11.3.2017 | 11:00
Fráleit tillaga um bein og auðveld áhrif Evrópusambandsborgara á íslenzkar kosningar
ESB-flokkurinn "Viðreisn" hefur misst mikið af fylgi sínu, en þjónar enn sínum herra, evrópska stórveldinu. Það sést af grófri tillögu fjögurra þingmanna flokksins sem miðar að því "að erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi fái kosningarrétt til sveitarstjórnakosninga fyrr en kveðið er á um í núverandi lögum." (Mbl.is)
Samkvæmt núverandi lögum fá ríkisborgarar Norðurlandanna kosningarrétt til sveitarstjóra eftir þriggja ára samfellda búsetu hér á landi. Borgarar EES-ríkja og ríkja utan EES fá slíkan kosningarrétt eftir fimm ára búsetu.
En nú leggja þessir fjórir þingmenn til, "að ríkisborgarar EFTA- og ESB-ríkja hljóti kosningarrétt þegar við lögheimilisflutning [til Íslands], en að ríkisborgarar ríkja utan EFTA og ESB hljóti kosningarrétt eftir að hafa verið búsettir á Íslandi í þrjú ár, eins og segir í greinargerð með frumvarpi fjórmenninganna um þetta mál.
Bent er á að erlendir ríkisborgarar séu í dag 8% allra íbúa landsins og að flutningsmönnum þyki rétt að gefa þessum hópi aukið vægi og aukin völd þegar komi að ákvörðunum sem tengist nærumhverfi hans. (Mbl.is)
En með þessu gætu viðkomandi oft haft úrslitaáhrif á visst mannval og flokkaval til stjórnar bæja og sveitartfélaga landsins, fólk sem er jafnvel nánast ekkert inni í okkar málum, en getur gert það "fyrir vinskap manns" og vegna þrýstings frá eigin hópi að kjósa ákveðna lista (td. ESB-hlynntan lista) eða vissa frambjóðendur öðrum fremur.
Flutningsmenn frumvarpsins hafa ekki trúverðugleika sem óháðir, þjóðhollir stjórnmálamenn, þau eru öll með það á bakinu að hafa beitt sér eindregið fyrir endanlegri innlimun Íslands í Evrópusambandið, en þau eru: Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir og Pawel Bartoszek.
Um þetta fólk kom eftirfarandi fram í kryfjandi grein (með viðaukum hér):*
Jóna Sólveig Elínardóttir, nýkjörinn 9. þingmaður Suðurkjördæmis, fyrir Viðreisn, en hún var sérfræðingur hjá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópustofu 2011-2013, skv. æviágripi hennar á althingi.is, og flutti erindi á aðalfundi "Já Ísland!" 4. sept. 2014. [En "Já Ísland" er um 4.600 manna félagsskapur undir stjórn hörðustu ESB-innlimunarsinna.] Nú er þessi kona orðin formaður utanríkismálanefndar Alþingis (!), ennfremur 2. varaforseti Alþingis og situr m.a. í velferðarnefnd og þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins.
Jón Steindór Valdimarsson, kjörinn formaður stjórnar "Já Ísland!" frá stofnun 2009 (og vogaði sér þó árið 2010 að bjóða sig fram til stjórnlagaþings til að véla um stjórnarskrána, þótt hann næði reyndar ekki kjöri), aðstoðar-framkvstj. og síðar frkvstj. Samtaka iðnaðarins (SI) 19882010 (orðinn frkvstj. þar 2008), stofnfélagi og stjórnarmaður í Viðreisn, nýkjörinn alþm. flokksins, er nú 1. varaformaður hinnar áhrifamiklu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og með sömu stöðu í efnahags- og viðskiptanefnd.
Hanna Katrín Friðriksson, í framkvæmdaráði "Já Ísland!" (20152016), kosin alþm. Viðreisnar í haust, er nú formaður þingflokksins og 1. varaformaður fjárlaganefndar, á sæti í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og er formaður Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES.
Pawel Bartoszek, nýkjörinn alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Viðreisn, í framkvæmdaráði "Já Ísland!" a.m.k. 201516, sat í hinu ólögmæta stjórnlagaráði, sem samþykkti billega leið til að koma Íslandi hratt inn í Evrópusambandið, en batt um leið svo um hnútana, að þjóðin fengi ekki að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga úr stórveldinu! Hann er nú m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, 1. varaform. umhverfis- og samgöngunefndar og situr í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
Já, það vantar ekki, að þau hafa komið sér vel fyrir í stjórnkerfi Alþingis, raunar langt umfram þeirra litla fylgi nú. Og svo er greinilega keyrt á það að þókknast Evrópusambandinu í hvívettna, eins og í málinu sem rakið var hér ofar. Frumvarpið sjálft er hér.
Jón Valur Jensson.
Fái kosningarétt strax við búsetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Spilling í stjórnmálum | Breytt s.d. kl. 12:06 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er náttúrulega þvílík þvæla og rugl og með ólíkindum að þetta fólk skyldi hafa náð inná þing. Hvernig á útlendingur sem er nýlentur hérna að geta myndað sér skoðun um hvað á að kjósa...??? Hann kýs bara það sem vinir hans segja honum því hann veit ekkert annað. Sama ruglið er hjá VG með að ætla færa kosningaraldur niður í 16 ár, bara með því yfirskyni að fá ungt fólk til að taka meiri þátt í pólitík. Við vitum öll hvað býr að baki þar. Á meðan þú ert ekki sjálfráða og jafnvel á barnsmeðlögum, þá ert þú barn. Punktur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2017 kl. 12:41
Hér er verið að tala um ríkisborgara. Þ.e. Fólk sem hefur ákveðið að gerast Íslendinga praktískt séð. Oftast er þetta fólk búið að vera hér einhver ár áður en að þessu kemur. Sé ekki ástæðu fyrir að það fólk búi við skert mannréttindi.
Ríkisborgarar með tvöfalt ríkisfang er kannski annað. Mér finnst það vafa undirorpið að einstaklingar hafi kosningarétt í tveim löndum. Tvöfalt ríkisfang er raunar afar undarlegt fyrirbrigði. Hollusta fólks ætti að vera bundin við eitt land og ríkisfang þar með.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2017 kl. 14:52
Hjartanlega sammála innleggi þínu, Sigurður, í báðum þáttum þess.
En nei, ágæti Jón Steinar, þarna er EKKI verið að tala um íslenzka ríkisborgara, heldur Norðurlanda og EES-landa. Þarna er verið að gefa þeim færi á því, nei, beinlínis rétt til að ganga nýkomnum til landsins beint inn í kjörklefa í kosningum til sveitarstjórna!
Jón Valur Jensson, 11.3.2017 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.