Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu, a.m.k. England! 50. greinin virkjuð í lok þessa mánaðar!

Neðri deild brezka þingsins hef­ur samþykkt frum­varp Th­eresu May um að hefja úrsögn Breta úr ESB. Tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um, sem lá­v­arðadeild þings­ins hafði lagt fram, var hafnað.

Frum­varpið verður nú lagt í heild sinni fyr­ir lá­v­arðadeild­ina, en breyt­ing­ar­til­lög­ur henn­ar hljóðuðu upp á að vernda rétt­indi rík­is­borg­ara ESB í Bret­landi og að auka áhrif þings­ins á lok­aniður­stöðu samn­ingaviðræðna um brott­göng­una. (Mbl.is)

Frum­varpið verður nú sent til Elísabetar drottningn­ar "og gæti jafn­vel orðið að lög­um á morg­un," segir hér í frétt Mbl.is ...

For­sæt­is­ráðherr­ann gæti þá virkjað 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans hvenær sem er og þannig hafið viðræður sem bú­ist er við að muni standa yfir í tvö ár. Að þeim lokn­um verður Bret­land fyrsta full­valda ríkið til að yf­ir­gefa sam­bandið.

En þessi löggilding þess að virkja 50. greinina verður þó ekki á morgun ...

Talsmaður May virt­ist hafna öll­um bolla­legg­ing­um um að laga­grein­in verði virkjuð á morg­un, eft­ir samþykki drottn­ing­ar­inn­ar.

„Við höf­um talað skýrt um það að for­sæt­is­ráðherr­ann muni virkja 50. grein­ina í lok mars­mánaðar,“ sagði talsmaður­inn fyr­ir at­kvæðagreiðslu þings­ins og lagði mikla áherslu á orðið „lok“. (Leturbr.jvj)

Þetta ætti nú að kæta alla Breta, sem losna vilja við Evrópusambandið, og eins verður því fagnað hér á Íslandi meðal andstæðinga þess að Íslandi verði rennt inn í þetta stórveldi eins og ekkert sé. Og eitt er víst, að áhugi þjóðarinnar á "ESB-aðild" hefur sjaldan eða aldrei verið minni en nú, enda eru áhangendur þessa fyrirbæris alveg hættir að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Skotar stefna á sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Það er nú ekki nein voða mikil kátína hér í Bretlandi yfir þessu.

Það er einna helst eldra fólkið sem sumt hvert virðist enn lifa við einhverja WWII hugsun sem fagnar og svo fólk sem tilheyrir því sem almennt er kallað lástéttin í Bretlandi.

Aðrir hafa bara miklar áhyggjur og vilja helst að þetta ferli verði afgreitt sem fyrst til að eyða óvissu.

Mig grunar að það séu ekki spennandi ár framundan hjá Bretum.

Snorri Arnar Þórisson, 14.3.2017 kl. 13:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert að marka álit þitt, Snorri, forstokkaður innlimunarsinni eins og þú alltaf ert og stendur ekki undir nafni.

Jón Valur Jensson, 14.3.2017 kl. 16:23

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég segi húrra fyrir Bretum og þetta hjálpa öðrum löndum að taka réttar ákvarðanir og líklega verður alvöru hrun ESB þar sem önnur lönd munu fylgja á eftir.

Valdimar Samúelsson, 14.3.2017 kl. 21:13

4 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Mikið er Jón Valur málefnalegur. En Jón, þetta er bara staðreynd. Skelltu þér svo í göngutúr.

Snorri Arnar Þórisson, 15.3.2017 kl. 09:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, staðreynd þinnar krónísku Evrópusambands-innlimunarstefnu. Ert því enginn hlutlaus álitsgjafi, þótt þér sé ekki á móti skapi, að einhverjir glepjist á þér sem slíkum!

Jón Valur Jensson, 15.3.2017 kl. 09:50

6 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Er ég ekki hlutlaus álitgjafi um stöðuna í UK (búandi og starfandi þar)?

Segðu mér fyrst þú er með allan sannleikann, hvað telur þú helst einkenna þá sem sögðu Já við BREXIT og hvað telur þú helst einkenna þá sem sögðu Nei við BREXIT.

Snorri Arnar Þórisson, 15.3.2017 kl. 10:09

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef aldrei sagzt vera með allan sannleikann og hef annað að gera en að fara út í einhverja flokkun brezkrar umræðu eftir pöntun þinni, sem jafnt á Íslandi og þarna úti ert með evru-glýjuna í augunum.

En segðu okkur hér, hvort þú ert alveg óhagsmunatengdur í þessum málum.

Jón Valur Jensson, 15.3.2017 kl. 10:35

8 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Það ert nú þú sem fullyrðir í bloggi á forsíðu mbl.is að mikil gleði ríki í Bretlandi...

Það þarf auðvitað að leiðrétta þig um að það ríkir engin almenn gleði í Bretlandi vegna BREXIT.

En varðandi hagsmuni.

Ég hef enga hagsmuni aðra en þá sem kemur að mér sjálfum sem einstakling.

Ferðafrelsi,verslunarfrelsi, frelsi til að búa í öðrum ESB löndum o.s.frv.

Ég tel að hagur einstaklinga og smærri fyritækja sé betri innan ESB en utan þess.

Þess vegna vil ég skoða málið og láta síðan þjóðina kjósa.

Ef þjóðin segir Nei þá verður það bara niðurstaðan og málið er frá.

Snorri Arnar Þórisson, 15.3.2017 kl. 10:54

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í hvaða blogg mitt þykistu vera að vitna hér?

Hvergi hef ég talað um neina kátínu í bretlandi.

En ef þú ert hvorki starfsmaður né styrkþegi Evrópusambandsins á nokkurn hátt, þá óska ég þér bara til hamingju með það.

En hagur einstaklinga og smærri fyritækja væri EKKI betri innan ESB en utan þess -- við hefðum orðið að lúta forræði ESB í Icesave-málinu (afar þungar klyfjar, ólögvarðar og ólögmætar) og í makrílmálinu (með gríðarlegu tapi fyrir útgerðir okkar, ríkissjóð og gjaldeyrissjóð) og í ferðaþjónustunni allri, sem hefur notið góðs af sveigjanleika krónunnar. 

Í hvaða veruleikafirrta pílagrímsturni býrð þú, væni minn?

Jón Valur Jensson, 15.3.2017 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband