Styrmir Gunnarsson: Þess vegna skal enn spurt:

Voru það hótanir af hálfu ESB, sem urðu til þess að fyrr­ver­andi ríkis­stjórn Fram­sóknar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks gafst upp við að aftur­kalla með form­legum hætti aðildar­umsókn Íslands að ESB?

Þessi orð Styrmis er að finna í grein hans Katalónía: Ótrúlegt framferði Madrid-stjórnarinnar - Hvað þýðir þögn ESB?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir líta væntanlega á EFTA sem biðsal inngöngu í sambandið. Máske hafa þeir hótað að vísa okkur þar út ellegar loka fyrir þá styrki, sem fást í gegnum apparatið.

Þeir virðast komast upp með flest. Sem dæmi að neita að birta rýniskýrslur um mikilvægustu kafla aðlögunnarviðræðnanna. Svipa gagnsætt og granítblokk.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2017 kl. 03:08

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að einhverskonar hótanir esb áttu þátt í því að ekki var afturkölluð umsóknin um innlimun Íslands í esb, með mannsæmandi hætti. Hvað virkilega fór fram, eða var hótað, fer sennilega í sömu hillu og gögnin sem Þistilfjarðarkúvendingurinn hefur nú fengið læst inni, til hundrað ára og enginn má sjá, fyrr en þá. Opin, upplýst og lýðræðisleg umræða og aðkoma almennings að .......bla.....bla......bla.........

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2017 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband