ESB reynir að þvinga þjóðir - og Rúvarar passa upp á þöggunina!

Grikkir láta ekki auðveldlega kúga sig - ekki einu sinni rúml. 500 milljóna Evrópusambandið! Þó reynir ESB það, jafnvel þvert gegn TRÚ Grikkja, en Rúv passar að þagga það niður.

Þessi frétt birtist á Ruv.is 1. nóv. 2014:

Gríska rétttrúnaðarkirkjan á móti bálförum

Gríska rétttrúnaðarkirkjan lýsti því yfir í gær að líkbrennsla væri vanvirðing við bæði trúna og mannslíkamann sem væri hof Heilags Anda, kirkjan myndi því ekki annast útför þeirra sem kysu að láta brenna sig og hver sá sem lýsti því yfir að hann hygðist gera það segði sig þar með úr kirkjunni.

Líkbrennsla var lögleidd í Grikklandi árið 2006 en enn hafa yfirvöld þó ekki veitt leyfi fyrir starfsemi líkbrennsluþjónustu í landinu. Kirkjan fordæmdi lögin á sínum tíma og sagði þau lykta af níhilisma. Borgarstjórarnir í Aþenu og Þessalóníku hafa ítrekað kallað eftir því að gefið verði leyfi fyrir starfseminni þar sem pláss í kirkjugörðum borganna er af skornum skammti. Bálfarir voru þó algengar í Grikklandi á fyrri öldum [Rúv meinar: í fornöld!], áður en kristni breiddist út. 

Kaþólska kirkjan lagðist lengi vel gegn líkbrennslu og um tíma voru bálfarir bannaðar. Á 7. áratug síðustu aldar aflétti páfi banni við því að jarðneskar leifar kaþólskra væru brenndar; enn er þó mælt með því að látnir séu jarðsettir.

http://www.ruv.is/frett/griska-retttrunadarkirkjan-a-moti-balforum

Það, sem hin ESB-hlynnta Fréttastofa Rúv sleppti að minnast á, var að það var Evrópusambandið sem reyndi að þvinga þessum lögum upp á Grikki, þvert gegn trúarsannfæringu þeirra. Af hverju mátti það ekki heyrast né sjást á Rúvinu? Er það kannski í því hlutverki að birta síður það sem kemur illa út fyrir þetta valdfreka stórveldabandalag?

Og menn skulu skoða hnútuköst fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, Guys Verhofstadt, í garð grísk-orþódoxu kirkjunnar í ræðu hans í ESB-þinginu í gær (þar sem hann talaði yfir hausamótunum á Tsipras, forsætisráðherra Grikkja) í ljósi þess, að kirkjan stendur gegn Evrópusambandinu í áðurgreindu máli.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nauðungin er ekki öll söm og hvenær skyldu verða hér á Íslandi til stjórnvöld sem skilja hlutverk sitt og losa okkur við þessa RUF nauðung. 

Mögulega eru þessir hérahjörtuðu stjórnmálamenn að bíða eftir því að við sjálf skundum þarna uppá Efstaleiti og hreinsum þar út.

Þegar því væri lokið þá væri komið að 365 lubbanum og hænum hans að hugsa sinn gang, því að erum við sem eigum andrýmið hér.  

Hrólfur Þ Hraundal, 11.7.2015 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband