Bretar strax komnir í fríverzl­un­ar­viðræður við 12 ríki um all­an heim

Brezka íhaldsstjórnin sýnir strax það sjálfstæði gagnvart Evrópu­sambandinu (enda á leið úr því) að virða að vett­ugi til­raun­ir ráða­manna í stór­veld­inu að fyr­ir­skipa Bret­um að standa ekki í nein­um form­leg­um við­ræð­um um við­skipti fyrr en Bret­land hef­ur yf­ir­gefið Evrópu­sam­bandið. Stefna Breta á þessar frí­verzl­unar­viðræður er skýr og skelegg í senn.

Þetta upp­lýsti Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta í rík­is­stjórn Bret­lands, í grein í breska dag­blaðinu Daily Tel­egraph fyrr í vik­unni. Mark­miðið sé að und­ir­búa fríversl­un­ar­samn­inga sem hægt verði að und­ir­rita um leið og Bret­ar segi sig form­lega úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Fram kem­ur í frétt blaðsins að stefnt sé að því að Bret­land yf­ir­gefi Evr­ópu­sam­bandið árið 2019. Bresk stjórn­völd séu þegar í viðræðum við ríki eins og Kína, Ind­land, Ástr­al­íu, Suður-Kór­eu, Sádi-Ar­ab­íu og Óman. Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, upp­lýsti í ræðu í fyrra­dag að Bret­land ætlaði að yf­ir­gefa innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins enda væri það for­senda þess að landið gæti samið um sjálf­stæða fríversl­un­ar­samn­inga við önn­ur ríki. (Mbl.is)

Það verður ekkert tvínónað við hlutina. Ríkisstjórnin í Lundúnum ætlar ekki að láta landið gjalda neins vegna Brexit eða með því að bjóða heim refsiaðgerðum ESB í einhverri skelfingar-eftirvæntingu án sinna fyrir fram ákveðnu forvarna.

„Þegar við för­um [úr Evr­ópu­sam­band­inu] mun­um við koma á fót nýj­um tengsl­um við ríki eins og Ástr­al­íu, Nýja Sjá­land og Ind­land. Við erum að viðræðum um viðskipti við mörg ríki með það fyr­ir aug­um að kanna hvar hægt sé að fjar­lægja hind­arn­ir í vegi viðskipta og fjár­fest­inga með gagn­kvæma hags­muni í huga,“ seg­ir Fox í grein sinni og enn­frem­ur:

„Við þurf­um há­marks frelsi til þess að ná þess­um mark­miðum og fyr­ir vikið var það rétt hjá for­sæt­is­ráðherr­an­um að úti­loka fulla aðild að tolla­banda­lagi Evr­ópu­sam­bands­ins. Það er heill heim­ur sem við get­um átt í viðskipt­um við og það er ein­mitt það sem við ætl­um að gera.“

Glæsilegt, og þetta ryður jafnvel brautina fyrir fleiri ríki sem hugað gætu að því sama, hvort sem það verður undir vígorðinu Frexit eða einhverju öðru.

Þetta verður ennfremur aukin hvöt fyrir okkur Íslendinga til að halda okkur frá hinu valdfreka tollmúra-Evrópusambandi og beina fremur sjónum okkar að því að tengjast frjálsara fríverzlunarbandalagi sem gerir engar fullveldiskröfur til sinna aðildarríkja.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Viðræður hafnar við tólf ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

BRETAR ERU STÓRVELDI- VANIR AÐ RÁÐA- ÍSLENDINGAR VIRÐAST KJÓSA AÐ LÁTA STJÓRNAST- UTANFRÁ- OG DROTTNA YFIR SÍNUM LANDSMÖNNUM- BANANASTEFNAN ---

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.1.2017 kl. 23:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú er komið betra hljóð í þýzka fjármálaráðherrann, Schäuble:

German finance minister Wolfgang Schaeuble has vowed to do everything possible to cushion the shock of Brexit for both the UK and Europe, and to avert a 'cliff-edge' slump in trade if there is no finished deal by the deadline in March 2019. 

"We have to minimize the damage for the United Kingdom and Europe. The German government will work in the negotiations always in this direction, to minimize any risk for both of us," he told the World Economic Forum in Davos. 

Mr Schaeuble said a sudden rupture at the end of the two-year talks - after Article 50 is invoked - must be avoided at all costs,

segir í grein eftir Evans-Pritchard í Daily Telegraph í gær.

Jón Valur Jensson, 21.1.2017 kl. 01:49

3 Smámynd: Hrossabrestur

Bretar hafa alla tíð verið í broddi fylkingar meðal þjóða heimsins og hafa ótvírætt haft mikil áhrif á hvernig heimur dagsins í dag hefur þróast, þeir hafa líklega áttað sig á því þegar þeir stigu fyrstu skref Brexit að það voru beurokratarnir í Brussel með Angelu Merchel í broddi fylkingar sem ætluðu sér að ráða ferðinni og stjórna öllu eins og hingað til, en sem betur fer sögðu Bretar hingað og ekki lengra, kannski er Schueble að átta sig á því að Bretar muni ekki líða Þjóðverjum neinn yfirgang.

Hrossabrestur, 21.1.2017 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband