4.9.2017 | 00:18
Ekkert verður af aðildarviðræðum ESB við Tyrki (og minnt hér á nauðsyn brýnnar aðgerðar Alþingis)
Leiðtogi voldugasta ríkisins í Evrópusambandinu, Angela Merkel, var að lýsa vilja sínum til þess að sambandið slíti aðildarviðræðum við Tyrki.
Spenna hafði að undanförnu aukizt milli Þýzkalands og Tyrklands. Erdogan, forseti Tyrklands, hvatti landsmenn sína, sem búsettir eru í Þýzkalandi til að kjósa gegn Kristilegum demókrötum, flokki Merkel, í komandi kosningum, 24. þessa mánaðar, sem og gegn öðrum stjórnarflokkum landsins. Og nú segir Merkel sjálf:
Ég sé ekki fyrir mér að þeir gangi nokkurn tímann í sambandið og ég trúði aldrei að svo yrði.
Hún bætti því við að hún ætlaði að ræða við stjórnmálaleiðtoga Evrópusambandsríkjanna um að slíta þessum aðildarviðræðum. Þessi orð féllu í sjónvarpskappræðum hennar í kvöld við mótframbjóðandann Martin Schulz, fulltrúa sósíaldemókrata. Þjóðverjar ganga til kosninga 24. september. (Rúv.is, Mbl.is (tengill neðar), með myndum leiðtoganna).
Já, þetta hljómar auðveldlega, að slíta þessum aðildarviðræðum. Hvað um að hr. Bjarni Benediktsson fari nú loksins að vinda að því bráðan bug að láta Alþingi afturkalla formlega umsóknina ólögmætu, sem kennd er við Össur Skarðhéðinsson, um inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Getur Bjarni ekki komið sér að því verki án frekari tafa? Eða hvað heldur aftur af honum? Er hann eitthvað tvöfaldur í roðinu? Eða ímyndar hann sér, að það sé ekki þingmeirihluti fyrir því, þótt ESB-Samfylkingin hafi kvarnazt niður í að verða þriggja manna þingflokkur?!
Sjálfstæðisflokkurinn stendur illa undir nafni, ef hann ætlar ekki að verða við þessari kröfu. Og hún kemur meðal annars frá góðum og gegnum meðlimum flokksins eins og Styrmi Gunnarssyni, fv. ritstjóra Morgunblaðsins, Halldóri Jónssyni verkfræðingi og Jóni Magnússyni hrl.
Jón Valur Jensson.
Merkel vill slíta viðræðum við Tyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:43 | Facebook
Athugasemdir
Það er merkilegt að þessi tillaga Merkel um slit viðræðna skuli byggjast á hennar persónulegu hagsmunum. Erdogan hvetur Tyrki í þýskalandi að hunsa Merkel í næstu kosningum, enda hefur hún með innflytjendastefnu sinni skapað ómæld vandræði í Tyrklandi. Merkel bregst við þessari andúð á henni með að heimta slit á viðræðum. Líklega hefði hún ekki brugðist svona við ef Erdogan hefði lagst gegn Schults.
Þetta sýnir lýðræðishallann í Esb, þar sem herraþjóðin þýskaland ætlar sér að taka ákvarðanir fyrir allar þjóðir sambandsin, vitandi að eurocratarnir innan sambandsins munu bugta fyrir ægivaldi "foringjans" hvað sem hinn almenni kjósandi í löndunum vill. Ákvörðunin er í höndum evrópuþingsins og ráðsins án þess að bera það undir í lýðræðislegum kosningum. Þýskaland hefur í hótunum við Tyrki til að kúga þá til hlýðni á persónulegum forsendum fürher Merkel.
Framtíð þjóða er háð persónulegum duttlungum eurokratanna og ekki í fyrsta ainn sem slíkum kúgunaraðgerðum er beitt.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2017 kl. 19:13
Athyglisvert hvaða steinum þú veltir hér upp í málinu, nafni !
Jón Valur Jensson, 4.9.2017 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.