22.6.2016 | 18:43
Naumur meirihluti, síðast er fréttist, fyrir BREXIT - og íslenzkar hliðstæður ofurmæla-umræðu
Spennan er í hámarki í Bretlandi: allt virðist geta gerzt: úrsögn úr Evrópusambandinu eða naumur sigur ESB-manna, en nýjustu tvær skoðanakannanir sýna að 45% vilji að Bretland segi skilið við Evrópusambandið, en 44% vilja landið áfram innan sambandsins (könnun fyrirtækisins Opinium), og skoðanakönnun fyrirtækisins TNS sýnir 43% hlynnt því að yfirgefa Evrópusambandið, en 41% hlynnt áframhaldandi veru innan þess. (Mbl.is)
Hálfgerðar dómsdagsspár hafa verið í fyrirsögnum brezkra fjölmiðla margar síðustu vikur, en þetta er í raun mjög sambærilegt við endemis-hrakfaraspár manna eins og Gylfa Magnússonar, prófessors og ráðherra, Þórólfs Matthíassonar, prófessors og mikils ESB-sinna, og dr. Guðna Th. Jóhannessonar, dósents í sagnfræði, vegna Icesave-málsins --- allir töldu þeir stórháskalegt fyrir Íslendinga að segja NEI við Svavarssamningnum um Icesave (!) og að það hefði kostað okkur einangrun og eymd (sem enginn hefur þó upplifað!). Hefur réttilega verið bent á þessa hliðstæðu ofurmælamanna í löndunum tveimur í Staksteinum Morgunblaðsins.
Í báðum tilvikum virðist ætlunin hafa verið að hræða heilar þjóðir til að taka afstöðu á grundvelli ofurhræðslu. Þegar frá líður og raunverulegar afleiðingar atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi liggja fyrir, þá er mjög líklegt, að þeir þingmenn og ráðherrar, hópar, fjölmiðlar og stofnanir, sem með mestum ýkjum spáðu fyrir um afleiðingarnar, verði teknir á beinið fyrir ábyrgðarleysi, að efna til múgæsinga og blekkja kjósendur.
Það má segja, að hliðstæðir fullyrðingasmiðir hér á landi ættu að minnsta kosti að biðjast afsökunar, en sæta ella almennum átölum. En merkilegt nokk hafa þeir bara haldið sínu striki, einn þeirra (sá síðastnefndi, sem sagði að við myndum einangrast eins og Norður-Kórea og Myanmar herforingjanna) hefur jafnvel boðið sig fram til að verða forseti landsins! -- þaggað niður í einum mótframbjóðanda sínum og hnjóðað í hann fyrir að minnast á þessi mál opinberlega, eins og sá hefði brotið velsæmis- og veizlureglur ("Davíð, hefurðu enga sómakennd?!" eru hans fleygu orð, sem nægðu til að stöðva umræðuna), en dr. Guðni á enn eftir að gera fræðilega grein fyrir rökum síns máls. Við bíðum og vonum!
Jón Valur Jensson.
Fleiri vilja úr Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 23.6.2016 kl. 01:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.