sama grein.)

Upplýsandi er öll hans umræða:

"Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisstarfsfólks sem glöggt þekkir til málsins. Sumir nefna að við komumst auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En þar borðum við yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur jafnóðum, þótt vissulega sé hætta í einhverjum tilvikum á að bakteríurnar berist með okkur eða erlendu ferðafólki til landsins.

Hrátt kjöt getur hins vegar borið mikið magn baktería á yfirborði sínu sem auðveldlega getur borist í líkamsflóruna okkar úr því.

Samkvæmt lýðheilsusjónarmiðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöt sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast enn þá hér á landi.“ (Leturbr. undirritaðs.)

Auk nefndra sérfræðistarfa Vilhjálms Ara er hann sérfræðingur í heimilis­lækningum.

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Höldum okkar þing undir berum himni á Þingvöllum þegar hlýnar í veðri.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2019 kl. 04:16

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kjötið er nú oftast eldað reyndar, og þá drepast bakteríurnar.

Það sem ég skil ekki er hvers vegna allt þetta vesen yfir innflutningi á ófrosnu kjöti ef frystingin breytir engu.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2019 kl. 11:35

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er algert glapræði að vera að taka óþarfa áhættu með innflutningi á erlendum landbúnaðarvörum vitandi að slíkt hefur valdið skaða. Ýmsir tala íslenskan landbúnað niður og tala um að hann sé niðurgreiddur, en vilja á sama tíma flytja inn niðurgreiddar erlendar landbúnaðarvörur.

Hver er munurinn á erlendum niðurgreiddum landbúnaðarvörum eða íslenskum, nema hvað að íslenskar landbúnaðarvörur eru betri ef eitthvað er. Þar að auki og ekki síður mikilvægt, en það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Það má ekkert útaf bregða af náttúrunnar völdum eða manna völdum s.s. þegar kreppa kemur til með að geysa í Evrópu þá getur ýmislegt komið upp sem trufla mun flutning vara til landsins. En með innflutningi á landbúnaðarvörum erlendis frá er verið að vega að þeim íslenska.

Það má ýmislegt gera til að bæta íslenskan landbúnað og ég tala nú ekki um að bæta hag bænda sem alltaf verða útundan þegar að hækkunum vara þeirra kemur, milliliðirnir taka megnið til sín. Gera ætti bændum kleift að sjá sjálfir um heimaslátrun og selja beint til neitenda og/eða til verslana.

Umfram allt, ef við viljum sjá heill þjóðar okkar þá verðum við að hlúa að því sem íslenskt er, annars er hætta á að illa muni fara fyrir okkur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.2.2019 kl. 15:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skýt hér aðeins einu að: Við mættum gjarnan vera okkur meira meðvituð um hættuna á því, að kjarnorkuvetur skelli yfir þjóðir heims, ef fullt stríð brýst út milli Indlands og Pakistans, sbr. Einar Björn Bjarnason hér: 

Eitt lauflétt kjarnorkustríð - Indland vs. Pakistan?

Þá yrði víða í Evrópu horfellir búfénaðar og mikill matarskortur og eins gott að vera sem birgust hér sjálf að okkar búvörum, heldur lengra en meginlandið frá mengandi umhverfi kjarnorkustríðs!

Jón Valur Jensson, 28.2.2019 kl. 15:25

5 Smámynd: Haukur Árnason

Þorsteinn, lastu ekki greinina ?

Haukur Árnason, 28.2.2019 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband