Það mættu fleiri pakka niður sínum innlimunar­hugmyndum

Eftir langþráð brotthvarf Breta úr Evrópu­sam­band­inu er mörgum enn ljósara en áður, að Ísland á þangað ekkert erindi. Utan­ríkis­við­skipti Íslendinga við Breta námu 240 millj­örð­um króna árið 2014. ESB mun tapa meira á Brexit en Bretar sjálfir, sem geta unnið upp lakari samkeppnisaðstöðu á meginlandinu með nýju frelsi til eigin viðskiptasamninga við önnur lönd, þ. á m. Kanada og mörg önnur gömul samveldislönd, að ógleymdum Bandaríkjunum og löndum Asíu og Suður-Ameríku.

En það er ekki að undra, að Fréttablaðið hefur allt á hornum sér varðandi bæði Brexit og Boris Johnson, hinn nýja utanríkisráðherra Breta! Brexit er meiri háttar áfall fyrir "Evrópuhugsjón" Brussel-manna og harðra innlimunarsinna á Íslandi, og eftir því eru upphrópanirnar og særingarnar sem berast jafnt úr Skaftahlíðinni sem frá ESB-pótintátum ýmsum, m.a. utanríkisráðherra Frakka -- og ekki í minna mæli frá býrókratíumni íParís eftir því sem áhugi franskrar þjóðar hefur aukizt á hennar eigi Frexit!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pakkaði fjögurra ára ESB-vinnu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Að hugsa sér. Það hefði mátt spara tugir ef ekki hundruð milljóna með því að spyrja þjóðina strax í upphafi hvort hún vildi fara í þetta ESB-þráhyggjuferli Samfylkingarinnar. Nú er búið að eyða öllu þessu fé fyrir ekki neitt og ekki síst vegna þess að ekkert hefur komið upp úr blessuðum pakkanum sem Norræna velferðarstjórnin var að reyna að rýna í.

Það hefði mátt verja bætur öryrkja og ellilífeyrisþega með þessum fjármunum, það er ég viss um.

Bretar fundu ýldulykt í pakkanum sínum og skiluðu honum yfir Ermasundið nú um daginn. Gott hjá þeim.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2016 kl. 21:58

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nú er bara að keyra út úr EES þá er okkur borgið og björt framtíð.

Valdimar Samúelsson, 15.7.2016 kl. 22:21

3 Smámynd: Steindór Sigurðsson

En af hverju er verið að pakka niður núna, af hverju er það ekki löngu búið. Er stjórnsýslan og embættismannakerfið virkilega svona úti að aka.

Steindór Sigurðsson, 15.7.2016 kl. 23:08

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvaða bull er þetta - esb hljómar bara betra og betra ...

Rafn Guðmundsson, 16.7.2016 kl. 02:14

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er  eins og hvert annað næturrugl í Rafni.

Hann þarf  fara  finna sína réttu hillu í lífinu.

Jón Valur Jensson, 16.7.2016 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband