22.3.2016 | 01:58
Meintir fréttamenn misnota Rúv til hatramms áróðurs sem er til skammar fyrir lýðveldið gagnvart bandalagsríkjum
Fréttastofa Rúv (FRúv) kallar ríkisstjórn þessa manns og þriggja annarra bandalagsríkja okkar í NATO "öfgafullar fasistastjórnir"! Skyldi FRúv leiðast að heyra hann segja sannleikann um ESB-stefnuna í málefnum Evrópu? Samkv. hvaða mælikvarða ríkisstarfsmanna Rúv eru ríkisstjórnir Ungverjalands, Póllands, Tékklands og Slóvakíu "öfgafullar fasistastjórnir"? Og er það þá satt, að alls engir íslenzkir öfgamenn á launum hjá þjóðinni misnoti Rúv til pólitísks áróðurs?
Hér er að finna ræðu Viktors Orban og neðar útdrátt úr henni á myndbandi með neðanmálstextum á ensku. Meðal þess, sem hann talar um þarna, er þetta:
02:15 | It is forbidden to say that in Brussels they are concocting schemes | |
02:19 | to transport foreigners here as quickly as possible and to settle them here among us. | |
02:26 | It is forbidden to point out that the purpose of settling people here | |
02:30 | is to reshape the religious and cultural landscape of Europe, and to reengineer its ethnic foundations. | |
02:39 | thereby eliminating the last barrier to internationalism: the nation-states. | |
02:46 | It is forbidden to say that Brussels is now stealthily devouring more | |
02:51 | and more slices of our national sovereignty, | |
02:55 | and that in Brussels many are now making a plan for a United States of Europe | |
03:01 | for which no one has ever given authorisation. |
Það ætti ekki að vera nein goðgá að ræða þessi mál, hvað sem mönnum kann að finnast um þau, og Orban, forsætisráðherra Ungverja, verður ekki ákærður fyrir fasisma að tala með þeim hætti, sem hann gerði hér, sbr. myndbandið hér neðst með útdrætti úr ræðu hans (enskir textar fylgja).
Jón Magnússon hrl., fyrrv. alþm., hefur á Moggabloggsíðu sinni skrifað harða, en sanngjarna gagnrýni á Fréttastofu Rúv fyrir það tiltæki að ráðast með óbótaskömmum á ríkisstjórnir fjögurra bandalagsríkja okkar. Hann ritar m.a.:
"14.3.2016 | 12:29
Móðgun við bandalagsríki
Eftir að hafa hlustað á kvöldfréttir RÚV í gær þá var mér meira en nóg boðið. Ríkisfréttastofan á Íslandi kallar ríkisstjórnir fjögurra bandalagsríkja okkar í EES og NATO öfga- og fasistastjórnir. Við skulum vona að fólk erlendis sé eins og hér almennt hætt að taka mark á fréttaflutningi RÚV.
Stjórnmálaflokkurinn AfD (Alternativ für Deutschland) sem vann afgerandi kosningasigur í Þýskalandi í gær er kallaður öfgaflokkur af fréttastofu RÚV.
Ég kynnti mér hvernig fréttamiðlar í okkar heimshluta skýra frá þessum hlutum. Af virtum dagblöðum og fréttamiðlum á Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum er hvergi að finna að AfD sé kallaður öfgaflokkur. Þá er hvergi að finna að þessir fréttamiðlar leyfi sér að kalla ríkisstjórnir Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands öfgafullar fasistastjórnir eins og RÚV gerir. [...]
Stjórnendur RÚV verða að átta sig á að þeir bera ábyrgð á fréttaflutningi stofnunarinnar. Fréttir eiga að vera hlutlægar og sannar. Fréttamaðurinn sem ber ábyrgð á fréttinni um fasísku öfgastjórnirnar í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Ungverjalandi er ekki starfi sínu vaxinn og það er stjórnandi fréttaútsendingarinnar ekki heldur.
Hvað svo með að móðga fjórar lýðræðisþjóðir, bandalagsþjóðir Íslands? Er það bara allt í lagi að bullukollast með stjórnarfar í þeim löndum eins og fréttamenn RÚV og stertimennið Eiríkur Bergmann gerðu í gærkvöldi? Varðar það engum viðurlögum innan RÚV eða eiganda þess að standa sig ekki í starfi og segja hlustendum ósatt eða hagræða sannleikanum í fréttatímum?"
Þetta ótrúlega tilfelli, að fjögur bandalagsríki okkar í NATO eru á Rúv að ósekju sögð vera undir "öfgafullum fasistastjórnum", er fullt tilefni fyrir útvarpsstjóra og útvarpsráð (og jafnvel, ef annað þrýtur, fyrir menntamálaráðherrann og Alþingi) til að kalla eftir rannsókn á vinnubrögðum fréttastofunnar og einstakra fréttamanna og hreinsa þar síðan til, ef niðurstaða rannsóknarinnar mælir ótvírætt með slíkri lausn mála.
Fréttastofu Rúv ber undanbragðalaust að standa undir lagaskyldu sinni til hlutlægs fréttaflutnings, sannsögli og óhlutdrægni.
Ríkisstjórnin eða utanríkisráðherra ætti ennfremur að biðja ríkisstjórnir eða sendifulltrúa ríkjanna fjögurra, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands, opinberlega afsökunar á þessari fullkomnu móðgun og grófu misnotkun ríkisfjölmiðilsins.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:48 | Facebook
Athugasemdir
Ertu að segja að New World Order stýri fréttastofunum, embættismönnunum, dómstólunum, og að þessir aðilar reyni að stýra umræðunni og ráðningum í allar áhrifastöður?
Egilsstaðir, 22.03.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.3.2016 kl. 12:22
Nei, ágæti Jónas, það er ég ekki að segja, fullyrði ekkert í þá átt.
Jón Valur Jensson, 22.3.2016 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.