Guðni Th. Jóhannesson MUN skrifa undir samþykkt Alþingis um að ganga í Evrópusambandið!

Ekkert í lögum okkar krefst þess, að þjóðar­at­kvæða­greiðsla verði um ákvörðun Al­þingis að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Verði það sam­þykkt á ný­skip­uðu þingi eftir haust­kosn­ingar, með ríkis­stjórn Pír­ata og ann­arra vinstri flokka við stjórn­völinn -- manna sem hafa lýst því yfir, að þeir taki ekki mark á bréfi Gunnars Braga Sveins­sonar til Brussel og að því sé umsóknin enn í fullu gildi (og samur er hugur Brussel-manna) -- þá yrði engin sjálfkrafa þjóðar­atkvæða­greiðsla næsta skrefið eftir þá samþykkt á Alþingi (jafnvel þótt samþykkt yrði með naumum, einföldum meirihluta).

Málið færi þó fyrir forsetann til undirskriftar (eða synjunar). En Guðni Th. Jóhannes­son hefur lýst því yfir í viðtali á Útvarpi Sögu, að hann MUNI skrifa undir, EF allar kröfur okkar verði upp­fylltar. En þá er hann að gefa það á vald ríkis­stjórnar, sem stendur þá að málinu, hverjar "allar kröfur" landsins (þ.e. HENNAR) verði. Guðni er þar með búinn að binda sig í báða skó með að fylgja þeirri ríkis­stjórn: hann MUNI skrifa undir!

Þetta er meiri háttar áhættu­mál í augum allra fullveldis­sinna. Guðni er EKKI okkar frambjóðandi, er það ekki algerlega ljóst?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ekki nógu gott fyrir Guðna það verður bara að segjast. Það er mikilvægt að komandi Forseti sé samstíga meirihluta fólksins í landinu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.6.2016 kl. 13:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þess vegna er það með öllu óskiljanlegt að maðurinn skuli mælast með meirihluta fylgi í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri?  En  eina marktæka skoðanakönnunin er KOSNINGARNAR sjálfar, það verður fróðlegt að sjá hernig hann kemur út þar?

Jóhann Elíasson, 20.6.2016 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sé að höfundur vill ekki að hver sem skrifi honum andmæli. Nú hefur hann í þriðja skiptið eytt andmælum mínum, svo kallar hann sig "lýðræðissinna". Heldur svo áfram hér að spúa bulli sínu yfir land og lýð með árróður og rangar fullyrðingar. 

Svo það komi skýrt fram þá hefur hinn ágæti frambjóðandi og verðandi forseti núna á laugardaginn kemur, aldrei sagt það sem höfundur setur hér í fyrirsögn. En sem fyrr, þá er hatur þeirra sem sitja í fortíðinni og lágkúrunni það mikið á þeim sem hafa aðrar skoðanir en þeir að það er fullyrt út í bláinn og farið með rangindi eða skoðunum annara eytt hér á bloggsvæðum séu þær ekki höfundum að skapi. Skömm að þessu og þeim sem halda sjálfir úti fyrirlestrum á útvarpsstöðvum til vansa.

Geri ráð fyrir að þessu verið eytt líka.....þannig að lengi lifi Guðni Th.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.6.2016 kl. 15:45

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvers lags rugl er þetta í ykkur. Guðni hefur marg lýst því yfir, að þjóðin eigi að hafa fyrsta og síðasta orðið vegna ESB. Hver er tilgangurinn með svona rugli? 

Jónas Ómar Snorrason, 20.6.2016 kl. 16:06

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég lokaði á mannorðsmeiðandi lyga-ummæli Sigfúsar á vefsíðu minni í dag, eftir að hann hafði margsinnis að undanförnu farið þar með meiðandi áburð og lygar um undirritaðan, en þó með ljótustum hætti kl. 12.19 í dag.

Einnig hér ber hann upp á mig "hatur" og það á málvini mínum Guðna Th., sem heilsaði mér brosandi í Sundhöllinni um daginn (eftir að ég hafði skrifað margar greinar gegn pólitískum málflutningi hans fyrr og síðar), og hann tók á móti mér með orðunum: "No hurt feelings!" og svo áttum við vinsamlegt spjall (hann var á leið í 9 manna umræðuþattinn). En ég held áfram að fjalla um málefnin, ólíkt Sigfúsi, sem fyrst og fremst stundar hér persónuárásir og gleymir siðferðisskyldu sinni að reyna að rökstyðja sitt mál.

Jón Valur Jensson, 20.6.2016 kl. 18:09

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ræddi málefni þessarar síðu o.fl. við Pétur Gunnlaugsson, lögfræðing og þáttastjórnanda, í innhringingu á Útvarpi Sögu 12. tímanum í morgun (verður endurtekið í kvöld). Hann hafði haft Guðna Th. í viðtalinu sem ég vísaði hér til og var alveg sammála mér um það inntak orða Guðna, að ef hann telur kröfum Íslands hafa verið mætt í viðræðum við ESB, þá muni hann skrifa undir lög um inngöngu Íslands í ríkjasambandið. Hann hefur það sem sé EKKI sem princíp að skrifa ekki undir (t.d. með vísan til þess, að innganga í Evrópusambandið feli í sér, að þess lög yrðu hér æðst laga og ráðandi, ryðjandi íslenzkum frá, ef um árekstra þeirra yrði að ræða (sbr. hér á þessu sama vefsetri: Guðni Th. Jóhannesson er ekki einarður verjandi landsréttinda), þjóðaratkvæðagreiðsla er EKKI eitthvað, sem hann myndi skáka þinginu með, enda talar hann ítrekað um, að þingið eigi að ráða lögunum.

Og ekkert sjálfgengilögmál er ríkjandi hér í lagasetningu um jafnvel stórmál og fullveldisskerðandi, þ.e.a.s. að þau verði að fara í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Tveir möguleikar á slíkri atkvæðagreiðslu eru þó fyrir hendi (og hvorugur þó tryggjandi, að landið haldi sjálfstæði sínu): 

1) að samþykkt verði breytingar- eða viðaukatillaga við frumvarp um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þess efnis, að áður en af þeirri inngöngu verði, skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. En engin lög eru hér í gildi um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu sem bindandi, hún hefði aðeins eftir eðli sínu ráðgefandi gildi, til að benda löggjafarvaldinu á vilja þjóðarinnar. Og hér er líka tvennt að athuga:

a) Ólíklegt er, að tillaga um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu yrði samþykkt í þinginu; árið 2009 voru bornar fram tvær slíkar breytingatillögur við þingsályktunartillögu (þált.) stjórnarflokkanna um að sótt skyldi um aðild að ESB; fyrst var slík tillaga borin upp í þingnefndinni, sem fjallaði um þá þált., en hún var felld. Þá var, í þingsalnum sjálfum, borin upp (af Vigdísi Hauksdóttur, minnir mig) slík breytingatillaga við þált. stjórnarflokkanna, en hún var einnig felld. Og með hliðsjón af því, að ekki var þá vilji til að leyfa þjóðinni að ráða þessu, þá skulu menn heldur ekki treysta því nú!

b) Varðandi afdrif hugsanlegs þjóðaratkvæðis um málið, þá kom það fram í máli fáeinna stjórnarþingmanna, að nokkurn eða nauman meirihluta NEI-atkvæða gegn "aðild Íslands" að ESB tækju þeir EKKI sem bindandi gegn því að staðfesta inngöngu landsins í Evópusambandið

2) Ef forseti, hver sem hann verður, myndi synja samþykktu lagafrumvarpi um ESB-inngöngu undirskriftar sinnar, þá yrði það lagt "svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu" skv. ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar. Felli þjóðin hið samþykkta lagafrumvarp, er það þar með úr sögunni. En hér er tvöfaldur hægur á:

(i) að einungis sumir frambjóðendur til forsetaembættisins eru ráðnir í því að hafna undirskrift slíks frumvarps, mér er aðeins kunnugt um Davíð Oddsson og Sturlu Jónsson, sem segðu NEI og myndu absolút vísa málinu í dóm þjóðarinnar. Guðni Th. hefur hins vegar ljáð máls á því að segja JÁ við slíku samþykktu lagafrumvarpi og þar með að staðfesta það.

(ii) Engin ákvæði eru í 26. greininni um að aukinn meirihluta þjóðarinnar þurfi til að samþykkja lagafrumvarp, jafnvel ekki þótt það fæli í sér fullveldisafsal löggjafarvalds, stjórnvalds og dómsvalds! En 75% meirihluta þurfti til að segja mætti upp Sambandslögunum frá 1918. Og Norðmenn hafa ákvæði í sinni stjórnarskrá um nauðsyn aukins meirihluta í Stórþinginu fyrir fullveldisframsali; ekkert slíkt ákvæði er í gildi hér, hvorki um afgreiðslu  þingsins né þjóðarinnar á slíku máli. Þess vegna gætu jafnvel færri en helmingur 63 þingmanna samþykkt slíkt framsal/afsal (ef einhverjir sitja hjá eða eru fjarverandi, eins og gerðist um skipan í hið ólögmæta "Stjórnlagaþing"), og eins gætu færri en 50% landsmanna með kosningarétt samþykkt slíkt fullveldisframsal, af því að ýmsir myndu ekki mæta á kjörstað og einhverjir sætu hjá.

