Bragð er að þá barnið finnur - Össur gagnrýnir Evrópusambandið vegna Grikkja!

„Sekt eða ábyrgð ESB ligg­ur í því, að all­ir vissu þetta. Það voru póli­tík­us­ar ESB sem settu kík­inn fyr­ir blinda augað, vit­andi vits að Grikk­ir voru að svindla. Þess vegna ligg­ur mik­il ábyrgð á þeim. Það rétt­læt­ir kröf­una um að þeir taki hluta skuld­anna á sig,“ seg­ir Össur [Skarphéðinsson í Facebókar-færslu] og bæt­ir við, að þegar Grikk­ir hafi kom­ist í þrot 2009 hafi hik, taf­ir og ráðleysi ein­kennt viðbrögð Evr­ópu­sam­bands­ins. (Mbl.is)

Össur hefur áttað sig á því, að það er ekki hægt að afneita altöluðum staðreyndum alþjóðlega um þetta Evrópusamband hans!

Hvað verður nú af þeirri meintu "röksemd" Evrópusambands-innlimunarsinna á Íslandi, að ESB sé frábær valkostur til að losna við spillingu og aðra galla á íslenzkri stjórnsýslu? Hvað um þá staðreynd, að þetta er ekkert síður til staðar í hinu oflofaða Evrópusambandi, bara í miklu gígantískari mynd?!

Látið nú af þessari einsýni ykkar og ofdýrkun á þessu átrúnaðargoði ykkar, gyllta kálfinum í Brussel, Evrópusambandssinnar!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pólitíkusar sekir en ekki almenningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband