30.6.2016 | 23:15
Helmut Kohl mælir gegn því að skellt verði hurðum á Breta
Ólíkt ýmsum Brusselmönnum, sem brugðizt hafa ókvæða við BREXIT Breta, brýnir hinn aldni og vísi Helmut Kohl (Þýzkalandskanzlari 1982-98) leiðtoga Evrópusambandsins til að sýna Bretum ekki óþarfa hörku og þrýsta ekki of fast á þá eftir ákvörðunina um að yfirgefa sambandið. Hann hvetur þá til að vinna ekki í of miklum flýti í komandi samningaviðræðum við brezk stjórnvöld.
Kohl, sem barðist á tíunda áratug síðustu aldar fyrir nánari samvinnu Evrópusambandsríkja á sem flestum sviðum, segir í viðtalinu að það yrðu risastór mistök af hálfu Evrópusambandsins að skella [hurð]um á Breta. Þjóðin þurfi tíma til þess að ákveða hver næstu skref séu.
Hann kallar jafnframt eftir því að Evrópusambandið slaki nú á og taki eitt skref aftur á bak áður en það tekur tvö skref fram á við á hraða sem sé viðráðanlegur fyrir öll aðildarríkin. (Mbl.is)
Hann er hér greinlega málsvari málamiðlunar og skilnings og gott ef ekki hygginda, honum gezt ekki að þeirri hugmynd, að tækifærið verði nú notað til að láta kné fylgja gegn Bretum og fjarlægja Evrópusambandið enn meira frá þeim Evrópumönnum sem hafa viljað hægja á samrunaferlinu eða leyfa ríkjunum að endurheimta meira af sínu skerta fullveldi:
Í stað þess að stíga skref í átt til aukinnar miðstýringar ættu leiðtogar sambandsins að hafa það í huga að aðildarríki sambandsins séu mismunandi, [segir Kohl] að því er segir í frétt The Guardian.
Hin sérstaka staða Bretlands innan Evrópusambandsins hafi ávallt verið erfitt og krefjandi viðfangsefni. Hún ætti hins vegar rætur að rekja til sögu landsins. Virða þyrfti það. Hún er líka hluti af fjölbreytileika Evrópu, bætti hann við.
Virkjun 50. greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkis úr sambandinu getur tekið tvö ár og nægur tími til stefnu til að aðlagast hinum nýja veruleika. Engu að síður láta menn stóryrðin falla, eins og heyrzt hefur frá Brussel, Spáni og víðar að og sjá mátti á skrifum ýmissa álitsgjafa í Fréttablaðinu í morgun. Þá er gott að líta fremur til hins reynda manns, Helmuts Kohl, sem róar hér samherja sína og mælir gegn mestu öfgunum sem uppi hafa verið í röðum ESB-sinna. Dómsdagsspár þeirra eru ekki þumlungi nær sannleikanum en verstu spár Icesave-sinna á Íslandi árið 2009 -- spár sem aldrei rættust!
Jón Valur Jensson.
Sýni ekki Bretum óþarfa hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 1.7.2016 kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Því meira sem ESB hatast við Bretann fyrir að vilja út, því meira sýna þau sitt rétta andlit fyrir okkur hinum, sem er gott, það sést með hverjum deginum eftir að bretar ákváðu að segja skilið við evrópusambandið sem meðlimir hvað það er í raun gott að vera ekki meðlimur, aðildarsinnar tala alltaf um hvað það sé lítið mál að segja skilið við sambandið ef þjóðir kysu en það er bara ekki raunin, það er verið að tala um að refsa bretum og hundsa þjóðaratkvæðagreiðsluna eða jafnvel kjósa aftur (allir sem hafa eitthvað kynnt sér ESB kannast nú við það, kjósa aftur og aftur og aftur þangað til að rétta niðurstaðan fæst fyrir ESB) og endaus áróður hversu vont þetta er fyrir bretland.
ESB er í raun að sanna það að eftir að maður er kominn inn þá er maður ekki á leiðinni út aftur allavegana ekki með góðu móti,því ef maður skyldi nú voga sér að segja upp áskriftinni í sambandið þá skuli sko refsa manni fyrir það af öllum þunga sem hægt er að finna.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.7.2016 kl. 11:10
Þakka þér þetta innlegg og umræðuna, Halldór Björgvin.
Jón Valur Jensson, 1.7.2016 kl. 14:20
ESB er eins og roach motel (Kakalakagildra) they can check in, but they can't check out.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.7.2016 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.