Vilhjálmur Bjarnason alþm. er ESB-inntökusinni

Fullveldis­sinnaðir stuðnings­menn Sjálf­stæðis­flokks í Suð­vestur­kjör­dæmi geta með at­kvæðum sín­um stuðl­að að því að full­veldis­sinn­ar kom­ist á þing, en Vil­hjálmur er ekki einn þeirra, er jafnvel í fram­kvæmda­ráði hinna ESB-inn­limunar­sinn­uðu öfug­mælasamtaka "Já Ísland!" - situr þar með mönnum eins og Bene­dikt Jóhannes­syni (formanni "Viðreisnar", nýs flokks Evópu­sam­bands­sinna), Auðuni Arnórs­syni stjórn­mála­fræðingi, fyrrv. blaðamanni Fréttablaðsins (en nú starfsmanni sendiráðs hér á landi), Baldri Dýrfjörð og Baldri Þórhalls­syni, vara­þing­manni Samfyk­ingar­innar, "Jean Monnet-prófessor" og milljóna styrkþega Evrópu­sambandsins.

Þar eru einnig Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur, Bolli Héðinsson hagfræðingur (skrifar iðulega í Fréttablaðið), Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur (ung), Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður Bjartrar framtíðar, sem er að hætta á þingi, Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur og fyrrv. forstj. Varnarmálastofnunar, nú frkvstj. Kirkjuþings, Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vega­gerð­ar­innar, fv. fréttamaður, bróðir Þórólfs prófessors (sem sjálfur er óbreytt­ur félags­maður í þessum öfug­mæla­samtökum), G. Valdimar Valdemarsson, kerfis­fræðingur, var í Framsóknarflokki, síðast þegar fréttist.

Enn eru hér fleiri dæmi úr hinu 122 manna framkvæmdaráði ESB-sinnanna:

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri, fv. bæjarstjóri (maður Helgu Völu).
Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og söngvari ágætur.
Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri og ráðgjafi, skrifar mikið í blöð um landbúnaðarmál og hefur fengið mikla faglega gagnrýni vegna fullyrðinga hans um verðlagsmál.
Guðmundur Gunnarsson, fv. formaður Rafiðnaðarsambandsins, sat í "stjórnlagaráði!
Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður "Bjartrar framtíðar"!
Guðrún Pétursdóttir (sendiherra Benediktssonar), lífeðlisfræðingur, fyrrv. forsetaframbjóðandi, ekkja Ólafs Bannibalssonar.

Og enn tökum við fleiri dæmi úr hinni opinberlega birtu skrá:

Gylfi Zoega, prófessor.
Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri, fv. blm. Mbl.
Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur, m.a. hælisleitenda.
Helgi Jóhann Hauksson stjórnmálafræðingur.
Helgi Magnússon framkvæmdastjóri.
Helgi Pétursson tónlistarmaður.
Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP
Hörður Unnsteinsson stjórnmálafræðingur
Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, fv. skólastjóri.
Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, varaform. Samfylkingar, Icesave-kona.
Lúðvík Emil Kaaber, lögmaður og endurskoðandi.
Margrét Kristmannsdóttir, frkvstj., formaður SVÞ, Icesave-greiðslusinni.
Oddný G. Harðardóttir alþm., frambjóðandi í formannskjöri Samfylkingar.
Óttarr Ólafur Proppé, alþingismaður Bjartrar framtíðar, formaður þingnefndar um frumvarp til útlendingalaga, sem samþykkt voru samhljóða á Alþingi í gær, en sennilega í andstöðu við vilja verulegs fjölda landsmanna.
Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur
Pawel Bartoszek stærðfræðingur, skrifar í Fréttabl., sat í "stjórnlagaráði".
Pétur Gunnarsson blaðamaður.
Pétur J. Eiríksson hagfræðingur.
Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, háttsett í Samfylkingu.
Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur, (fv.?) blm. á Fréttablaðinu
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar.
Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur, var virkur í blaðaskrifum með ESB.

Í framkvæmdaráðinu, sem valið var á aðalfundi 30. september 2015, eru að endingu, meðal annarra, fleiri forvitnilegir aðilar eins og Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull í CCP og Tortólamaður, fyrrv. gjaldkeri Samfylkingarinnar og fyrrv. stjórnarmaður Kjarnans (sagði af sér vegna Panamamálanna), sat þrátt fyrir ESB-kappsemi sína í "stjórnlagaráði" (!), Vilmundur Jósefsson, fv. formaður Samtaka atvinnulífsins, Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur, Þorkell Helgason, fv. orkumálastjóri, sem einnig sat í "stjórnlagaráði", og Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra.

Þjóðin á rétt á að vita um afstöðu þessa fólks. Áðurnefndur Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og alþingismaður, hefur nú upplýst, að hann hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í næstu kosningum. Naumast er hann valkostur fullveldissinna!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilhjálmur gefur áfram kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér fyrir þennan lista Jón, þetta fólk tilheyrir því sem ég vel að kalla landsöluliðið. Það hefur selt sálu sína fyrir peninga og hugsar engan veginn um þjóðarhag heldur einungis, hvað það getur persónulega fengið í budduna með því að selja landið og fiskimiðin.

Gott að sjá þessa uppstillingu hér og þakka þér fyrir árvekni þína og þáttöku í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. 

Gústaf Adolf Skúlason, 4.6.2016 kl. 09:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Beztu þakkir fyrir innleggið, mikli vökumaður sjálfur um grundvallar-hagsmunamál lands og þjóðar. Sjáumst senn!

Jón Valur Jensson, 5.6.2016 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband