Samfylkingin kann ekki að skammast sín: ESB-maður leiðir lista hennar í Reykjavík

Ágúst Ólafur Ágústsson, fv. alþm. og varaform. flokksins og form. Evr­ópu­nefnd­ar, var svo harður ESB-sinni, að hann sagði mik­il­vægt að breyta stjórn­ar­skránni til að opna á Evr­ópu­sam­bands­aðild! Um þetta geta menn lesið í Vísis­frétt 4.2. 2009: Stjórn­ar­skrá breytt fyrir ESB-aðild, sem er að finna óstytta með þess­ari grein: Ingibjörg Sólrún afhjúpaði tengslin milli óska­stefnu Samfylk­ingarinnar að keyra okkur inn í ESB og stefnu hennar á stjórnar­skrár­breytingar, en þar á Ágúst Ólafur, varaformaður henni við hlið, fullan þátt í þeim yfirlýsingum.

Nú þegar Samfylkingin er að reyna að ná vopnum sínum á ný eftir hrikalegt afhroð í tveimur alþingis­kosningum í röð, finna menn ekki meira en svo til skömmustu sinnar, að þeim dettur í hug að tefla á ný fram algerum ESB-sinna og svo miklum andstæðingi íslenzks fullveldis, að honum fannst, rétt eins og Ingibjörgu Sólrúnu, þáverandi formanni, eðlilegt að stokka upp stjórnar­skrána til að ná þessu markmiði sínu: að gera Ísland að tannhjóli í ESB-verkinu! Vitaskuld sáu þau ekki fyrir Brexit og aðrar hrakfarir Evrópusambandsins, en það væri algert lágmark fyrir Ágúst Ólaf, ef hann á að ná einhverju trausti kjósenda, að segja sig frá öllum hugmyndum um að gera landið að ósjálfstæðu peði Brussel- og Berlínar­valdsins.

Ennfremur tók hann fullan þátt í því að þókknast ESB með því að beygja sig fyrir Icesave-kröfum Breta, Hollendinga og Brusselmanna! Hvar er iðrunin?

Og hver skyldi svo skipa heiðurssætið (það neðsta) á lista Ágústs Ólafs í Reykjavík suður? Engin önnur en Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætis­ráðherra og samverka­maður Steingríms J., Össurar, Björns Vals og Ágústs Ólafs í ESB- og icesave-svikunum! Í bak og fyrir er þessi framboðs­listi þannig merktur ESB!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Helga og Ágúst leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband