Evr­óp­usambandsmálin fjarri því að vera tryggilega útilokuð. Viðaukar (2) um háskaleg ákvæði í stjórnarsáttmála!

Ef Evr­ópu­sambands-sinn­inn Jón Stein­dór Valdimars­son, "sem var um ára­bil for­maður Já Ísland sem er vett­vang­ur þeirra sem vinna að Evr­ópu­sam­bands­aðild, er ... nokkuð sátt­ur við lend­ing­una í þeim mála­flokki" í nýjum stjórnar­sáttmála, skv. Mbl.is-frétt, þá er það full ástæða til að hafa áhyggjur af því, hvað verða kunni ofan á í því máli.

„Við vit­um að ann­ar sam­starfs­flokk­ur­inn er mjög á önd­verðum meiði við það, þannig að miðað við það þá er ég þokka­lega sátt­ur við þessa niður­stöðu og held að það sé ekki endi­lega slæmt fyr­ir efni máls­ins að það drag­ist.“ (JSV, í viðtali við Mbl.is)

Þótt þetta sé viss viðurkenning þess, að ESB-innganga Íslands sé gersamlega ótímabær, enda afar óvinsælt málefni skv. nýlegum skoðanakönnunum og vegna bágs ástands ESB -- og er raunar í fullkominni mótsögn við stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands -- þá er vitað, hvernig þessir atlögumenn þjóðríkisins eru þenkjandi og við hverju megi búast af þeim.

Því skulum við enn vera á varðbergi og efla gengi þjóðríkisstefnunnar, sem nú styrkist einnig á alþjóðavettvangi, m.a. í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Frakklandi, Póllandi og Ungverjalandi.

VIÐAUKI I: Í hádegisfréttum Rúv kom meira fram um ákvæði hins nýja stjórnar­sáttmála um ESB-málin. Þar sagði, að ákvörðun um þau bíði seinni hluta kjörtímabilsins.

"Samkomulag stjórnarflokkanna gengur út á, að ríkisstjórnin taki ekki sameiginlega afstöðu gegn neinni tillögu sem fram komi á þinginu, t.d. um hvort greiða skuli atkvæði um framhald aðildar­viðræðna annars vegar eða einfaldlega inngöngu í Evrópu­sambandið hins vegar. Það verði síðan hverjum þingmanni í sjálfsvald sett, hvernig hann greiðir atkvæði, verði slík tillaga lögð fyrir þingið." (Einar Þorsteinsson sagði frá.)

Þetta sýnist undirrituðum alls ekki í góðu fari og að Sjálfstæðis­flokkurinn hafi hér fórnað þessu máli fremur en að tryggja fyrir fram fullveldi Íslands.

VIÐAUKI II: Hér eru textarnir um ESB-mál í Stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar:

Ríkisstjórnin mun byggja samstarf við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Fylgjast þarf vel með þróun Evrópusambandsins á næstu árum og gæta í hvívetna hagsmuna Íslands í samræmi við aðstæður hverju sinni. Sérstakan gaum þarf að gefa mögulegri úrsögn Bretlands úr sambandinu.

Alþingi fylgist grannt með þróun mála í Evrópu og efli tengsl við systur­stofnanir í öðrum Evrópuríkjum.

Komi fram þingmál um þjóðaratkvæða­greiðslu um aðildar­viðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtíma­bilsins. Stjórnar­flokkarnir kunna að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. (Auðk. hér, jvj)

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pawel ekki á ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband