27.8.2015 | 16:19
Ánægjufrétt síðustu viku: "Evrópustofu" verður lokað 1. september
Það styttist í lokun hennar: eftir 5 daga! Fréttin kom á vefsíðu áróðursstofunnar; rekstrarsamningur hennar rennur út í lok ágúst. Hún hefur nú spanderað hér hundruðum milljóna frá ársbyrjun 2012 ...
"í tengslum við umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið. Rekstur hennar hafði áður verið boðinn út og í kjölfarið samið við íslenska almannatengslafyrirtækið Athygli og þýska almannatengslafyrirtækið Media Consulta. Athygli sagði sig frá verkefninu á síðasta ári og var öllum starfsmönnum Evrópustofu sagt upp störfum. Media Consulta hefur síðan eitt séð um reksturinn." (Mbl.is)
Hér skal tekið undir hvatningu um, að birtir verði reikningar um útgjöld þessarar rangnefndu "Evrópustofu" (Evrópusambands-áróðursstofa er hún). Til hverra fóru greiðslur, til hvaða samtaka og einstaklinga og til hvaða áróðursverkefna og auglýsinga? Krafan er eðlileg. Þetta er geipilegt fé í heildina talið:
Samningurinn um rekstur Evrópustofu var til tveggja ára með fjárframlagi upp á allt að 1,4 milljónir evra eða rúmlega 200 milljónir króna. Samkvæmt samningnum var heimilt að framlengja hann um tvö ár til viðbótar. Það er fram á þetta ár. (Mbl.is)
Íslenzk stjórnvöld höfðu lýst þeirri stefnu sinni, að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu, og þótt því hafi verið tekið seinlega og af ólund í Brussel (auk þess sem utanríkisráðherrann hefur ekki beitt sér af styrk í málinu), þá var "tekin ... ákvörðun um það af hálfu Evrópusambandsins að bjóða rekstur Evrópustofu ekki út á nýjan leik" (Mbl.is). Vonandi verða það endalokin á ásælni þessa stórveldabandalags á hendur okkur.
Jón Valur Jensson.
Evrópustofu lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Athugasemdir
Ég vil sjá hverjir fengu greiðslur frá Evrópustofunni.það væri hægt að búa til nafnalista hér sem líklegir og sjáum hvað kemur á daginn fyrst.
Valdimar Samúelsson, 27.8.2015 kl. 16:46
Sæll Jón Valur. Ég er ekki að finna neinar fréttir að verið sé að loka Evrópustofunni. Stimplí ég inn leitarorð Evrópustofa í Morgunblaðir þá kemur ekkert. :-)
Valdimar Samúelsson, 27.8.2015 kl. 16:52
Hér var bloggað við fréttina Evrópustofu lokað á Mbl.is.
B.kv. -JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 27.8.2015 kl. 16:57
Þakka ég sá ekki greinina og skrítið að orðið Evrópustofa kom ekki upp í leit á MBL. :-) Kv V PS anda léttar núna...
Valdimar Samúelsson, 27.8.2015 kl. 20:01
Jón Valur Jensson, 28.8.2015 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.