Ánægjufrétt síðustu viku: "Evrópustofu" verður lokað 1. september

Það styttist í lokun hennar: eftir 5 daga! Fréttin kom á vefsíðu áróð­urs­stof­unnar; rekstrar­samn­ingur henn­ar renn­ur út í lok ág­úst. Hún hefur nú spanderað hér hundruðum milljóna frá ársbyrjun 2012 ...

"í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Rekst­ur henn­ar hafði áður verið boðinn út og í kjöl­farið samið við ís­lenska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið At­hygli og þýska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið Media Consulta. At­hygli sagði sig frá verk­efn­inu á síðasta ári og var öll­um starfs­mönn­um Evr­ópu­stofu sagt upp störf­um. Media Consulta hef­ur síðan eitt séð um rekst­ur­inn." (Mbl.is)

Hér skal tekið undir hvatningu um, að birtir verði reikningar um útgjöld þessarar rangnefndu "Evrópustofu" (Evrópusambands-áróðursstofa er hún). Til hverra fóru greiðslur, til hvaða samtaka og einstaklinga og til hvaða áróðurs­verkefna og auglýsinga? Krafan er eðlileg. Þetta er geipilegt fé í heildina talið:

Samn­ing­ur­inn um rekst­ur Evr­ópu­stofu var til tveggja ára með fjár­fram­lagi upp á allt að 1,4 millj­ón­ir evra eða rúm­lega 200 millj­ón­ir króna. Sam­kvæmt samn­ingn­um var heim­ilt að fram­lengja hann um tvö ár til viðbót­ar. Það er fram á þetta ár. (Mbl.is)

Íslenzk stjórnvöld höfðu lýst þeirri stefnu sinni, að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu, og þótt því hafi verið tekið seinlega og af ólund í Brussel (auk þess sem utanríkisráðherrann hefur ekki beitt sér af styrk í málinu), þá var "tek­in ... ákvörðun um það af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins að bjóða rekst­ur Evr­ópu­stofu ekki út á nýj­an leik" (Mbl.is). Vonandi verða það endalokin á ásælni þessa stórveldabandalags á hendur okkur.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Evrópustofu lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil sjá hverjir fengu greiðslur frá Evrópustofunni.það væri hægt að búa til nafnalista hér sem líklegir og sjáum hvað kemur á daginn fyrst. 

Valdimar Samúelsson, 27.8.2015 kl. 16:46

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæll Jón Valur. Ég er ekki að finna neinar fréttir að verið sé að loka Evrópustofunni. Stimplí ég inn leitarorð Evrópustofa í Morgunblaðir þá kemur ekkert. :-) 

Valdimar Samúelsson, 27.8.2015 kl. 16:52

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hér var bloggað við fréttina Evrópustofu lokað á Mbl.is.

B.kv. -JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 27.8.2015 kl. 16:57

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka ég sá ekki greinina og skrítið að orðið Evrópustofa kom ekki upp í leit á MBL. :-) Kv V PS anda léttar núna...

Valdimar Samúelsson, 27.8.2015 kl. 20:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

smile smile laughing

Jón Valur Jensson, 28.8.2015 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband