Endalaust reyna ESB-sinnar, á Bretlandi sem Íslandi, að halda áfram róðrinum í gremju sinni yfir Brexit. Rúv í sorgarlit!

Vesalings þingmaðurinn Dav­id Lammy, Verka­manna­flokknum, á ekki annað svar við Brexit-þjóðar­at­kvæðagreiðslunni á fimmtu­dag­inn en að óvirða hana. Átti hún þó að ákvarða um framtíð Bret­lands í eða utan Evr­ópu­sam­bandsins.

Seg­ir hann að mál­flutn­ing­ur þeirra sem hafi viljað úr sam­band­inu væri þegar að liðast í sund­ur og sum­ir óskuðu þess að hafa ekki kosið með því.

Þetta eru engin rök gegn nærri 1,3 milljónar meirihluta, enda hefur fjöldi manns áttað sig á því eftir á, að gróflega voru notuð fjarstæðukennd hræðslurök gegn úrsögninni, og voru þau engu skárri en Norður-Kóreu-einangrunarrök fylgis­manna Icesave á Íslandi.

Þrjátíu og þrjár og hálf milljón Breta tók þátt í atkvæðagreiðslunni, 71,8% atkvæðisbærra, og er það hæsta hlutfall þeirra í kosningum allt frá kosningu til brezka þingsins 1992 (BBC).

Brezki Verkamannaflokkurinn ætti nú fyrst að reyna að komast í sátt við sjálfan sig (samanber þessa frétt), áður en hann fer að taka lýðræðislegt vald frá almenningi.

En fóstbróðir þessarar ESB-eftirlegukindar í Verkamannaflokknum er meðal annarra Árni Páll Árnason í Samfylkingunni sem leggur ekki meira upp úr lýðræðinu, sem þarna býr að baki, en svo, að hann kallar það „furðuflipp“ af Cameron, forsætisráðherra Breta, að leyfa þessu að gerast! 

Menn hafa einnig veitt athygli undarlegum viðbrögðum Fréttastofu Rúv við tíðindunum frá Bretlandi. Þar hafa fréttamenn allt á hornum sér varðandi afstöðu almennings og voru reyndar í sorgarsjokki strax á föstudagsmorgun, eins og glöggt mátti heyra á fréttamönnum og dagskrárgerðarfólki þar!

Rúvarar finna ýmislegt sér til sárabóta eða öllu heldur til að bíta frá sér: slá því til dæmis upp, að Donald Trump sé ánægður með niðurstöðuna (og þá eigi hún náttúrlega ekki að geta verið góð, skv. forskriftum Rúv), ennfremur séu ISIS-samtökin ánægð með útkomuna! Engin uppsláttarfrétt um aðal-niðurstöðuna finnst á vefsíðu Rúv um Evrópusambandsmál, þess í stað reynt að hjakka í öllu því sem Rúvurum þykir við hæfi til að varpa rýrð á þessa ákvörðun almennings. Það er ekki eins og Rúv geti verið hlutlaust í þessu máli, svo heiftarlega hlutdrægir eru starfsmenn þess. Það hafa þeir einmitt verið líka gagnvart viðleitni sjálfstæðissinna á Íslandi til að bægja frá okkur ásókn ESB-þjóna í að gera land okkar að undirlægju Brussel-valdsins, og eiga þessir fjölmiðlamenn þó að heita starfsmenn lýðveldisins, ekki evrópska stórveldisins!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill hunsa þjóðaratkvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ég er nokkuð sammála því að þessi kosning á að standa.

Hún verður og er þegar farin að styrkja ESB.

Þessi kosning er að sýna okkur að allt þetta tal frá BREXIT liðum var lygi.

Vísindasamfélagið, sveitarfélög og fl. hafa verið að fá gríðarlega styrki úr ESB sem er þvert á það sem hefur verið haldið fram af BREXIT.

Smáríkin Skotland, N-Írland og Gíbraltar ætla að berjast með kjafti og klóm til að vera ÁFRAM í ESB.

Skotland ætlar að lýsa yfir SJÁLFSTÆÐI og ganga í ESB (Eru þar reyndar fyrir)

N-Írar sameinast Írlandi.

Gíbraltar Spáni.

Afhverju ætli þau vilji vera ÁFRAM í ESB?

Englendingar munu fara mjög illa úr þessu og það verður engin þjóð sem mun vilja fylgja í kjölfar þeirra.

En það er samt slæmt til þess að vita að það er búið að rústa framtíð ungra Englendinga vegna lyga BREXIT liða. Og á því liggur engin vafi að þeir LUGU...

Spurning hvort gefa ætti þjóðinni annan séns til að kjósa eða láta England verða öðrum víti til varnaðar.

þú hlóst um daginn þegar ég spáði þessu, kallaðir mig "spámann" og eitthvað fl. og viðhlæjendur þínir tóku undir.

Ég ætla nú ekki að fara að eigna mér þennan spádóm þar sem ég var nú bara að hafa eftir sérfræðingum BBC hér í UK.

En ertu ekki sammála að þetta er að fara nákvæmlega eins og þeir spáðu og jafnvel verr?

Ertu ekki sammála að BREXIT liðar lugu að íbúum Bretlands?

Finnst þér að það ætti á einhvern hátt að draga Boris og aðra BREXIT liða til ábyrgðar fyrir vísvitandi lygar?

Nú eru menn hér í fréttamiðlum í UK farnir að spá fyrir um mikla niðursveiflu og jafnvel kreppu í UK.

Ætlar þú að hlæja að því líka?

Snorri Arnar Þórisson, 27.6.2016 kl. 11:43

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Nei, ég er engan veginn sammála þér, Snorri ESB-málsvari.

Mótmælendatrúarmenn á N-Írlandi vilja ekki sameinast írska lýðveldinu.

Gíbraltarbúar vilja ekki sameinast Spáni, heldur vera brezkir.

Og hvernig eiga Skotar að hafa sömu drottingu og Englendingar, hvernig á sameinaða konungdæmið að halda áfram undir því heiti, án þess að vera annaðhvort í öðru ríkjasambandi eða ekki?

En það er kannski mál sem má leysa tæknilega eða gera Skotland annaðhvort að lýðveldi eða fá því annan þjóðhöfðingja af ensk-skozku konungsættinni, þess vegna t.d. prince Harry. Og það er svo sem ekkert að því, en hitt getur valdið deilum, ef England vill halda í olíulindir í Norðursjó.

Nei, ég hygg ESB-liðana hafa ýkt hrikalega um málin, ekki öfugt!

Og segðu mér ekki, að BBC sé hlutlaust!

Jón Valur Jensson.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 27.6.2016 kl. 14:06

3 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Jón Valur, Einangrunar-málsvari.

Þetta er byrjað og við skulum bara sjá hvernig þetta endar.

En viltu ekki svara spurningunum:

1. Ertu sammála/ósammála að þetta er að fara nákvæmlega eins og þeir spáðu og jafnvel verr?

2. Ertu sammála/ósammála að BREXIT liðar lugu að íbúum Bretlands?

3. Finnst þér að það ætti á einhvern hátt að draga Boris og aðra BREXIT liða til ábyrgðar fyrir vísvitandi lygar?

4. Nú eru menn hér í fréttamiðlum í UK farnir að spá fyrir um mikla niðursveiflu og jafnvel kreppu í UK. Ætlar þú að hlæja að því líka?

Snorri Arnar Þórisson, 27.6.2016 kl. 14:23

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Ísland er ekki einangrað, hefur viðskiptasambönd við fjölda ríkja.

Þú átt að vita svör mín við spurningunum -- öll gegn þínu áliti.

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 27.6.2016 kl. 14:27

5 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Síðan heitir, Fullveldisvaktinn, Samtök um rannsóknir á ESB.

Er ekki hægt að beina einföldum spurningum til ykkar?

Ég hef ekki hugmynd um hverju þú myndir svara þannig að þú mátt endilega upplýsa mig.

Mundu bara eftir 9 boðorðinu....

Snorri Arnar Þórisson, 27.6.2016 kl. 14:46

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki girnist ég hús náunga míns.

Snorri hefur fengið sín svör og getur nú farið að sinna öðrum vefsíðum.

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 14:51

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig lízt þér annars á leyniskjalið frá þýzka utanríkisráðherranum Steinmeier sem lekið var og komið á framfæri ekki seinna en í morgun?

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 14:58

8 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Boðorðin 10 (skipting í samræmi við 5. Mósebók)

--

9. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.

--

Engin svör hef ég fengið frá þér nema það að nú veit ég þú hefur ekki þor til að svara spurningunum þar sem þú veist að svarið er gegn þinni sannfæringu.

Snorri Arnar Þórisson, 27.6.2016 kl. 15:05

9 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ég hafði ekki séð þetta bréf en við lestur bréfsin nú sýnist mér verið að ræða hvernig leysa eigi deilu Rússlands og Úkraníu...

Steinmeier called for a resumption of three-way talks between the EU, Ukraine, and Russia in order to identify "practical solutions."

Ætla ekki að fara að leggja mat á hver sé hin eina rétta leið á lausn þessarar deilu en menn hljóta að velta fyrir sér alskonar möguleikum áður en niðurstaða fæst.

Skil ekki hvað þetta kemur Brexit við..

Snorri Arnar Þórisson, 27.6.2016 kl. 15:18

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er til mismunandi greining borðorðanna tíu;

ég notaði þá sömu og er í hinni glæsilegu, nýju Gídeon-útgáfu NT

(þeirri sömu sem vinstri menn í borgarstjórn þora ekki að leyfa skólabörum fá að gjöf, þó að námsskrá grunnskólans geri ráð fyrir að þau noti Nýja testamentið sem heimild í kristni- og trúarbragðasögu).

Ég hef ekki borið ljúgvitni gegn neinum náunga mínum hér!

Svör mín við einföldum spurningum þínum nr.1-3 eru öll NEI, en 4. spurningin er út í hött. Farðu nú að sinna einhverju öðru; ertu nokkuð á launum við þetta?

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 15:23

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Snorri þú átt ekki heima í Íslenska þjóðfélaginu. Þú ert einn að þeim sem þráast við að brjóta þjóðfélagið niður til hlýðni gagnvart ESB valdinu. Þú viðurkennir ekki að það er landráð og hefir alltaf verið frá 1258 þegar svikarar eins og þú drápu fólk til hlýðni við Noregs konung. Sérð þú einhvern megin mun á ESB sinnum núna og konungssinnum þá. Skýrðu muninn ef þú getur. 

Valdimar Samúelsson, 27.6.2016 kl. 15:50

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snorri hefur greinilega ekki heyrt af hinu birta leyniskjali Steinmeiers, sem er beint viðbragð við BREXIT Breta!

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 15:54

13 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ekki vera kjáni Valdimar!

Ég er ekkert minni Íslendingur þó ég ásamt rúmlega helmingi þjóðarinnar vilji skoða samstarf við aðrar þjóðir.

Svona dellutal eins landráð og fl. vitleysa dæmir ykkur sjálfa.

Og Jón Valur, ég er ekki á launum. Spurning með þig?

Ég hef bara ákveðna skoðun á hvernig ég vil sjá ísland framtíðar og berst fyrir þeirri skoðun.

Fólkið í landinu á að kjósa sína framtíð sjálft. Sérstaklega unga fólkið þar sem þetta er nú framtíð þeirra.

Þeir sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að eyðileggja þennan möguleika unga fólksins er hægt að kalla landráðamenn!!!

En drengir, þið þurfið að fara að undirbúa ykkur vegna þess að innan skamms þurfið þið að mæta á kjörstað og kjósa um framtíð unga fólksins..

Verið sælir.

Snorri Arnar Þórisson, 27.6.2016 kl. 17:54

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Snorri ef ég má. Hvaða framtíð ert þú að tala um en við vitum öll að hún hefir alltaf verið góð fyrir þá sem vinna og ekki svo slæm fyrir þá sem vinna ekki.

Ég spyr er bara ungt fólk á þessu landi og í hverju felst þessi slæma framtíð.? Þú ættir að gera þér grein fyrir því að hvergi nema á Íslandi er framtíð yngri kynslóðarinnar eins góð enda streymir það hingað bæði frá vestri og austri til þess að fá að vinna. Snorri þetta er staðreynd. 

Valdimar Samúelsson, 27.6.2016 kl. 18:53

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ja hérna hér! Margann furðufuglinn hefur maður séð í athugasemdum vefmiðla, en sjaldan eða aldrei sem nú!

Held að Snorri Arnar ætti að róa sig örlítið niður og leita sér síðan upplýsinga um þau mál sem hann tjáir sig um. Blind trú á eitthvað hefur aldrei skilað árangri, það gerir hins vegar upplýst umræða, byggð á gagnaöflun og víðsýni.

Gunnar Heiðarsson, 27.6.2016 kl. 19:22

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Snorri, ég hef aldrei fengið borgað fyrir nein blogg mín allt frá upphafi, þetta er allt sjálfboðavinna, en fyrir betri málstað en í þínu tilfelli, sem hefur unnið gegn lagalegum rétti og hagsmunum þjóðarinnar í Icesave-málinu og mælt óspart og af mikilli trúgirni með því Evrópusambandi sem hefur nú þegar beitt sér af ósvífni og hörku gegn okkur Íslendingum.

En orð þín dæma sig sjálf og eru strax farin að ofbjóða mönnum hér.

Jón Valur Jensson, 28.6.2016 kl. 05:28

17 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Mikið svakalega er viðhlæjendur þínir TVEIR málefnalegir.

Sjáumst í þjóðaratkvæðisgreiðslu um aðildarviðræður við ESB..

Snorri Arnar Þórisson, 28.6.2016 kl. 08:55

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi númer á boðorðunum eru ekki í Mósebókum. 

Ergo þessi ágreiningur um hvernig þau skuli númera.

Þér fer illa að skrifa hér af yfirlæti, Snorri.

Og skömm þín er mikil að vinna gegn fullveldisréttindum Íslands.

Jón Valur Jensson, 28.6.2016 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband