Nær tveir þriðju aðspurðra Breta vilja ekki nýja þjóðar­at­kvæða­greiðslu um Evrópu­sam­bandið

Þrátt fyrir fullyrðingar Evrópu­sam­bands­sinna reynist við skoð­ana­könn­un mik­ill meiri­hluti Breta andvígur því að fram fari önn­ur þjóðar­at­kvæða­greiðsla um veru eða útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ýms­ir, m.a. ESB-innlim­unar­sinnar íslenzkir, hafa talað um að brezka þjóðin þurfi að fá nýtt tækifæri til að "leið­rétta" sína ákvörðun í þjóðar­at­kvæða­greiðsl­unni 23. júní sl., en þessi skoð­ana­könn­un, gerð af fyr­ir­tæk­inu Com­Res fyr­ir brezku blöðin Sunday Mirr­or og In­depend­ent dag­ana 13. til 15. júlí, náði til rúm­lega tvö þúsund manns, og sam­kvæmt henni eru 57% and­víg því að boðað verði til nýs þjóðar­at­kvæðis um málið. Tæp­ur þriðjung­ur, eða 29%, er því hins veg­ar hlynnt­ur. Með öðrum orðum: Nánast tveir á móti hverjum einum vilja, að ekki verði raskað því ferli sem ákveðið var 29. f.m.

Fleiri eru enn frem­ur and­víg­ir því að boðað verði til nýrra þing­kosn­inga eða 46% á móti 38%. Nýr for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May sem sjálf studdi áfram­hald­andi veru í ESB, hef­ur lýst því yfir að hvorki verði boðað til nýs þjóðar­at­kvæðis né nýrra þing­kosn­inga. (Mbl.is; Frétt Reu­ters).

JVJ.


mbl.is Vilja ekki annað þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kosningar eru kosningar. Meirihlutinn fer með sigur af hólmi. Lýðræðið uppmálað. Að það skuli komast af stað umræða um að kollvarpa kosningum, sökum þess að minnihlutinn kann ekki að meta niðurstöðuna, er geggjun og alvarleg atlaga að lýðræðinu. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunna.

Halldór Egill Guðnason, 17.7.2016 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband