Guðlaugur Þór: EFTA-aðild betri en að vera í ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í húsakynnum BBC í dag. Guðlaugur Þór Þórðar­son, fyrrv. ráðherra, stendur sig vel í því að kynna Bretum (m.a. á BBC, þar sem þessi mynd var tekin í dag) kosti þess að standa utan Evrópusambandsins, og má telja hér upp marga þeirra, t.d. um tollamál: "EFTA-rík­in standi utan sam­eig­in­legra tolla­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins. Rík­in geti þar með ekki aðeins átt í fríversl­un við sam­bandið held­ur einnig samið um fríverslun við ríki utan þess. Það sé nokkuð sem Bret­land geti ekki sem hluti af Evr­ópu­sam­band­inu. Bæði Sviss og Ísland hafi gert fríversl­un­ar­samn­ing við Kína á síðasta ári. Bret­ar hafi ekki heim­ild til þess."

Þetta er meðal þess sem Guðlaugur og félagar hans í Evr­ópu­sam­tökum íhalds­manna og um­bóta­sinna (AECR) hafa verið að benda á, en Guðlaug­ur er vara­formaður þeirra samtaka.

„Fríversl­un og sjálf­stæð þjóðríki hef­ur reynst mjög góð sam­blanda. Tekj­ur miðað við íbúa­fjölda eru að meðaltali 56% hærri í EFTA-ríkj­un­um en inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Bæði heima­lönd okk­ar flytja meira út til sam­bands­ins en Bret­land," og:

„Mörg ár eru síðan skoðanakann­an­ir hafa sýnt meiri­hluta fyr­ir inn­göngu í sam­bandið í lönd­um EFTA. Ísland hef­ur form­lega dregið um­sókn sína til baka og hreyf­ing stuðnings­manna inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í Sviss hef­ur viður­kennt ósig­ur sinn og hætt störf­um. Hvað Nor­eg varðar sýndi síðasta skoðana­könn­un 17,8% hlynnt inn­göngu og 70,5% á móti,“ segja Guðlaugur og aðrir talsmenn AECR.

Og athyglisverður þessi punktur, að ef Bretland væri nú utan ESB, þá gæti Evr­ópu­sam­bandið ekki sann­fært Breta um að ganga þar inn í dag. Bretland var áður í EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, og hefði trúlega allan hag af því að ganga í þau aftur.

JVJ


mbl.is Fríverslun og sjálfstæði góð blanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband