Brexit er spori og hvatning til enn betri frammistöðu Breta

Hin klára Theresa May og félagar hennar í nýrri ríkis­stjórn Stóra-Bret­lands, þ.m.t. Boris Johnson sem utanríkis­ráðherra, David Davis, ráðherra sem ann­ast brott­hvarf Breta úr ESB, Philip Hammond fjármála­ráðherra, Liam Fox, ráðherra alþjóð­legra við­skipta (ESB-aðildar-and­stæður), Am­ber Rudd inn­an­rík­is­ráðherra og Michael Fallon varn­ar­mála­ráðherra, fólk með bein í nefinu, á eftir að standa sig vel fyrir brezkt atvinnulíf, fyrirtæki og almenning, og standa vörð um stöðu landsins alþjóðlega.

Eitt dæmi: Nú mun ekkert halda aftur af brezkum yfir­völdum að láta t.d. sveit­ar­stjórnir kaupa brezkar vörur og sleppa útboðum á ESB-markaði. Bretar end­ur­heimta nú frelsið til eigin tolla- og tollfrelsis­samninga við fjarlæg­ustu lönd ... rétt eins og við okkur Íslendinga líka.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hvaða ráðherrar eru komnir um borð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband