2.2.2016 | 06:44
Fv. varnarmálaráðherra Breta: "Að vera í ESB býður hættunni heim"!
Liam Fox segir hryðjuverkamenn komast til landsins undir yfirskini þess að vera flóttamenn. Því stafi Bretum hætta af straumi hælisleitenda og flóttamanna til álfunnar og verri gætu afleiðingarnar orðið en árásirnar sem konur urðu fyrir í Köln o.fl. þýzkum borgum um áramótin.
Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins Daily Telegraph við Liam Fox en þar segir hann að Bretar þurfi að endurheimta sjálfstæði sitt og segja skilið við Evrópusambandið til þess að koma í veg fyrir að þessi staða geti komið upp. Segir hann út í hött að halda því fram, líkt og David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafi gert, að vera Breta í Evrópusambandinu styrkti þjóðaröryggi þeirra. Bretlandi stafaði hætta af veru sinni í sambandinu af fjölmörgum ástæðum. Þar á meðal vegna efnahagskrísunnar á evrusvæðinu. (Mbl.is segir frá, leturbr. jvj.)
Þessi fyrrverandi ráðherra segir "yfirvöld í Grikklandi og á Ítalíu ekki hafa hugmynd um það hvaða fólk sé að koma til landa þeirra með bátum frá Tyrklandi og yfir Miðjarðarhafið, hvort um sé að ræða flóttamenn, hælisleitendur, fólk að flýja bág kjör eða hryðjuverkamenn sem haldi því fram að þeir séu flóttamenn eða hælisleitendur."
Þetta er alvarleg áminning, ekki aðeins til ríkisstjórnar íhaldsmanna í Bretlandi, heldur til margra ríkisstjórna í Evrópusambandinu. Standa hefði mátt miklu betur að þessum flóttamannamálum, en eins og of lengi var látið reka á reiðanum, má líklegt telja, að varnir landanna hafi riðlazt eða veikzt.
Jón Valur Jensson.
Vera í ESB bjóði hættunni heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Hermál, varnarmál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.