10.7.2015 | 22:19
Guðlaugur Þór: EFTA-aðild betri en að vera í ESB
Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrv. ráðherra, stendur sig vel í því að kynna Bretum (m.a. á BBC, þar sem þessi mynd var tekin í dag) kosti þess að standa utan Evrópusambandsins, og má telja hér upp marga þeirra, t.d. um tollamál: "EFTA-ríkin standi utan sameiginlegra tollastefnu Evrópusambandsins. Ríkin geti þar með ekki aðeins átt í fríverslun við sambandið heldur einnig samið um fríverslun við ríki utan þess. Það sé nokkuð sem Bretland geti ekki sem hluti af Evrópusambandinu. Bæði Sviss og Ísland hafi gert fríverslunarsamning við Kína á síðasta ári. Bretar hafi ekki heimild til þess."
Þetta er meðal þess sem Guðlaugur og félagar hans í Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR) hafa verið að benda á, en Guðlaugur er varaformaður þeirra samtaka.
Fríverslun og sjálfstæð þjóðríki hefur reynst mjög góð samblanda. Tekjur miðað við íbúafjölda eru að meðaltali 56% hærri í EFTA-ríkjunum en innan Evrópusambandsins. Bæði heimalönd okkar flytja meira út til sambandsins en Bretland," og:
Mörg ár eru síðan skoðanakannanir hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í sambandið í löndum EFTA. Ísland hefur formlega dregið umsókn sína til baka og hreyfing stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið í Sviss hefur viðurkennt ósigur sinn og hætt störfum. Hvað Noreg varðar sýndi síðasta skoðanakönnun 17,8% hlynnt inngöngu og 70,5% á móti, segja Guðlaugur og aðrir talsmenn AECR.
Og athyglisverður þessi punktur, að ef Bretland væri nú utan ESB, þá gæti Evrópusambandið ekki sannfært Breta um að ganga þar inn í dag. Bretland var áður í EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, og hefði trúlega allan hag af því að ganga í þau aftur.
JVJ
Fríverslun og sjálfstæði góð blanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.