ESB-umsóknarendurnýjun er út úr myndinni, og meint "frjálslyndi" sumra er eins og hver önnur Pótemkíntjöld

Heill ESB-flokkur þurrk­aðist út af þingi (BF). Annar lemstr­aðist stórlega, hélt þó 4 þing­mönn­um af 7, en sjálfur for­mað­urinn féll með mikl­um dynk: Bene­dikt Jóhann­esson sem fekk aðeins 2,1% stuðn­ing kjósenda í NA-kjör­dæmi! Er það býsna verð­ugur enda­punktur á ferli hans sem stjórn­mála­manns.

Þótt Samfylking hafi aukið fylgi sitt (bætti á sig 6,4% kjósenda, þ.e. rúml. 1/3 af samanlögu fylgi Miðflokksins og Flokks fólksins), þá vegur það ekki upp á móti 9,8% fylgishruni hinna ESB-flokkanna (6% hjá "Bjartri framtíð" og 3,8% hjá "Viðreisn").

Hvað sem vinstri flokkar reyna að bralla, mun þeim ekki koma saman í vinstri stjórn, og Sigurður Ingi á að halla sér að B,D,F+M-lausninni. Allir flokkarnir eru fullveldis­sinnaðir og allir leiðtogar stærri flokkanna í þeirri samsteypu hafa reynslu sem forsætisráðherrar og geta sameinazt um ýmis önnur markmið, um áframhald hagvaxtar og vonandi að bæta kjör fátækra og lækka vexti. Sitja verður Sigurður Ingi á sátts höfði við Sigmund Davíð og gagnkvæmt, landinu til heilla. Má ekki gera ráð fyrir neinu minna en að þeir séu nógu þroskaðir til þess.

Já, algert var afhroð Bjartrar framtíðar með 1,2% fylgi!

Fréttablaðið ber okkur þá "frétt" í dag, að "frjálslyndir hrynja af þinginu". Segja hverjir?

  1. ESB-sinnað Fréttablaðið!
  2. Tapsár varaformaður Viðreisnar, Jóna Sólveig Elínardóttir, sem missti þingsæti sitt og fekk aðeins 3,1% stuðning kjósenda í Suðurkjördæmi! Er hún hlutlaus um það, hver er svona "frjálslyndur"?
  3. Eiríkur Bergmann Einarsson, fyrrverandi starfsmaður ESB í Ósló og núverandi styrkþegi ESB á Bifröst -- og er þó enn til kvaddur sem marktækur álitsgjafi í Rúv og Fréttablaðinu!

En hvað er svona "frjálslynt“ við að:

a) svipta Lýðveldið Ísland sjálfsákvörðunarrétti í eigin málum og gefa frá okkur æðsta og ráðandi löggjafarvald til Brussel? Ennfremur að kyngja því vegna valdboðs frá Brussel, að hvalveiðar verði harð­bannaðar, einnig selveiðar og hákarla­veiðar og að flótta­manna­kvótar verði einhliða ákveðnir handa okkur í Berlín og Brussel.

b) fara illa með sauðfjárbændur? Þorgerður Katrín, Benedikt og frændi hans forsætisráðherrann gátu ekki séð af nokkrum hundruðum milljóna til að koma í veg fyrir meiri háttar slátrun á þessari nauðsynlegu stétt, þótt hitt gætu þau: hent meira fé í 30-40 manna hóp lögfræðinga sem þrífast á því að tefja mál tilefnislausra hælisleitenda!

Straumur kjósenda í þessum kosningum var í heildina frá evrópska stórveldinu, sem hefur gert okkur nógu marga skráveifuna hingað til.

Nú er lag til að gera það, sem Styrmir Gunnarsson er alltaf að hvetja okkur til: að Alþingi dragi aðildarumsóknina ólögmætu formlega til baka, eins og svissneska þingið hefur nú þegar gert.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stjórnarandstaðan fundaði í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er löngu búið að draga umsóknina frá 2009 til baka, enda kemur hvergi lengur fram á vef ESB að Ísland sé umsóknarríki. Annars er umræða um slíkt eins og að ræða um keisarans skegg því ef síðar verður ákveðið að sækja um á ný er ekkert því til fyrirstöðu. Gildir þá einu hvort það sé kallað ný umsókn eða endurupptaka þeirrar fyrri. Mun gagnlegra væri að fjalla um efnishliðar málsins en að eyða tíma í hártoganir um formsatriði.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2017 kl. 14:50

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undirritaður er sammála Styrmi um Össurar-umsóknina, að það þarf (þrátt fyrir ólögmæti hennar) að koma henni endanlega út úr heiminum með því að Alþingi sjálft, ekki aðeins ráðherra og ríkisstjórn, segi henni formlega upp. Svo hygg ég, Guðmundur, að umsóknina sé enn að finna á einhverjum ESB-vefsíðum, þótt hún hafi verið þurrkuð út á öðrum.

Í 3. lagi er vitað, að helztu talsmenn Samfylkingarinnar hafa ekki aðeins haldið því fram, að umsóknin sé enn í gildi, heldur muni þeir neyta þess, þegar þeim bjóðist til þess tækifæri, að óska þá eftir "framhaldni viðræðnanna" án þess að þurfa að sækja aftur um. 

Í 4. lagi standast ekki þessi orð þín: "Gildir þá einu hvort það sé kallað ný umsókn eða endurupptaka þeirrar fyrri," því að ný umsókn yrði miklu tímafrekari og erfiðari fyrir ESB-sinnana. af því að hana þyrfti að leggja á ný fyrir þjóðþing allra  meðlimaríkja Evrópusambandsins; ennfremur gæti sá munur líka verið á, að skilmálar Alþingis með umsókninni 2009 yrðu meðhöndlaðir með öðrum hætti en þar og okkur til óþurftar.

Jón Valur Jensson, 30.10.2017 kl. 15:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var fyrri umsóknin lögð fyrir þjóðþing allra ESB-ríkjanna?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2017 kl. 16:48

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Já.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 30.10.2017 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband