U-beygja 1. ráðherra Skotlands: vill EKKI Evrópu­sambands­aðild Skotlands, heldur EFTA-aðild :)

Image result for Nicola Sturgeon Þessi fyrsti ráðherra, Nicola Stur­geon, hef­ur þar með

lagt á hill­una þá stefnu Skoska þjóðarflokks­ins, að landið sæki um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, öðlist það sjálf­stæði frá breska kon­ung­dæm­inu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph í dag. (Mbl.is)

Framhald frétt­arinnar er ekki lítið áhugavert fyrir okkur Íslendinga:

Í stað [Evrópusambandsaðilar] vilji Stur­geon að Skot­land sæk­ist eft­ir aðild að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA), verði landið sjálf­stætt. Þar eru fyr­ir Ísland, Nor­eg­ur, Sviss og Liechten­stein. Stur­geon hef­ur boðað þjóðar­at­kvæði um hvort Skot­land skuli lýsa yfir sjálf­stæði en slíkt kosn­ing fór síðast fram 2014 þar sem sjálf­stæði var hafnað. (Mbl.is, leturbr. jvj)

Ákvörðun um þá þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði er þó líka háð samþykki brezka þings­ins,

... en Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sagt að ekki komi til greina að af slíkri kosn­ingu verði fyrr en viðræðum breskra stjórn­valda við Evr­ópu­sam­bandið um út­göngu Breta úr sam­band­inu verði lokið. Fyrr viti skosk­ir kjós­end­ur ekki hvaða val­kost­um þeir standi frammi fyr­ir. (Mbl.is)

Formlegt útgönguferli Bretlands hefst nú í loka þessa marzmánaðar, þegar 50. greinin verður virkjuð, eins og við sögðum frá hér.

Nicola Sturgeon, 46 ára, hefur verið 1. ráðherra Skotlands frá 2014.

Í fréttinni kemur einnig fram, að Skotar hafa verið að missa trúna á Evrópusambandið, "efasemdir" um það hafa "farið vax­andi í land­inu," og jafnframt hefur dregið úr stuðningnum við sjálfstæði landsins:

Þannig eru 57% nú and­víg sjálf­stæði sam­kvæmt könn­un­inni sem fyr­ir­tækið Yougov gerði fyr­ir breska dag­blaðið Times. 43% styðja hins veg­ar sjálf­stæði ... en 55% skoskra kjós­enda studdu áfram­hald­andi veru í breska kon­ung­dæm­inu 2014 á meðan 45% vildu að Skot­land lýsti yfir sjálf­stæði. (Mbl.is)

Ef svo færi, að Skotland yrði sjálfstætt, yrði ánægjulegt, ef skozka þjóðin sæi hag sínum betur borgið að ganga í Fríverslunarsamband Evrópu (EFTA) heldur en með ESB-aðild, sem m.a. leggur þunga byrði á skozka sjómenn varðandi meint fiskveiðiréttindi ESB-ríkja. EFTA þvingar lönd sín ekki til þess að taka á sig löggjöf um margvíslegustu málefni, löggjöf sem þar skuli njóta formlegs framgangs fram yfir landslög, ef hvað rekst þar á annars horn, og í EFTA er engin þróun í átt til ríkjasamruna og miðstýringar bandalagsins, hvað þá til stofnunar eigin hers o.s.frv., eins og nú er kominn greinilegur áhugi á í her­búðum Brussel-manna, sbr. umræðu um það sl. haust.

EFTA er þar að auki komið með fríverzlunarsamninga við fjöldamörg önnur ríki, m.a. Kanada o.fl. Vesturheimsríki. Þetta er þrifleg og jákvæð alþjóðasamvinna og útlátalaus fyrir aðildarríkin, ólíkt hinu þunglamalega Evrópusambandi, sem þjóðirnar þar, allt frá Eyjahafi til Norðursjávar, eru sífellt að verða óánægðari með, t.d. lýðræðishallann þar og stjórnsemina.

Þessi frétt frá Skotlandi er greinilega áfall fyrir ESB-innlimunarsinna á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skotland standi fyrir utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband