30.3.2016 | 13:07
ESB-menn fá sérmeðferð hjá Fréttastofu Rúv
Athygli vakti undirritaðs, að í hádegisfréttum Rúv var Vilhjálmi Þorsteinssyni, gjaldkera Samfylkingar, gefið sérstakt færi á að tala gegn krónunni og með Evrópusambandinu. Ólíkt harðri atsókn Fréttastofu Rúv gegn forsætisráðherra o.fl. ráðherrum fekk Vilhjálmur (sem er frændi undirritaðs og aðaleigandi CCP) algera sérmeðferð hjá Rúv: hann þurfti ekki að sitja undir hvössum spurningum fréttamanns, þurfti ekki að mæta í viðtal og heldur ekki að sitja undir algengum ummælum Rúv-manna um ýmsan annan þessar vikurnar: "hann/hún gaf ekki færi á viðtali við fréttastofuna." Já, vitaskuld fá meiri háttar talsmenn Evrópusambandsins sérmeðferð hjá þessari hlutdrægu Fréttastofu Rúv.
Ólíkt þessari aðferð meintra fréttamanna sagði þó sjálfur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vegna þessa máls við mbl.is í gær, að það samrýmdist ekki því að gegna trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna að tengjast félögum í skattaskjólum, flokkurinn hefði tekið afgerandi afstöðu gegn slíku.
Vilhjálmur gerir lítið úr muninum á tekjuskattinum, sem hann greiðir í Lúxemborg miðað við Ísland (það muni 1,84%), en Páll Vilhjálmsson blm. hefur annað og ekki síður athyglisvert sjónarhorn á málið:
Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingar stundar atvinnustarfsemi á Íslandi en sækir í skattaskjólið í Lúxembúrg, sem Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri ESB bjó til handa auðmönnum.
Ólíkt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stundar Vilhjálmur atvinnustarfsemi hér á landi. Arðurinn er skattlagður í Lúx og kemur ekki til samneyslunnar hér á landi.
Skattaskjólið í Lúxembúrg er skálkaskjól, enda lágskattastefnan, sem Juncker bjó til, handa auðmönnum í ESB-ríkjum sem öðrum.
Fróðlegt en ekki tíundað í "Ríkisútvarpinu"!
Aflandsfélagið ekkert leyndarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Athugasemdir
Jafnvel mætti halda því fram að gjaldkeri Samfylkingarinnar sé mjög trúr sinni sannfæringu með því að geyma fé sitt í hjarta evrulands.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2016 kl. 21:12
Gleymir þú því ekki að Lúxemburg er SKATTAPARADÍS ekki síður en Bresku Jómfrúreyjarnar, Guðmundur?
Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 09:02
Nei ég gleymdi því alls ekki.
Skattaparadís í hjarta evrulands.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2016 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.