--En þetta er ennfremur einhver stærsta hætta lýðveldisins: að yfirburða-áróðursstaða stórveldisins í fjármunum gæti gert þarna útslagið, eftir ára- og áratuga-áróður og uppsleikihátt þess við ýmsa leiðandi menn og aðra hér, með ókeypis boðsferðum til Brussel (sbr. grein Jóns Bjarnasonar, fv. ráðherra, um það) og með ótrúlega mörgum og margvíslegum styrkjum. Ennfremur eyddi ESB um hálfum milljarði króna í sína "Evrópustofu" hér á nokkrum árum, og sjálfur sendiherra ESB braut hér lög með áróðursferð um landið (sjá Tómas Inga Olrich um það). Kæmi endanlega til þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB, gæti allt þetta -- og einnig mikill fjöldi nýbúa með kosningarétt hér -- ráðið úrslitum í slíkri atkvæðagreiðslu. Vitað er, að í Tékklandi, Noregi og Svíþjóð, til dæmis að nefna, eyddi Evrópusambandið gríðarlegum fjármunum í áróður til stuðnings inntöku landanna í sambandið. Ójafnræði já- og nei-sinna væri þar með geipilegt. En á slíkt ójafnræði er ekki bætandi, því að nú þegar erum við með ESB-sinnaða fréttastofu hins volduga ríkisfjölmiðils* og einnig annað fjölmiðlaveldi í höndum ESB-sinna, 365, með útvarp og sjónvarp og einnig með ESB-hlynnt dagblað sem berst á hvert heimili landsmanna daglega og staðið hefur verið að því að birta ekki greinar frá sumum þeirra sem andvígir eru stefnu blaðsins.

Því er fullveldissinnum ekki til setunnar boðið; því fer nefnilega svo víðs fjarri, að sjálfstæði og fullveldi landsins sé öruggt -- það gæti verið komið undir vald Evrópusambandsins innan eins til tveggja ára!

Hið rétta viðbragð þjóðfrelsismanna er að taka þátt, hver með sínum hætti, í þeirri baráttu sem má ekki niður falla. Bíðum ekki með hendur í skauti, heldur athafnasöm í samstöðu með öðrum fullveldissinnum, t.d. í Heimssýn eða skrifum á samfélagsvettvangi, já, og með innhringingum á útvarpsstöðvar, þær sem það leyfa!

* Sbr. lokaorðin hér (smellið á):  pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2175173/#comment3625680

Jón Valur Jensson, 20.6.2016 kl. 20:19

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það gleymist í umræðunni um umsóknina að ESB, að núverandi stjórnarandstaða hefur ekki viðurkennt að umsóknin hafi verið dregin til baka. Bréf Gunnars Braga er túlkað á þann hátt að umsóknin sé einungis í bið.

Því telja þeir flokkar, komist þeir til valda, sig ekki þurfa álit þjóðarinnar né heldur forseta til að opna þær viðræður að nýju, einungis spurning hvort og þá hvenær ESB vill halda áfram.

Umsókn Össurar var ekki send til samþykktar forseta eða þjóðar og engin ástæða til að ætla sama fólki einhverja hugarfarsbreytingu.

Hins vegar gæti forseti, hafi hann kjark til, stöðvað þetta feigðarflan. Betra hefði verið ef ÓRG hefði gert slíkt, sumarið 2009 og látið reyna á 16. grein stjórnarskrárinnar.

Gunnar Heiðarsson, 20.6.2016 kl. 20:28

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér mjög gott innlegg hér, Gunnar, glögga sýn þína og gagnrýna, umfram allt í 3. málsliðnum, og hér þurfa menn að vera með það á hreinu, að þeir lesi ekki í gegnum þetta í flýti, með yfirborðslegum hætti, heldur átti sig á samhangandi rökum þessa máls og því sem fram undan kann að verða, í skýru ljósi þeirrar reynslu þjóðarinnar sem þú vísar hér til.

Jón Valur Jensson, 20.6.2016 kl. 23:40

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undir lið 2) í innleggi mínu kl. 20.19 átti vitaskuld að standa:

En hér er tvöfaldur hængur á:

Jón Valur Jensson, 21.6.2016 kl. 06:04

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Jónas, vandamálið með hann Guðna og hans yfirlýsingar er að þeim er bara engan vegin treystandi, hann hefur verið gripinn í beinni útsendingu að lygi, hann er yfirlýstur esb sinni og það verður lítið mál fyrir hann að finna ástæðu fyrir því að ekki ætti að kjósa um málið og seinna meir neita því að hann hafi nokkurntíman sagt að þjóðin ætti að ráða, yrið ekki í fyrsta skipti sem hann reynir að hagræða sögunni í sinn hag...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.6.2016 kl. 11:20

11 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Það lítur ekki út að þeir flokkar sem settu ESB viðræður á stað verði í næstu ríkisstjórn.

Þeir flokkar sem líklega og vonandi mynda næstu ríkisstjórn hafa báðir sagt að kosið verði um áframhaldandi viðræður í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það loforð verður ekki svikið þó framsókn og sjálfstæðismenn hafi svikið sitt loforð.

Guðni Th er margbúin að segja að það verður ekki gengið í ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að þú getur alveg verið rólegur...

Þú Jón Valur mætir svo og nýtir lýðræðislegan rétt þinn og kýst nei ef þú telur það vera hið rétta svar við ESB viðræðum og svo inngöngu.

Snorri Arnar Þórisson, 21.6.2016 kl. 11:52

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hvaða tvo flokka ertu að tala þarna í 2. málslið þínum, Snorri? Pírata og "Viðreisn"? Þeir hafa ekki meirihlutafylgi meðal almennings og gætu ekki myndað ríkisstjórn einir síns liðs. Ekki fengju þeir Sjálfstæðisflokk sem slíkan og Framsóknarflokkinn til að mynda ESB-innlimunarsinnaða ríkisstjórn, og þá hefðu þeir aðeins á Samfylkinguna að treysta og e.t.v. eða líklega Vinstri græn, einnig "Bjarta framtíð", ef hún fellur ekki út af þingi. Þetta yrði því mestmegnis vinstri stjórn, blanda af vinstrimennsku og ESB-fylgispekt.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lofuðu ekki neinni þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda áfram "viðræðum" við ESB á landsfundum sínum 2013; þvert á móti boðuðu landsfundirnir, að hætt skyldi við umsóknina. Bjarni Ben. sveik hins vegar flokk sinn í því máli með ábyrgðarlausum og umboðslausum prívat-yfirlýsingum, rétt eins og hann gerði í Icesave-málinu, og eins var um fáeina ráðherra aðra, en þeir voru bara brot af 38 manna þingmeirihluta stjórnarflokkanna.

Fyrir seinni hluta setningar þinnar nr. 2 hefurðu ekki tilfært neina beina heimild, og það er vel að merkja eitt, að einhver málsvari flokks hafi sagt eitthvað, og annað að flokkurinn sem slíkur hafi skuldbundið sig formlega.

Guðni Th. getur sagt hluti eins og þessa, sem þú hefur eftir honum, en í raun verið að tala án ábyrgðar, enda getur hann ekki haft nein áhrif á það, hvort af þjóðaratkvæðagreiðslu verður, nema með því að beita málskotsréttinum (synjunarvaldinu) skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar. En nú liggur fyrir, að hann HEFUR ljáð máls á því AÐ SKRIFA UNDIR LÖG UM INNTÖKU ÍSLANDS Í EVRÓPUSAMBANDIÐ, sbr. greinina og umræðuna hér ofar, þá sem þú sniðgengur með öllu í innleggi þínu.

Ég er því fjarri því að "vera rólegur" yfir þessu máli, hef ekki góða reynslu af því að treysta stjórnvöldum, hvorki í mínum gamla flokki né öðrum sem á þingi sitja, fyrir utan Framsóknarflokk í Icesave-málinu.

Svo gengurðu ennfremur fram hjá ábendingum um hættuna af því að einungis einfaldur meirihluti kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu geri út um málið, með hliðsjón af ofurveldi sjóða Evrópusambandsins og mútu- og áhrifagetu þess í áróðursstríði. Og ég treysti ekki mannseðlinu til að reynast vel í sérhverri freistingu -- eða til að taka ávallt upplýsta ákvörðun -- þannig get ég svarað einfaldri spurningu: "Treystirðu ekki þjóðinni?!"

Þar fyrir utan hef ég þegar bent á, að alls óvíst er, hvort um nokkra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að ræða í þessu máli; formlega og stjórnskipulega séð er slík atkvæðagreiðsla ekki áskilin um nein lög nema skv. 26. greininni og um stjórnarskrárbreytingu.

Jón Valur Jensson, 21.6.2016 kl. 19:41

13 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Jón Valur segir :

---

Og ég treysti ekki mannseðlinu til að reynast vel í sérhverri freistingu -- eða til að taka ávallt upplýsta ákvörðun -- þannig get ég svarað einfaldri spurningu: "Treystirðu ekki þjóðinni?!"

---

Lýðurinn er svo fávís að mati Jón Vals að hann vill hefta lýðræðið.

Sem betur fer eru risaeðlur eins og Jón Valur í algerum minnihluta.

Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 08:16

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hef ég hvergi sagt, að ég vilji "hefta lýðræðið".

Snorri Arnar getur reynt að nota sín stærstu orð, en þau verða ekki þeim mun skynsamlegri fyrir vikið.

Og það eru hans eigin orð að ætla mér að telja "lýðinn svo fávísan" -- orð án raka og falla því dauð um sjálf sig.

Menn, allir, eru upplýstir á ýmsan hátt, en fjölmiðlar hafa mjög mikil áhrif í pólitískum efnum; einnig stjórnmálaflokkar hafa sín áhrif og einstakir álitsgjafar, og vel að merkja er ýmsum þeirra hossað umfram aðra í fjölmiðlum, jafnvel í báðum sjónvarps- og útvarpsveldunum stærstu, og ég hef í fyrradag fjallað hér um það, hvernig fyrrverandi starfsmaður og síðar styrkþegi Evrópusambandsins, Eiríkur Bergmann Einarsson, hefur fengið ótrúlega greiðan aðgang umfram flesta aðra að þessum fjölmiðlaveldum með sinn hutdræga málflutning, og samt er jafnvel látið sem hann sé hlutlaus áltsgjafi! - en sjá um það hér: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2175173/#comment3625680

Jón Valur Jensson, 22.6.2016 kl. 12:13

15 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

En það er bara staðreynd að þú treystir ekki lýðnum og vilt því ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki nema vægi atkvæða verði breytt þínum málstað í hag..    

Þú endurtekur það aftur og aftur.

Þetta er hættuleg forræðishyggja sem íslenskur almenningur vill losna við og mun vonandi gera það á næstu árum.

Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 14:15

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki bara mínum málstað í hag, heldur framtíðarhag Íslands, að varnir fullveldis okkar og sjálfstæðis séu treystar.

Aðrar þjóðir hafa heri til að verja landamæri sín; við gerum það með þátttöku í varnarbandalagi, en þurfum einnig á öðrum vörnum að halda, ef við viljum halda hér löggjafarvaldinu íslenzku, þar sem 1) Alþingi, 2) forsetinn og 3) þjóðin fara með það löggjafarvald; en ef við létum sogast inn í Evrópusambandið, þá væri löggjafarvaldið komið til Brussel og Strassborgar og æðsta túlkun laganna kominn til ESB-dómstólsis, ekki Hæstaréttar Íslands.

Sambandslögin 1918 kváðu á um lágmarksþátttöku þegar kosið yrði um að fella þau úr gildi: í 1. lagi þurfti 2/3 alþingismanna til, í 2. lagi skyldi kosið um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, og urðu 3/4 atkvæðisbærra kjósenda að taka þátt í henni, og í 3. lagi þyrfti 3/4 greiddra atkvæða til, að lögin féllu úr gildi. (Þú getur t.d. lesið þér til um þetta í Íslandssögu L-Ö eftir Einar heitinn Laxness, fyrri útg. 1977, s. 113-115.) 

Þetta voru því ströng skilyrði, en engin ástæða til að kvarta hjá samhuga þjóð.

En vitaskuld vilt þú, ESB-aðdáandinn, ekki hafa neinar traustar varnir fyrir sjálfstæði Íslands og fullveldi.

Jón Valur Jensson, 22.6.2016 kl. 17:04

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

En þar fyrir utan er ekki einu sinni víst, að vinstri ESB-sinnuð ríkisstjórn myndi halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta, enda eru engin lög til um sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu af því taginu og ekki, að hún yrði bindandi. Menn gætu því kallað hana "ráðgefandi", en samt óvirt niðurstöðuna ef t.d. NEI-atkvæðin væru á bilinu 50-55%, og borið ýmsu við, t.d. einhverri meintri nauðsyn eða tímabundnu ástandi eða því, að allnokkur meirihluti hafi náðst fyrir inntöku í ESB í atkvæðagreiðslunni í Alþingi.

Forsetinn gæti sagt NEI við samþykkt laga um slíka ESB-inntöku, en þarna gæti framtíð Íslands legið í höndum Guðna Th., sem sjálfur hefur lýst sig opinn fyrir því að fara hugsanlega inn í Evrópusambandið og þar með að segja við fullveldismissinum!

Jón Valur Jensson, 22.6.2016 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband