Fráleit uppgjöf stjórnar­flokk­anna fyrir fullveld­is­andstæðum flokkum birtist í eftir­gjöf á formennsku í stjórnsýslu- og eftir­litsnefnd

Formennskuna fær Sam­fylk­ing­in í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fyrstu tvö árin og Pírat­ar næstu tvö ár (þeir ætla að skipt­ast á nefnd­ar­for­mennsku á miðju kjör­tíma­bil­inu, þar og í velferðar­nefnd). Stjórnarskráin er eitt helzta málefni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar. 

Samfylkingin hefur margítrekað vegið að fullveldis­ákvæðum stjórn­ar­skrárinnar, bæði með ESB-umsókninni ógildu og með moldvörpu­starfsemi sinni með ólög­mætum tilbúningi "stjórnlagaráðs" og meðferð tillagna þess á Alþingi. Þar gegndi Samfylkingarkonan Valgerður Bjarna­dóttir einu lykilhlutverkinu sem formaður þessarar stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefndar, ekki hvað sízt með því að leggjast gegn því, að kjósendur yrðu spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, hvort þeir væru samþykkir ákvæðum 111. og 67. greina tillagnanna um full­veldisréttindi landsins og rétt landsmanna til að kalla eftir þjóðar­atkvæða­greiðslu um uppsögn ESB-aðildar­samnings.

Allur er ferill þessara mála með eindæmum og var m.a. ástæða þess, að ein­ungis 48,4% kjósenda tóku þátt í nefndri þjóðaratkvæða­greiðslu 20. okt. 2012.

Aðkoma núverandi stjórnarflokka að þessu máli í dag, með því að gefa fullveld­is­andstæðum flokkum eftir for­mennskuna í stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefnd, verður að teljast í ljótasta lagi á Alþingi, og er þá allmikið sagt. Aðild að ríkisstjórninni eiga tveir flokkar, sem báðir segjast andstæðir aðild að Evrópu­sambandinu, auk Vinstri grænna, sem hafa svikið landsmenn herfilega í því máli og tala með tillögum "stjórnlagaráðs"[1] -- en með þessari linkind gagnvart Samfylk­ingunni og hinum engu skárri Pírötum birtist það ljóslega, að meirihluta­vilji í flokkunum þremur fær ekki að ráða í þessu máli, heldur hafa foringjar flokk­anna talið eft­ir­gjöfina í lagi, og beinir það einkum sjónum að áður svikulum Bjarna forsæt­is­ráðherra í þessu ESB-máli. Hann skrifaði fyrir þónokkrum árum Morgun­blaðs­grein með félaga sínum Illuga Gunnarssyni, þar sem næsta ljóslega var verið að mæla með inntöku landsins í Evrópu­sambandið. Ennfremur hefur Bjarni alls ekki staðið sig við það verkefni, sem fyrir liggur, að Alþingi þarf að gera ský­lausa samþykkt þar sem Össurarumsóknin ólögmæta um inngöngu í þetta trölla­bandalag er formlega dregin til baka. Umsóknina þá er ekki lengur að finna í sumum skúffum í gljáhöllunum í Brussel, en hins vegar í öðrum skúffum þar, og vitað er af þeim landráðahug Samfylkingar að ætla sér að ítreka formlegt gildi þeirrar umsóknar.

Og nú stendur Bjarni ekki á verðinum fyrir fullveldið -- enn einu sinni!

[1] Það var einmitt klaufinn Valgerður Bjarna­dóttir, sem viðurkenndi það í útvarps­viðtali, að "stjórn­lagaráð" var ekki með umboð frá þjóðinni -- gerði það ekki með svo berum orðum, heldur með því að nefna ráðið "nefnd Alþingis", eins og það raunar er; og hefði mátt fylgja sú athugasemd, að nefndarskipanin sú var ólögleg: gekk þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlaga­þing (sem hafa skyldi þjóðarumboð, ekki alþingis­umboð!) og það hlutverk þess fyrir­hugaða þings að endurskoða stjórnarskrána.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Taka að sér nefndaformennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband