18.7.2016 | 04:25
Breytt og jákvæð stefna Obama-stjórnar gagnvart viðskiptum við ESB-laust Bretland
Yfirmaður utanríkisviðskipta í ríkisstjórn Obama sagði fyrir helgi að bandarísk stjórnvöld hafi "þegar hafið óformlegar viðræður við háttsetta breska embættismenn um mögulegan viðskiptasamning á milli Bandaríkjanna og Bretlands eftir að Bretar segja skilið við Evrópusambandið." Mike Froman heitir maðurinn, og um þetta er fjallað í frétt Financial Times.
Fleiri ríki eins og Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland, Mexíkó, Indland og Suður-Kórea hafa þegar lýst yfir áhuga á viðskiptasamningi við Bretland auk EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein. (Mbl.is)
Heur Froman þessi rætt við nokkurn fjölda brezkra embættismanna frá því að brezkir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæði 23. júní að yfirgefa Evrópusambandið.
Viðræðurnar hafi snúist um þau áform Breta og mögulegan tvíhliða viðskiptasamning eftir að úrsögnin úr sambandinu hefur tekið gildi. (Mbl.is)
Og takið eftir þessu:
Fyrir þjóðaratkvæði sagði Obama að ef Bretar segðu skilið við sambandið lentu þeir aftast í röð þeirra sem vildu viðskiptasamning við Bandaríkin. Eins og fram kemur í fréttinni er því ljóst að stefnubreyting hefur átt sér stað í þeim efnum. (Mbl.is, nánar þar.)
Viðræður þessar "fara fram samhliða yfirlýsingum fulltrúa repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að hefja ætti slíkar viðræður við bresk stjórnvöld."
Og takið sérstaklega eftir þessu í hinni traustlegu frétt Mbl.is (leturbr. undirritaðs):
Ríkjum Evrópusambandsins er óheimilt að semja um viðskipti við önnur ríki, en Froman segir ekkert því til fyrirstöðu að óformlegar undirbúningsviðræður um viðskipti fari fram áður en Bretland yfirgefur sambandið formlega. Froman segir enn fremur að í ljósi fyrirhugaðrar úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu sé ástæða til að endurmeta yfirstandandi fríverslunarviðræður Bandaríkjanna við sambandið enda sé Bretland stór ástæða fyrir því að sá samningur sé talinn eftirsóknarverður að mati Bandaríkjamanna. Fjórðungur bandarísks útflutnings til Evrópusambandsins fari þannig til Bretlands.
En það er líka unnt að fara aðra leið samkvæmt þeim vísa manni, sem kann þó að vera að sefa Brusselmenn með þessu:
Hugsanlegt sé að Bretland verði aðili að fríverslunarsamningnum á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins þegar landið segir skilið við sambandið og viðræðum um samninginn hefur verið lokið að sögn Fromans. Það sé einn af þeim möguleikum sem ræddir hafi verið varðandi mögulegan viðskiptasamning á milli Bandaríkjanna og Bretlands. (Mbl.is)
En það er greinilegt af öllu, að hrakspár ESB-sinna, m.a. í fréttamannastétt á Rúv og Fréttablaðinu, um yfirvofandi einangrun Bretlands viðskiptalega vegna Brexit, eiga ekki við nein rök að styðjast.
Jón Valur Jensson.
Vilja viðskiptasamning við Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Bretland (UK), Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:40 | Facebook
Athugasemdir
Það var mikill léttir í mörgum löndum að Brexit varð að veruleika, ESB er ekkert annað en tollamúr fyrir viðskipti við lönd utan ESB.
Gagnkvæmir viðskiptasamningar hafa leitt gott af sér og lönd sem eru í góðum viðskiptum við önnur lönd hefur efnhag í blóma.
Tollamúrar voru reindir af Ríkistjórn Herbert's Hoower USA og afleiðingin varð efnhagaskreppan á árunum frá 1929 til 1940.
Frjáls viðskipti landa á að vera takmarkið.
Kveðja frá Seltjarnarnesi
Jóhann Kristinsson, 18.7.2016 kl. 07:32
Það er rétt hjá þér, Jóhann, að Evrópusambandið er tollamúr fyrir viðskipti við lönd utan ESB, en segjum samt ekki, að það sé "ekkert annað", því að þar að auki gerir það kröfu til æðsta valds í löggjafarefnum yfir meðlimaþjóðunum og jafnvel stjórnvalds og dómsvalds, auk þess sem það hefur metnað (og valdheimildir) til enn meira, m.a. til stofnunar hers. Þetta er því eðlisólíkt fríverzlunarsamtökunum EFTA.
Jón Valur Jensson, 18.7.2016 kl. 11:58
Það var mikill léttir í mörgum löndum að Brexit varð að veruleika, ESB er ekkert annað en tollamúr fyrir viðskipti við lönd utan ESB.
Gagnkvæmir viðskiptasamningar hafa leitt gott af sér og lönd sem eru í góðum viðskiptum við önnur lönd hefur efnhag í blóma.
Tollamúrar voru reindir af Ríkistjórn Herbert's Hoower USA og afleiðingin varð efnhagaskreppan á árunum frá 1929 til 1940.
Frjáls viðskipti landa á að vera takmarkið.
Kveðja frá Seltjarnarnesi
Jóhann Kristinsson, 18.7.2016 kl. 14:51
Af hverju birtirðu innleggið tvisvar?
Jón Valur Jensson, 18.7.2016 kl. 14:56
Það mun margt breytast með þessu hugrekki Breta. Þjóðir innan Evrópu munu sjá að það er ekki hægt að þvinga þau til hlýðni og sjálfsagt munu þau hverfa úr sambandinu. Það er hinsvegar ekki víst það Íslendinga en þessi hávaðasami minnihluti mun halda áfram þótt ekkert ESB sé lengur.
Valdimar Samúelsson, 18.7.2016 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.