Er Íslendingum að koma enn meira í koll að taka þátt í Rússabanni ESB?

Nú ætla Rússar sér að veiða 25.000 tonn af karfa við Reykjaneshrygg, þrisvar sinnum meira en ráðlagða heildarveiði.
  • Rússar viðurkenna ekki stofnmat NA-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, en það lagði til að engar karfaveiðar yrðu stundaðar næstu tvö ár.
  • Á nýafstöðnum ársfundi ráðsins í Lundúnum var felld tillaga Íslands um að veiðar yrðu stöðvaðar; karfi hefur verið ofveiddur um árabil og tveir stofnar hans eru taldir í útrýmingarhættu. Rússar hafa sett sér einhliða kvóta, Evrópusambandið og Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands hafa ekki sætt sig við að Rússar sætu einir að veiðunum og hafa viljað takmarka þær. (RÚV.is)

Það mýkir ekki hug Rússa gagnvart Íslandi, að stjórnvöld hér hafa tekið fullan þátt í fráleitum og vonlausum viðskiptatakmörkunum Evrópusambandsins gagnvart þessu mikla viðskiptalandi okkar fram á síðustu ár.

  • Á fundinum var samþykkt tillaga um 7.500 tonna heildarveiði. Þegar hún leggst við 25 þúsund einhliða kvóta Rússa gæti heildarveiðin orðið um 30 þúsund tonn. Á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að niðurstaðan sé Íslendingum mikil vonbrigði (Rúv)

Hvenær ætla stjórnvöld að sansast í þessu máli og hætta að refsa útgerðar- og sjómönnum fyrir það sem þeir bera enga ábyrgð á? Gríðarlegt tap hefur þegar orðið af sölubanninu á Rússland, einkum vegna makríls. Sá stinni og góði fiskur á annað skilið en að lenda í gúanói skammsýnna, ESB-þjónandi íslenzkra ráðherra. Áhrifin á karfaveiðarnar eru svo annað kjaftshögg á íslenzkan sjávarútveg. 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband