4,8 sinnum fleiri mjög andvígir inngöngu í ESB heldur en þeir sem eru mjög hlynntir henni

Í nýrri skoðanakönnun MMR, sem stór hluti svarenda (87,8%) tók afstöðu til, eru einungis 7,9% mjög hlynnt inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, en 38,1% mjög and­víg henni. Í heild eru 57,8% and­víg, en 20,9% hlynnt inn­göngu í sam­band­ið. Hlutföll hóp­anna eru 2,77 full­veldis­sinnar á móti hverjum einum ESB-sinna! Andstaðan hefur aukizt verulega frá fyrri könnun MMR í sept­em­ber.

Ávallt raunar frá Össurar­umsókn­inni 2009 hefur verið traustur meiri­hluti andstæður inngöngu í evrópska stórveldið, en hvenær ætlar stjórn­mála­flokk­unum að lærast það? En í stað þess að leggja þetta fráleita umsókn­ar­mál til hliðar (mál, þar sem hinn fallni fyrrv. utan­ríkis­ráðherra braut stjórnar­skrána í æsingi sínum), þá hefur fjölgað í hópi veruleika­firrtra þingflokka sem gæla enn við þetta mál eftir kosn­ingarnar (þótt lítt hafi þeir fjallað um það í kosn­inga­barátt­unni!) og vilja fremur sinna því en aðkall­andi verkefnum innanlands, svo sem í heilbrigðis­þjónustu, aðbúnaði og kjörum lífeyrisþega, menntamálum, löggæzlu, vegagerð og viðunandi aðstöðu á ferða­manna­stöðum.

Skoðana­könn­un MMR var gerð dag­ana 7.-14. nóv­em­ber og var heild­ar­fjöldi svar­enda 904 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða and­víg(ur) því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið (ESB)? Sam­tals tóku 87,8% af­stöðu. (Mbl.is)

Þurfa ekki stjórnmálamenn okkar að læra rétt eins og unga fólkið?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er að reyna að átta mig á þessu en þegar fólk lofar einhverjum s.s. börnum M&M á meðan innflutningsbann hefir verið á því vegna óæskilegra litarefna sem sagt að bjóða kjósendum ESB sem er ekki fyrir hendi lengur.

Verð ég að klóra mig í hausnum áfram án þess að eiga von á að skilja þetta.

Valdimar Samúelsson, 16.11.2016 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er kannski athyglisverðast við þetta er að yfirgnæfandi meirihluti fólks er ekki í neinum vandræðum með að svara því hvort þau séu hlynnt eða andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þess vegna er algjör óþarfi að spyrja það sama fólk um hvort það vilji að einhverjum "viðræðum" verði haldið áfram, sem enginn hefur ennþá getað útskýrt hvað eigi að snúast um nema inngöngu í ESB.

Spurningunni um aðild hefur verið svarað. Svarið er NEI.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2016 kl. 16:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig er það Guðmundur og dregur til eilífðar nóns >NEI.- ESB sýnir Össuri og Samfó vandlætingu sína vegna "bjöllu atsins" 2009.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2016 kl. 16:44

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Vel mælt hjá ykkur báðum, Guðmundur og Helga. Þakkir!

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 16.11.2016 kl. 17:14

5 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Er þá ekki málið að drífa í kosrningu og koma þessu frá?

Snorri Arnar Þórisson, 17.11.2016 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband